Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er líf eftir dauðann?

Pétur Pétursson

Ef þessari spurningu væri beint til raunvísindamanns mundi hann segja að hvorki hefði tekist að sanna né afsanna fullyrðingu um að líf væri eftir dauðann. Afdráttarlaus fullyrðing á annan hvorn veginn væri þess vegna utan við þekkingu vísindanna, að minnsta kosti að svo stöddu. Margir raunvísindamenn mundu síðan líklega segja að slík fullyrðing væri ekki "vísindaleg". Aðferð raunvísindanna gefur þannig ekki svar við spurningunni og þarf því ekki að fjölyrða frekar um þá aðferð hér.

Guðfræðingar og trúarbragðafræðingar fjalla hins vegar oft um þessa spurningu og þeir hafa komist að því að það eru fáar þjóðir sem ganga ekki út frá einhverskonar hugmyndum um líf eftir dauðann. Þessar hugmyndir eru afskaplega ólíkar og það er mjög mismunandi hvað þær þýða fyrir heimsmynd, menningu og sjálfsmynd fólks.

Oft er lífið eftir dauðann eins og líf í skugga, grámóskulegt og tilveran í ríki dauðra dauf og óaðlaðandi. Slíkar hugmyndir má finna meðal Forn-Babíloníumanna, Asseríumanna , Kanverja og Forn-Grikkja. Frágangur látinna og tæki og hlutir sem finnast í gröfum gefa vísbendingu um hugmyndir manna um líf eftir dauðann. Oft skiptir máli hvernig viðkomandi dó. Þeir sem dóu til dæmis í stríði áttu góða heimvon eftir dauðann. Slíkar hugmyndir má sjá í fornnorrænum heimildum og í Íslam.

Réttlætiskrafan er oft undirtónn kenninga um líf eftir dauðan. Hinn góði, hugaði og fórnfúsi á að fá umbun en hinn illgjarni og vondi að taka út refsingu og makleg málagjöld. Í austrænum trúarbrögðum kemur þetta fram í hugmyndunum um endurholdgun. Þeir sem sýna sig verðuga (eftir margar jarðvistir) að losna undan lífslögmálunum (karma) hverfa inn í alheimsvitund og persónuleiki þeirra leysist upp.

Meðal Forn-Egipta var sú trú að guðir gætu risið upp frá dauðum. Hugmyndir kristinna manna um líf eftir dauðann byggja á frásögninni af upprisu Jesú Krists og tilkomu hans ríkis sem þýðir að þeir eiga einnig eftir að rísa upp til samfélags við hann sem er Guð.

Höfundur

Pétur Pétursson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

9.3.2000

Spyrjandi

Sigríður Finnbogadóttir, Sveinbjörg Inga

Efnisorð

Tilvísun

Pétur Pétursson. „Er líf eftir dauðann?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=212.

Pétur Pétursson. (2000, 9. mars). Er líf eftir dauðann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=212

Pétur Pétursson. „Er líf eftir dauðann?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=212>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er líf eftir dauðann?
Ef þessari spurningu væri beint til raunvísindamanns mundi hann segja að hvorki hefði tekist að sanna né afsanna fullyrðingu um að líf væri eftir dauðann. Afdráttarlaus fullyrðing á annan hvorn veginn væri þess vegna utan við þekkingu vísindanna, að minnsta kosti að svo stöddu. Margir raunvísindamenn mundu síðan líklega segja að slík fullyrðing væri ekki "vísindaleg". Aðferð raunvísindanna gefur þannig ekki svar við spurningunni og þarf því ekki að fjölyrða frekar um þá aðferð hér.

Guðfræðingar og trúarbragðafræðingar fjalla hins vegar oft um þessa spurningu og þeir hafa komist að því að það eru fáar þjóðir sem ganga ekki út frá einhverskonar hugmyndum um líf eftir dauðann. Þessar hugmyndir eru afskaplega ólíkar og það er mjög mismunandi hvað þær þýða fyrir heimsmynd, menningu og sjálfsmynd fólks.

Oft er lífið eftir dauðann eins og líf í skugga, grámóskulegt og tilveran í ríki dauðra dauf og óaðlaðandi. Slíkar hugmyndir má finna meðal Forn-Babíloníumanna, Asseríumanna , Kanverja og Forn-Grikkja. Frágangur látinna og tæki og hlutir sem finnast í gröfum gefa vísbendingu um hugmyndir manna um líf eftir dauðann. Oft skiptir máli hvernig viðkomandi dó. Þeir sem dóu til dæmis í stríði áttu góða heimvon eftir dauðann. Slíkar hugmyndir má sjá í fornnorrænum heimildum og í Íslam.

Réttlætiskrafan er oft undirtónn kenninga um líf eftir dauðan. Hinn góði, hugaði og fórnfúsi á að fá umbun en hinn illgjarni og vondi að taka út refsingu og makleg málagjöld. Í austrænum trúarbrögðum kemur þetta fram í hugmyndunum um endurholdgun. Þeir sem sýna sig verðuga (eftir margar jarðvistir) að losna undan lífslögmálunum (karma) hverfa inn í alheimsvitund og persónuleiki þeirra leysist upp.

Meðal Forn-Egipta var sú trú að guðir gætu risið upp frá dauðum. Hugmyndir kristinna manna um líf eftir dauðann byggja á frásögninni af upprisu Jesú Krists og tilkomu hans ríkis sem þýðir að þeir eiga einnig eftir að rísa upp til samfélags við hann sem er Guð. ...