Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er meðvirkni, hvernig getur hún birst og hvað er til ráða?

Björn Harðarson

Meðvirkni er hugtak sem mest hefur verið notað kringum vímuefnamisnotkun. Meðvirkur einstaklingur er einstaklingur sem er "háður" öðrum einstaklingi eða einstaklingum. Þeim meðvirka finnst hann eða hún vera fastur/föst í sambandi, sem einkennist af misnotkun og stjórnsemi. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa lélegt sjálfstraust og þurfa stöðugt á stuðningi og viðurkenningu annarra að halda, til að geta liðið vel.

Það sem gerir að verkum að þessir einstaklingar koma sér ekki út úr eyðileggjandi samböndum, er að þeim finnst þeir hafi engin tök á því að breyta aðstæðum sínum, og þeir eiga oft í erfiðleikum með að upplifa náin tengsl og ást. Meðvirkur einstaklingur er stöðugt að þóknast öðrum þótt hann vilji það í raun og veru ekki. Hann treystir á aðra til að segja til um hverjar þarfir hans séu því að meðvirkir einstaklingar þekkja sjaldnast eigin þarfir en eru "hugsanalesarar" þegar kemur að þörfum annarra. Allur kraftur fer í að passa upp á "hamingju annarra" frekar en sína eigin.

Meðvirkir einstaklingar kenna sjálfum sér um þegar illa fer. Þeim finnst erfitt að vera einir, segja ekki skoðun sína vegna hræðslu um að vera hafnað og ljúga til þess að verja og hylma yfir með þeim sem þeir elska. Meðvirkir einstaklingar finna oft fyrir stöðugum kvíða, án þess að geta tengt það við neitt sérstakt, eiga erfitt með að tengjast öðrum og njóta lífsins, og geta ekki séð að það séu þeir sem þurfa að breyta einhverju til þess að þeim geti liðið betur.

Eins og áður er sagt hefur hugtakið meðvirkni mest verið notað kringum vímuefnamisnotkun og aðra fíkn. Hér er sá meðvirki maki, ættingi eða góður vinur þess sem misnotar vímuefnin. Sá meðvirki hylmir yfir og leynir því hversu slæm neyslan er, tiplar á tánum þegar neytandinn er þunnur, og segir ekkert þó að allur peningur fari í vímuefni í staðinn fyrir mat. Þeim meðvirka finnst hann ekkert geta gert í málunum og getur ekki komið sér út úr sambandinu. Hann telur að neytandinn þurfi á sér að halda, og lætur sig dreyma um að hlutirnir muni breytast og batna.

Allt lífið snýst um að þóknast neytandanum, og ef um er að ræða maka sem er í neyslu, er mjög algengt að börnin í fjölskyldunni gleymist. Meðvirkni þarf ekki að einskorðast við maka vímuefnaneytenda; til dæmis getur hún líka einkennt maka spilafíkils, eða maka annarra þar sem óæskileg og neikvæð hegðun er látin viðgangast lengi, þrátt fyrir að vera stöðugt niðurbrjótandi og valda óhamingju fyrir fjölskylduna.

Meðvirkni er nægjanleg ástæða til að leita til sálfræðings, því að meðvirkum einstaklingi líður yfirleitt mjög illa, börnin í meðvirkum fjölskyldum þjást, og í raun og veru styður meðvirknin vímuefnaneysluna. Ef, hins vegar, meðvirkur einstaklingur lærir að þekkja vandann, leitar sér aðstoðar og byggir upp sjálfstraust sitt, þá er hægt að komast út úr þessum vítahring. Það er því í raun mjög mikilvægt að leita sér einhvers konar aðstoðar, því að meðvirkur einstaklingur, sem gerir ekkert nema kannski að yfirgefa maka sinn, á það á hættu að lenda aftur í meðvirku sambandi, því honum líður oft enn þá illa með sjálfan sig, hefur kannski mjög skert sjálfstraust og finnur ekki leiðir til að láta sér líða betur. Hins vegar getur það verið mjög einstaklingsbundið hvers konar aðstoð hver og einn þarf á að halda og hversu mikilli.

Aðstoð er hægt að fá hjá sálfræðingum, til dæmis með hugrænni atferlismeðferð og fleiri meðferðarformum. Oft þarf að byggja upp sjálfstæði og sjálfstraust, þekkja hvað er eðlilegt og óeðlilegt í samböndum fólks, og vinna með það "meðvirka" samband sem einstaklingurinn hefur verið í eða er enn þá í. Einnig er hægt er að fá hjálp hjá AA-samtökunum, og ýmsum öðrum stuðningshópum, svo að eitthvað sé nefnt.

Áður birt á persona.is, hér lítið eitt breytt.

Höfundur

sálfræðingur

Útgáfudagur

12.1.2002

Spyrjandi

Sigurþór Pálsson

Tilvísun

Björn Harðarson. „Hvað er meðvirkni, hvernig getur hún birst og hvað er til ráða?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2043.

