Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er sameindin N2O til?

Sigríður Jónsdóttir

Sameindin N2O er til. Súrefni (O) og nitur (N) geta myndað nokkur tvíefna sambönd eða oxíð af frumefninu nitri. Þessi efnasambönd eru almennt táknuð sem NOX en með þeim rithætti er ekki verið að gefa samsetningu þeirra til kynna að öðru leyti en því að þau innihalda aðeins nitur og súrefni. N2O eða díniturmónoxíð er lofttegund við herbergishita, en suðumark þess er -88,5 °C. Efnið er þó miklu betur þekkt sem glaðgas eða hláturgas, en það var fyrst búið til árið 1776, sumar heimildir nefna þó 1772. Árið 1844 notaði enskur tannlæknir það í fyrsta sinn sem deyfilyf við tanntöku og árið 1868 var það í fyrsta sinn notað til svæfinga við uppskurð.

Ef efninu er blandað saman við yfirmagn af súrefni er það skaðlaust til innöndunar og er það notað sem slíkt á sjúkrahúsum. Einnig má geta þess að niturdíoxíð er notað sem þrýstigas í úðabrúsa.



Mynd: HB

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir

efnafræðingur, Dr.rer.nat.

Útgáfudagur

26.2.2002

Spyrjandi

Hafdís Ágústsdóttir

Tilvísun

Sigríður Jónsdóttir. „Er sameindin N2O til?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2002, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2141.

Sigríður Jónsdóttir. (2002, 26. febrúar). Er sameindin N2O til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2141

Sigríður Jónsdóttir. „Er sameindin N2O til?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2002. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2141>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er sameindin N2O til?
Sameindin N2O er til. Súrefni (O) og nitur (N) geta myndað nokkur tvíefna sambönd eða oxíð af frumefninu nitri. Þessi efnasambönd eru almennt táknuð sem NOX en með þeim rithætti er ekki verið að gefa samsetningu þeirra til kynna að öðru leyti en því að þau innihalda aðeins nitur og súrefni. N2O eða díniturmónoxíð er lofttegund við herbergishita, en suðumark þess er -88,5 °C. Efnið er þó miklu betur þekkt sem glaðgas eða hláturgas, en það var fyrst búið til árið 1776, sumar heimildir nefna þó 1772. Árið 1844 notaði enskur tannlæknir það í fyrsta sinn sem deyfilyf við tanntöku og árið 1868 var það í fyrsta sinn notað til svæfinga við uppskurð.

Ef efninu er blandað saman við yfirmagn af súrefni er það skaðlaust til innöndunar og er það notað sem slíkt á sjúkrahúsum. Einnig má geta þess að niturdíoxíð er notað sem þrýstigas í úðabrúsa.



Mynd: HB

...