Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru skynsamleg rök?

Erlendur Jónsson

Með "rökum" er átt við röksemdafærslu, það er að settar eru fram ein eða fleiri fullyrðingar - sem kallaðar eru forsendur - og ályktun eða niðurstaða, sem fullyrt er á grundvelli forsendnanna. Með öðrum orðum, forsendurnar styðja niðurstöðuna, eða þeim er að minnsta kosti ætlað að styðja hana. Almennt má segja, að þeim mun betur sem forsendurnar styðja niðurstöðuna, þeim mun betri eða skynsamlegri séu rökin.

Nú er gerður greinarmunur á tvenns konar röksemdafærslum, annars vegar afleiðslu, þar sem niðurstaðan er leidd af forsendunum, og hins vegar tilleiðslu, þar sem niðurstaðan er aðeins gerð meira eða minna líkleg á grundvelli forsendnanna.

Afleiðsla er "skynsamleg" ef niðurstöðuna leiðir af forsendunum, það er að segja að ekki er hugsanlegt að niðurstaðan sé ósönn að því gefnu að forsendurnar séu allar sannar. Dæmi um skynsamlega afleiðslu gæti verið: Jón er piparsveinn. Því er Jón ógiftur. Þessi afleiðsla er gild eða skynsamleg vegna þess að óhugsandi er að Jón sé piparsveinn en samt giftur; það væri hreinlega mótsögn.

Tilleiðsla er "skynsamleg" ef forsendurnar gera niðurstöðuna að minnsta kosti líklegri en ekki, það er ljá henni líkur sem eru meiri en 50%, og því hærri sem líkurnar eru, þeim mun "skynsamlegri" er tilleiðslan. Dæmi um skynsamlega tilleiðslu gæti verið: Veðurstofan spáir rigningu á morgun. Því verður (sennilega) rigning á morgun. Þessi rök eru skynsamleg í ljósi þess að Veðurstofan verður að teljast áreiðanleg heimild um veður.

Flest rök í daglegu lífi eru tilleiðslur, og því felst mat á skynsamleika þeirra í mati á því, hversu líkleg niðurstaða þeirra er í ljósi forsendnanna. Þetta getur að sjálfsögðu verið flókin og erfið spurning, þar sem taka þarf tillit til fjölmargra þátta, sem ekki er hægt að fara nánar út í hér.

Höfundur

prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

10.3.2000

Spyrjandi

Sigríður Ingvarsdóttir

Tilvísun

Erlendur Jónsson. „Hvað eru skynsamleg rök?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2000, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=216.

Erlendur Jónsson. (2000, 10. mars). Hvað eru skynsamleg rök? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=216

Erlendur Jónsson. „Hvað eru skynsamleg rök?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2000. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=216>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru skynsamleg rök?
Með "rökum" er átt við röksemdafærslu, það er að settar eru fram ein eða fleiri fullyrðingar - sem kallaðar eru forsendur - og ályktun eða niðurstaða, sem fullyrt er á grundvelli forsendnanna. Með öðrum orðum, forsendurnar styðja niðurstöðuna, eða þeim er að minnsta kosti ætlað að styðja hana. Almennt má segja, að þeim mun betur sem forsendurnar styðja niðurstöðuna, þeim mun betri eða skynsamlegri séu rökin.

Nú er gerður greinarmunur á tvenns konar röksemdafærslum, annars vegar afleiðslu, þar sem niðurstaðan er leidd af forsendunum, og hins vegar tilleiðslu, þar sem niðurstaðan er aðeins gerð meira eða minna líkleg á grundvelli forsendnanna.

Afleiðsla er "skynsamleg" ef niðurstöðuna leiðir af forsendunum, það er að segja að ekki er hugsanlegt að niðurstaðan sé ósönn að því gefnu að forsendurnar séu allar sannar. Dæmi um skynsamlega afleiðslu gæti verið: Jón er piparsveinn. Því er Jón ógiftur. Þessi afleiðsla er gild eða skynsamleg vegna þess að óhugsandi er að Jón sé piparsveinn en samt giftur; það væri hreinlega mótsögn.

Tilleiðsla er "skynsamleg" ef forsendurnar gera niðurstöðuna að minnsta kosti líklegri en ekki, það er ljá henni líkur sem eru meiri en 50%, og því hærri sem líkurnar eru, þeim mun "skynsamlegri" er tilleiðslan. Dæmi um skynsamlega tilleiðslu gæti verið: Veðurstofan spáir rigningu á morgun. Því verður (sennilega) rigning á morgun. Þessi rök eru skynsamleg í ljósi þess að Veðurstofan verður að teljast áreiðanleg heimild um veður.

Flest rök í daglegu lífi eru tilleiðslur, og því felst mat á skynsamleika þeirra í mati á því, hversu líkleg niðurstaða þeirra er í ljósi forsendnanna. Þetta getur að sjálfsögðu verið flókin og erfið spurning, þar sem taka þarf tillit til fjölmargra þátta, sem ekki er hægt að fara nánar út í hér....