Björn Harðarson. (2002, 12. janúar). Hvað er meðvirkni, hvernig getur hún birst og hvað er til ráða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2043

Björn Harðarson. „Hvað er meðvirkni, hvernig getur hún birst og hvað er til ráða?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2043>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er meðvirkni, hvernig getur hún birst og hvað er til ráða?
Meðvirkni er hugtak sem mest hefur verið notað kringum vímuefnamisnotkun. Meðvirkur einstaklingur er einstaklingur sem er "háður" öðrum einstaklingi eða einstaklingum. Þeim meðvirka finnst hann eða hún vera fastur/föst í sambandi, sem einkennist af misnotkun og stjórnsemi. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa lélegt sjálfstraust og þurfa stöðugt á stuðningi og viðurkenningu annarra að halda, til að geta liðið vel.

Það sem gerir að verkum að þessir einstaklingar koma sér ekki út úr eyðileggjandi samböndum, er að þeim finnst þeir hafi engin tök á því að breyta aðstæðum sínum, og þeir eiga oft í erfiðleikum með að upplifa náin tengsl og ást. Meðvirkur einstaklingur er stöðugt að þóknast öðrum þótt hann vilji það í raun og veru ekki. Hann treystir á aðra til að segja til um hverjar þarfir hans séu því að meðvirkir einstaklingar þekkja sjaldnast eigin þarfir en eru "hugsanalesarar" þegar kemur að þörfum annarra. Allur kraftur fer í að passa upp á "hamingju annarra" frekar en sína eigin.

Meðvirkir einstaklingar kenna sjálfum sér um þegar illa fer. Þeim finnst erfitt að vera einir, segja ekki skoðun sína vegna hræðslu um að vera hafnað og ljúga til þess að verja og hylma yfir með þeim sem þeir elska. Meðvirkir einstaklingar finna oft fyrir stöðugum kvíða, án þess að geta tengt það við neitt sérstakt, eiga erfitt með að tengjast öðrum og njóta lífsins, og geta ekki séð að það séu þeir sem þurfa að breyta einhverju til þess að þeim geti liðið betur.

Eins og áður er sagt hefur hugtakið meðvirkni mest verið notað kringum vímuefnamisnotkun og aðra fíkn. Hér er sá meðvirki maki, ættingi eða góður vinur þess sem misnotar vímuefnin. Sá meðvirki hylmir yfir og leynir því hversu slæm neyslan er, tiplar á tánum þegar neytandinn er þunnur, og segir ekkert þó að allur peningur fari í vímuefni í staðinn fyrir mat. Þeim meðvirka finnst hann ekkert geta gert í málunum og getur ekki komið sér út úr sambandinu. Hann telur að neytandinn þurfi á sér að halda, og lætur sig dreyma um að hlutirnir muni breytast og batna.

Allt lífið snýst um að þóknast neytandanum, og ef um er að ræða maka sem er í neyslu, er mjög algengt að börnin í fjölskyldunni gleymist. Meðvirkni þarf ekki að einskorðast við maka vímuefnaneytenda; til dæmis getur hún líka einkennt maka spilafíkils, eða maka annarra þar sem óæskileg og neikvæð hegðun er látin viðgangast lengi, þrátt fyrir að vera stöðugt niðurbrjótandi og valda óhamingju fyrir fjölskylduna.

Meðvirkni er nægjanleg ástæða til að leita til sálfræðings, því að meðvirkum einstaklingi líður yfirleitt mjög illa, börnin í meðvirkum fjölskyldum þjást, og í raun og veru styður meðvirknin vímuefnaneysluna. Ef, hins vegar, meðvirkur einstaklingur lærir að þekkja vandann, leitar sér aðstoðar og byggir upp sjálfstraust sitt, þá er hægt að komast út úr þessum vítahring. Það er því í raun mjög mikilvægt að leita sér einhvers konar aðstoðar, því að meðvirkur einstaklingur, sem gerir ekkert nema kannski að yfirgefa maka sinn, á það á hættu að lenda aftur í meðvirku sambandi, því honum líður oft enn þá illa með sjálfan sig, hefur kannski mjög skert sjálfstraust og finnur ekki leiðir til að láta sér líða betur. Hins vegar getur það verið mjög einstaklingsbundið hvers konar aðstoð hver og einn þarf á að halda og hversu mikilli.

Aðstoð er hægt að fá hjá sálfræðingum, til dæmis með hugrænni atferlismeðferð og fleiri meðferðarformum. Oft þarf að byggja upp sjálfstæði og sjálfstraust, þekkja hvað er eðlilegt og óeðlilegt í samböndum fólks, og vinna með það "meðvirka" samband sem einstaklingurinn hefur verið í eða er enn þá í. Einnig er hægt er að fá hjálp hjá AA-samtökunum, og ýmsum öðrum stuðningshópum, svo að eitthvað sé nefnt.

Áður birt á persona.is, hér lítið eitt breytt....