Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru flugritar eða svarti kassinn í flugvélum?

Ulrika Andersson

Flugritar eða svörtu kassarnir eins og þeir eru líka kallaðir eru nokkurs konar upptökutæki. Þeir byrja að skrá gögn fyrir flugtak. Upptakan varir á meðan á flugi stendur og þangað til flugvélin lendir eða hrapar. Flugritar eru tvenns konar: ferðriti (e. Flight Data Recorder) og hljóðriti (e. Cockpit Voice Recorder). Nú á dögum eru iðulega báðar gerðir í sömu vélinni.

Ferðriti skráir til dæmis flughraða og flughæð flugvélarinnar, hröðun, snúning vélar, hita innan vélar og utan og svo framvegis. Upplýsingarnar sem ferðritinn skráir eru síðan notaðar til að skilja atburðarrásina og hvað fór úrskeiðis ef flugvél ferst eða henni hlekkist á. Á grundvelli þeirra er til dæmis hægt að útbúa myndband sem sýnir atburðarásina (e. Video Animation). Ferðriti getur tekið upp allt að 25 klukkustundir af efni. Þeir hafa ekki alltaf verið svo öflugir og fyrstu gerðir ferðrita gátu ekki skráð svo mikið. Meðal annars af þeim ástæðum var ákveðið að setja annan flugrita í flugvélar.

Mynd af hljóðrita.

Hljóðritinn tekur upp allt hljóð í flugstjórnarklefanum, þar á meðal samtöl áhafnarinnar, samskipti hennar við flugumferðarstjórn og ýmis hljóð frá flugvélinni sjálfri. Flestir hljóðritar geyma síðustu þrjátíu mínúturnar af flugferðinni en stafrænir hljóðritar geta geymt allt að tveggja klukkustunda langa hljóðupptöku.

Sú ákvörðun að skylda flugfélög til að setja flugrita í vélar sínar kom í kjölfarið á flugslysi í Ástralíu árið 1961 sem enginn skildi hvernig hafði borið að. Allar farþegavélar verða nú að hafa tvo flugrita um borð. Flugritunum er komið fyrir í stéli flugvélarinnar því að reynslan sýnir að sá hluti vélarinnar verður oft fyrir minni skaða við brotlendingu en aðrir hlutar hennar. Orðið svarti kassinn dregur nafn sitt af því að flugritarnir voru einu sinni svartir en nú eru þeir appelsínugulir svo að þeir sjáist betur.

Hylkin um flugritana eru úr þykku stáli sem er ætlað að verja þá gegn höggum og miklum hita. Flugritar eiga að þola hita sem nemur 1100 selsíusstigum í allt að 30 mínútur. Upplýsingarnar eru skráðar á segulbönd og tölvukubba. Mikið magn upplýsinga rúmast nú orðið í flugritum. Í þeim eru engir hreyfanlegir hlutir sem gætu orðið fyrir hnjaski við brotlendingu. Flugritar eru útbúnir senditækjum sem gefa frá sér merki svo að hægt sé að finna þá eftir að slys hefur orðið. Senditækin senda líka frá sér merki þó að flugvélin hafi hrapað í hafið. Um leið og flugritar finnast er farið með þá af slysstað og í rannsókn.

Ferðriti flugs 93 sem hrapaði 11. september 2001.

Ferðriti og hljóðriti geta varpað ljósi á þá atburði sem leiða til þess að flugvél hlekkist á með einhverjum hætti. Flugmálayfirvöld vonast til þess að í framtíðinni verði einnig hægt að taka upp hreyfimynd af atburðarás í flugvél. Þá verður hægt að fá enn betri upplýsingar fari eitthvað úrskeiðis í flugferðinni.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

22.11.2001

Spyrjandi

Friðgeir Pétursson, f. 1985

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað eru flugritar eða svarti kassinn í flugvélum?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2001, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1965.

