Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve margir lítrar af vatni eru í sjónum?

Ulrika Andersson

Á allri jörðinni eru ógrynni af vatni eða einhvers staðar í kringum

1.260.000.000.000.000.000.000 lítrar.
Vatnið er í stöðugri hringrás þar sem það gufar upp úr hafinu, verður að loftraka og skýjum, því rignir á jörðina aftur, verður að hluta til að grunnvatni en rennur að mestu til sjávar eftir yfirborði.

Um 98% vatns er að finna í höfunum sem þekja um 70% af jörðinni. Höfin eru að meðaltali um 1000 metra djúp. Vatnsmagnið í hafinu er þó aðeins um 96,5% af sjónum. Afgangurinn er salt, steinefni, köfnunarefni, koltvísýringur og amínósýrur. Lauslega má áætla að í sjónum séu
1.234.800.000.000.000.000.000.lítrar.
Aðeins brot af því vatni sem er á jörðinni, eða um 2%, er drykkjarhæft ferskvatn en sjórinn er sem kunnugt er saltur og því óhæfur til drykkjar. Af vatninu í heild eru um 1,6% frosin í ísbreiðum á heimskautasvæðunum og jöklum annars staðar. Um 0,36% af ferskvatninu er grunnvatn í vatnsdrægum jarðlögum en hluti þess kemur upp í brunnum og borholum. Einungis 0,036% af ferskvatni eru í ám og vötnum.

Vatn er einnig að finna í plöntum og dýrum en mannslíkaminn er til dæmis 65% vatn.

Sjá einnig svör við skyldum spurningum:

Heimild

How stuff works

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

19.2.2002

Spyrjandi

Eysteinn Davíðsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hve margir lítrar af vatni eru í sjónum?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2002, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2126.

Ulrika Andersson. (2002, 19. febrúar). Hve margir lítrar af vatni eru í sjónum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2126

Ulrika Andersson. „Hve margir lítrar af vatni eru í sjónum?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2002. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2126>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve margir lítrar af vatni eru í sjónum?
Á allri jörðinni eru ógrynni af vatni eða einhvers staðar í kringum

1.260.000.000.000.000.000.000 lítrar.
Vatnið er í stöðugri hringrás þar sem það gufar upp úr hafinu, verður að loftraka og skýjum, því rignir á jörðina aftur, verður að hluta til að grunnvatni en rennur að mestu til sjávar eftir yfirborði.

Um 98% vatns er að finna í höfunum sem þekja um 70% af jörðinni. Höfin eru að meðaltali um 1000 metra djúp. Vatnsmagnið í hafinu er þó aðeins um 96,5% af sjónum. Afgangurinn er salt, steinefni, köfnunarefni, koltvísýringur og amínósýrur. Lauslega má áætla að í sjónum séu
1.234.800.000.000.000.000.000.lítrar.
Aðeins brot af því vatni sem er á jörðinni, eða um 2%, er drykkjarhæft ferskvatn en sjórinn er sem kunnugt er saltur og því óhæfur til drykkjar. Af vatninu í heild eru um 1,6% frosin í ísbreiðum á heimskautasvæðunum og jöklum annars staðar. Um 0,36% af ferskvatninu er grunnvatn í vatnsdrægum jarðlögum en hluti þess kemur upp í brunnum og borholum. Einungis 0,036% af ferskvatni eru í ám og vötnum.

Vatn er einnig að finna í plöntum og dýrum en mannslíkaminn er til dæmis 65% vatn.

Sjá einnig svör við skyldum spurningum:

Heimild

How stuff works...