Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?

Jón Már Halldórsson

Það er ekki tilviljun ein sem ræður útliti dýra heldur hefur útlit þeirra og atferli mótast í aldanna rás eða í svokallaðri þróun. Fyrir dýr hefur það marga kosti í för með sér að geta leynst og vera eins á litinn og umhverfi sitt þegar að þau eru að veiða sér til matar eða reyna að komast hjá því að vera étin.

Margar tegundir eðla og skordýra eru eins á litinn og umhverfið sem þau lifa í eins og til dæmis bænarbeðan sem er jafn græn og lauf trjánna sem hún lifir í. Þá eru hákarlar oft dekkri á bakinu en á kviðnum til þess að dyljast betur í dimmu hafdjúpanna. Selir sem eru algeng bráð hákarla eins og til dæmis hvíthákarla eiga því í erfiðleikum með að sjá hákarlana sem synda fyrir neðan þá.

Stór kattardýr eins og jagúarinn, hlébarðinn og tígrísdýrið eru náskyldar tegundir og tilheyra sömu ættkvíslinni, Panthera. Hjá þeim hefur ákveðin felubúningur þróast í aldanna rás. Blettatígurinn og jagúarinn hafa depla á feldinum en tígrísdýrið rendur. Rendurnar eru til þess fallnar að villa um fyrir bráðinni þegar tígrísdýrið læðist um á veiðum í þykkum gróðrinum í ljósaskiptunum.

Í Afríku lifa nú þrjár tegundir sebrahesta. Algengasti sebrahesturinn kallast sléttusebra, á ensku common zebra (lat. Equus burchelli) en hinir eru greifasebra (lat. Equus grevyi), og fjallasebra (lat. Equus zebra). Þessar tegundir er hægt að greina í sundur á fjölda randa. Greifasebrahesturinn hefur flestar rendur eða um 80 en fæstar rendurnar hefur sléttusebran eða 26. Sú tegund lifir meðal annars á savanna-sléttunum í austanverðri Afríku.

Almennt er talið að sebrahestar séu að upplagi dökkir að lit með hvítar rendur og nokkrar tilgátur hafa verið settar um uppruna randanna. Eina þeirra setti breski rithöfundurinn og nóbelsverðlaunahafinn Rudyard Kipling fram árið 1908. Hann taldi að rendur sebrahestsins gerðu útlínur dýrsins óljósar sem gerði það að verkum að rendurnar eru nokkurs konar felubúningur gagnvart rándýrum á borð við ljón og hýenur svipað og með rendur tígrísdýrsins.

Önnur tilgáta sem er mun yngri beinist að tsetse-flugunni. Tsetse-flugan er þannig gerð að hún ræðst yfirleitt á dökkan flöt til að sjúga blóð. Hvíti hlutinn á sebrahestum eru yfirleitt viðkvæmari fyrir bitum þessara flugna. Sumir fræðimenn telja því að hvítu rendurnar hafi þróast til að verjast ásókn bitvargsins.

Fleiri tilgátur hafa verið settar fram á undanförnum árum og þar á meðal eru flóknar tilgátur á sviði þroskunar- og erfðafræði.

Myndin er af tígrísdýrinu er fengin héðan en myndin af sebrahestinum héðan

Sjá einnig svar Páls Hersteinssonar við spurningunni Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.3.2002

Spyrjandi

Helgi Arason, fæddur 1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2155.

Jón Már Halldórsson. (2002, 5. mars). Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2155

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2155>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?
Það er ekki tilviljun ein sem ræður útliti dýra heldur hefur útlit þeirra og atferli mótast í aldanna rás eða í svokallaðri þróun. Fyrir dýr hefur það marga kosti í för með sér að geta leynst og vera eins á litinn og umhverfi sitt þegar að þau eru að veiða sér til matar eða reyna að komast hjá því að vera étin.

Margar tegundir eðla og skordýra eru eins á litinn og umhverfið sem þau lifa í eins og til dæmis bænarbeðan sem er jafn græn og lauf trjánna sem hún lifir í. Þá eru hákarlar oft dekkri á bakinu en á kviðnum til þess að dyljast betur í dimmu hafdjúpanna. Selir sem eru algeng bráð hákarla eins og til dæmis hvíthákarla eiga því í erfiðleikum með að sjá hákarlana sem synda fyrir neðan þá.

Stór kattardýr eins og jagúarinn, hlébarðinn og tígrísdýrið eru náskyldar tegundir og tilheyra sömu ættkvíslinni, Panthera. Hjá þeim hefur ákveðin felubúningur þróast í aldanna rás. Blettatígurinn og jagúarinn hafa depla á feldinum en tígrísdýrið rendur. Rendurnar eru til þess fallnar að villa um fyrir bráðinni þegar tígrísdýrið læðist um á veiðum í þykkum gróðrinum í ljósaskiptunum.

Í Afríku lifa nú þrjár tegundir sebrahesta. Algengasti sebrahesturinn kallast sléttusebra, á ensku common zebra (lat. Equus burchelli) en hinir eru greifasebra (lat. Equus grevyi), og fjallasebra (lat. Equus zebra). Þessar tegundir er hægt að greina í sundur á fjölda randa. Greifasebrahesturinn hefur flestar rendur eða um 80 en fæstar rendurnar hefur sléttusebran eða 26. Sú tegund lifir meðal annars á savanna-sléttunum í austanverðri Afríku.

Almennt er talið að sebrahestar séu að upplagi dökkir að lit með hvítar rendur og nokkrar tilgátur hafa verið settar um uppruna randanna. Eina þeirra setti breski rithöfundurinn og nóbelsverðlaunahafinn Rudyard Kipling fram árið 1908. Hann taldi að rendur sebrahestsins gerðu útlínur dýrsins óljósar sem gerði það að verkum að rendurnar eru nokkurs konar felubúningur gagnvart rándýrum á borð við ljón og hýenur svipað og með rendur tígrísdýrsins.

Önnur tilgáta sem er mun yngri beinist að tsetse-flugunni. Tsetse-flugan er þannig gerð að hún ræðst yfirleitt á dökkan flöt til að sjúga blóð. Hvíti hlutinn á sebrahestum eru yfirleitt viðkvæmari fyrir bitum þessara flugna. Sumir fræðimenn telja því að hvítu rendurnar hafi þróast til að verjast ásókn bitvargsins.

Fleiri tilgátur hafa verið settar fram á undanförnum árum og þar á meðal eru flóknar tilgátur á sviði þroskunar- og erfðafræði.

Myndin er af tígrísdýrinu er fengin héðan en myndin af sebrahestinum héðan

Sjá einnig svar Páls Hersteinssonar við spurningunni Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?...