Ulrika Andersson. (2001, 22. nóvember). Hvað eru flugritar eða svarti kassinn í flugvélum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1965

Ulrika Andersson. „Hvað eru flugritar eða svarti kassinn í flugvélum?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2001. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1965>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru flugritar eða svarti kassinn í flugvélum?
Flugritar eða svörtu kassarnir eins og þeir eru líka kallaðir eru nokkurs konar upptökutæki. Þeir byrja að skrá gögn fyrir flugtak. Upptakan varir á meðan á flugi stendur og þangað til flugvélin lendir eða hrapar. Flugritar eru tvenns konar: ferðriti (e. Flight Data Recorder) og hljóðriti (e. Cockpit Voice Recorder). Nú á dögum eru iðulega báðar gerðir í sömu vélinni.

Ferðriti skráir til dæmis flughraða og flughæð flugvélarinnar, hröðun, snúning vélar, hita innan vélar og utan og svo framvegis. Upplýsingarnar sem ferðritinn skráir eru síðan notaðar til að skilja atburðarrásina og hvað fór úrskeiðis ef flugvél ferst eða henni hlekkist á. Á grundvelli þeirra er til dæmis hægt að útbúa myndband sem sýnir atburðarásina (e. Video Animation). Ferðriti getur tekið upp allt að 25 klukkustundir af efni. Þeir hafa ekki alltaf verið svo öflugir og fyrstu gerðir ferðrita gátu ekki skráð svo mikið. Meðal annars af þeim ástæðum var ákveðið að setja annan flugrita í flugvélar.

Mynd af hljóðrita.

Hljóðritinn tekur upp allt hljóð í flugstjórnarklefanum, þar á meðal samtöl áhafnarinnar, samskipti hennar við flugumferðarstjórn og ýmis hljóð frá flugvélinni sjálfri. Flestir hljóðritar geyma síðustu þrjátíu mínúturnar af flugferðinni en stafrænir hljóðritar geta geymt allt að tveggja klukkustunda langa hljóðupptöku.

Sú ákvörðun að skylda flugfélög til að setja flugrita í vélar sínar kom í kjölfarið á flugslysi í Ástralíu árið 1961 sem enginn skildi hvernig hafði borið að. Allar farþegavélar verða nú að hafa tvo flugrita um borð. Flugritunum er komið fyrir í stéli flugvélarinnar því að reynslan sýnir að sá hluti vélarinnar verður oft fyrir minni skaða við brotlendingu en aðrir hlutar hennar. Orðið svarti kassinn dregur nafn sitt af því að flugritarnir voru einu sinni svartir en nú eru þeir appelsínugulir svo að þeir sjáist betur.

Hylkin um flugritana eru úr þykku stáli sem er ætlað að verja þá gegn höggum og miklum hita. Flugritar eiga að þola hita sem nemur 1100 selsíusstigum í allt að 30 mínútur. Upplýsingarnar eru skráðar á segulbönd og tölvukubba. Mikið magn upplýsinga rúmast nú orðið í flugritum. Í þeim eru engir hreyfanlegir hlutir sem gætu orðið fyrir hnjaski við brotlendingu. Flugritar eru útbúnir senditækjum sem gefa frá sér merki svo að hægt sé að finna þá eftir að slys hefur orðið. Senditækin senda líka frá sér merki þó að flugvélin hafi hrapað í hafið. Um leið og flugritar finnast er farið með þá af slysstað og í rannsókn.

Ferðriti flugs 93 sem hrapaði 11. september 2001.

Ferðriti og hljóðriti geta varpað ljósi á þá atburði sem leiða til þess að flugvél hlekkist á með einhverjum hætti. Flugmálayfirvöld vonast til þess að í framtíðinni verði einnig hægt að taka upp hreyfimynd af atburðarás í flugvél. Þá verður hægt að fá enn betri upplýsingar fari eitthvað úrskeiðis í flugferðinni.

Heimildir:

Myndir:

...