Lengi vel vissu menn lítið um starfsemi heilans en með þróun tækninnar hefur rannsóknum fleygt fram og niðurstöður þeirra hafa varpað nýju ljósi á þetta stórkostlega líffæri. Engir tveir heilar eru nákvæmlega eins, og hver einstaklingur hefur sína sérstöku hæfileika. Umhverfið ræður síðan miklu um það hvort og þá hvernig þeir þroskast. Frá því að skólar voru stofnaðir hefur hvert samfélag ákvarðað hvaða hæfileika mannsins eigi að leggja rækt við. Bóknám hefur lengi verið í öndvegi hjá vestrænum þjóðum og þeir sem eiga gott með það hafa fengið að njóta sín. En hæfileikar mannsins liggja einnig á öðrum sviðum, til dæmis verklegum og listrænum, en þeir hæfileikar hafa ekki verið eins hátt metnir í skyldunámi. Í raun má segja að hefðbundið skólastarf leyfi ekki nema takmörkuðum hæfileikum mannsins að njóta sín sem skyldi. Of mikil áhersla á bóknám getur valdið vanlíðan hjá þeim sem búa yfir sterkari hæfileikum á öðrum sviðum og meðal annars kynnt undir skólaleiða og áhugaleysi. Persónugerð hvers og eins og félags- og tilfinningaþroski getur haft mikið að segja um hvernig einstaklingar svara þeim kröfum sem eru gerðar til þeirra af samfélaginu. Allir hafa þörf fyrir að þroska hæfileika sína, vera metnir að verðleikum og fá hvatningu úr umhverfi sínu frá fjölskyldu, kennurum, vinum og öðrum sem máli skipta, og finna að þeir eru mikilvægur hluti af stærri heild. Mynd: Canada.com. Sótt 30. 10. 2008.
Lengi vel vissu menn lítið um starfsemi heilans en með þróun tækninnar hefur rannsóknum fleygt fram og niðurstöður þeirra hafa varpað nýju ljósi á þetta stórkostlega líffæri. Engir tveir heilar eru nákvæmlega eins, og hver einstaklingur hefur sína sérstöku hæfileika. Umhverfið ræður síðan miklu um það hvort og þá hvernig þeir þroskast. Frá því að skólar voru stofnaðir hefur hvert samfélag ákvarðað hvaða hæfileika mannsins eigi að leggja rækt við. Bóknám hefur lengi verið í öndvegi hjá vestrænum þjóðum og þeir sem eiga gott með það hafa fengið að njóta sín. En hæfileikar mannsins liggja einnig á öðrum sviðum, til dæmis verklegum og listrænum, en þeir hæfileikar hafa ekki verið eins hátt metnir í skyldunámi. Í raun má segja að hefðbundið skólastarf leyfi ekki nema takmörkuðum hæfileikum mannsins að njóta sín sem skyldi. Of mikil áhersla á bóknám getur valdið vanlíðan hjá þeim sem búa yfir sterkari hæfileikum á öðrum sviðum og meðal annars kynnt undir skólaleiða og áhugaleysi. Persónugerð hvers og eins og félags- og tilfinningaþroski getur haft mikið að segja um hvernig einstaklingar svara þeim kröfum sem eru gerðar til þeirra af samfélaginu. Allir hafa þörf fyrir að þroska hæfileika sína, vera metnir að verðleikum og fá hvatningu úr umhverfi sínu frá fjölskyldu, kennurum, vinum og öðrum sem máli skipta, og finna að þeir eru mikilvægur hluti af stærri heild. Mynd: Canada.com. Sótt 30. 10. 2008.