Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var bókstafurinn 'é' tekinn upp í íslensku í stað 'je' og af hverju er 'je' enn notað í ýmsum orðum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Bókstafurinn é var notaður í mörgum elstu handritum frá um 1200 og fram á 14. öld til þess að tákna lengd sérhljóðs. Bókstafurinn é fékk síðar framburðinn íe og síðar je og á 14. öld er farið að skrifa ie í stað é. Sú venja hélst ærið lengi. Eggert Ólafsson skrifaði stafsetningarreglur árið 1762 þar sem hann mælti með að fremur værið skrifað é eða jafnvel stundum e í stað ie. Þótt reglur Eggerts hafi ekki verið prentaðar voru þær skrifaðar upp og höfðu mikil áhrif á stafsetningu, einkum á prentuðum bókum frá Hrappseyjarprentsmiðju. Smám saman varð venja að setja brodd yfir breiða sérhljóða og é var einnig prentað með broddi.

Rasmus Kristian Rask, danskur málfræðingur og Íslandsvinur, samdi stafsetningarreglur fyrir íslensku og gaf út 1830. Þar mælti hann með því að é yrði skrifað með bakfallsbroddi, það er è þar sem breiðir sérhljóðar táknuðu annars tvíhljóð. Stafsetning Rasks hafði fljótlega töluverð áhrif.

Nýjar tillögur um stafsetningu komu frá Fjölnismönnum á fyrri hluta 19. aldar. Þeir vildu taka upp ritháttinn je í stað è eða é. Stafsetningarreglur Fjölnismanna höfðu lítil áhrif.

Halldór Kr. Friðriksson, íslenskukennari við Lærða skólann í Reykjavík, samdi einnig stafsetningarreglur og gaf út undir heitinu Íslenzkar rjettritunarreglur 1859. Reglur sínar byggði hann á hugmyndum Rasks þótt hann viki frá þeim sums staðar. Þessi stafsetning var oft nefnd skólastafsetningin. Hvað é varðaði lagði Halldór til að það yrði skrifað je. Þessi ritháttur hélst síðan lengi þótt mælt hafi verið með rithættinum é í svokallaðri blaðamannastafsetningu frá 1898.

Árið 1918 sendi Stjórnarráðið frá sér auglýsingu um stafsetningu. Þá var blaðamannastafsetningin lögfest en þó með þeirri breytingu meðal annars að skrifa skyldi je en ekki é. Þetta hélst til 1929 að nýjar stafsetningarreglur voru birtar á vegum þáverandi kennslumálaráðherra, Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Um é er sagt eftirfarandi:
Rita skal é, þar sem svo er fram borið (þó aldrei á eftir g eða k), hvort sem þar er um að ræða fornt é, eða fornt e, sem lengzt hefur, t.d. léð, vér, vél, fé; - hérað, hélt, féll.

Þó skal rita je í fleirtölu af lýsingarhætti nútíðar með nafnorðsbeygingu, þar sem nafnháttur endar á ja, enda skiptast þá atkvæði á milli j og e, t.d. kveðjendur, seljendur, þiggjendur, sækjendur.
Þessi ritháttur hefur haldist síðan.



Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.11.2001

Spyrjandi

Jóhannes Númason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær var bókstafurinn 'é' tekinn upp í íslensku í stað 'je' og af hverju er 'je' enn notað í ýmsum orðum?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2001, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1947.

Guðrún Kvaran. (2001, 12. nóvember). Hvenær var bókstafurinn 'é' tekinn upp í íslensku í stað 'je' og af hverju er 'je' enn notað í ýmsum orðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1947

Guðrún Kvaran. „Hvenær var bókstafurinn 'é' tekinn upp í íslensku í stað 'je' og af hverju er 'je' enn notað í ýmsum orðum?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2001. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1947>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var bókstafurinn 'é' tekinn upp í íslensku í stað 'je' og af hverju er 'je' enn notað í ýmsum orðum?
Bókstafurinn é var notaður í mörgum elstu handritum frá um 1200 og fram á 14. öld til þess að tákna lengd sérhljóðs. Bókstafurinn é fékk síðar framburðinn íe og síðar je og á 14. öld er farið að skrifa ie í stað é. Sú venja hélst ærið lengi. Eggert Ólafsson skrifaði stafsetningarreglur árið 1762 þar sem hann mælti með að fremur værið skrifað é eða jafnvel stundum e í stað ie. Þótt reglur Eggerts hafi ekki verið prentaðar voru þær skrifaðar upp og höfðu mikil áhrif á stafsetningu, einkum á prentuðum bókum frá Hrappseyjarprentsmiðju. Smám saman varð venja að setja brodd yfir breiða sérhljóða og é var einnig prentað með broddi.

Rasmus Kristian Rask, danskur málfræðingur og Íslandsvinur, samdi stafsetningarreglur fyrir íslensku og gaf út 1830. Þar mælti hann með því að é yrði skrifað með bakfallsbroddi, það er è þar sem breiðir sérhljóðar táknuðu annars tvíhljóð. Stafsetning Rasks hafði fljótlega töluverð áhrif.

Nýjar tillögur um stafsetningu komu frá Fjölnismönnum á fyrri hluta 19. aldar. Þeir vildu taka upp ritháttinn je í stað è eða é. Stafsetningarreglur Fjölnismanna höfðu lítil áhrif.

Halldór Kr. Friðriksson, íslenskukennari við Lærða skólann í Reykjavík, samdi einnig stafsetningarreglur og gaf út undir heitinu Íslenzkar rjettritunarreglur 1859. Reglur sínar byggði hann á hugmyndum Rasks þótt hann viki frá þeim sums staðar. Þessi stafsetning var oft nefnd skólastafsetningin. Hvað é varðaði lagði Halldór til að það yrði skrifað je. Þessi ritháttur hélst síðan lengi þótt mælt hafi verið með rithættinum é í svokallaðri blaðamannastafsetningu frá 1898.

Árið 1918 sendi Stjórnarráðið frá sér auglýsingu um stafsetningu. Þá var blaðamannastafsetningin lögfest en þó með þeirri breytingu meðal annars að skrifa skyldi je en ekki é. Þetta hélst til 1929 að nýjar stafsetningarreglur voru birtar á vegum þáverandi kennslumálaráðherra, Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Um é er sagt eftirfarandi:
Rita skal é, þar sem svo er fram borið (þó aldrei á eftir g eða k), hvort sem þar er um að ræða fornt é, eða fornt e, sem lengzt hefur, t.d. léð, vér, vél, fé; - hérað, hélt, féll.

Þó skal rita je í fleirtölu af lýsingarhætti nútíðar með nafnorðsbeygingu, þar sem nafnháttur endar á ja, enda skiptast þá atkvæði á milli j og e, t.d. kveðjendur, seljendur, þiggjendur, sækjendur.
Þessi ritháttur hefur haldist síðan.



Mynd: HB...