Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða íþróttir stunduðu víkingar og hver var afstaða þeirra til líkamans?

Gísli Sigurðsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Fornmenn lögðu þann skilning í íþróttir að þær væru margvíslegir og aðdáunarverðir hæfileikar sem hægt væri að rækta með sér, svo sem handverk, listir, leikir, lögspeki og bókvísi. Hægt er að greina tilhneigingu til að eigna yfirstéttinni íþróttaiðkun því ekki kemur fram að verslun og bústörf teljist til íþrótta.

Í heimsókn Þórs til Útgarða-Loka í Snorra Eddu er talað um íþróttir þegar sagt er frá átkeppni, kapphlaupi, kappdrykkju og glímu. Rögnvaldur kali Orkneyjajarl og Haraldur konungur Sigurðarson yrkja um hestamennsku, sund, skáldskap, tafl, rúnir, bókvísi, smíðar, skíðamennsku, róðra og hörpuleik sem íþróttir sínar, og frægur er mannjafnaður Noregskonunganna Eysteins og Sigurðar í Magnússona sögu Heimskringlu þar sem þeir miklast af glímu, sundi, skautahlaupi, bogfimi, skíðakunnáttu, lögprettum og mælsku - sem íþróttum.

Fornmenn tefldu. Rögnvaldur kali Orkneyjajarl og Haraldur konungur Sigurðarson yrkja um hestamennsku, sund, skáldskap, tafla, rúnir, bókvísi, smíðar, skíðamennsku, róðra og hörpuleik sem íþróttir sínar.

Í sömu sögu er sagt frá Haraldi gilla sem kemur frá Suðureyjum til Noregs fullvaxinn maður. Haraldur ber með sér ýmsa framandi siði gelískra þjóða til Noregs, hefur
mjög búnað írskan, stutt klæði og léttklæddur. Stirt var honum norrænt mál, kylfdi mjög til orðanna og höfðu margir menn það mjög að spotti.
Haraldur sannar sig þó með íþróttum sínum þegar hann veðjar við Magnús konungsson um að hann muni hlaupa hraðar en Magnús geti riðið hesti sínum. Haraldur rennur skeiðið og hefur betur en þegar Sigurður konungur fréttir þetta skammar hann son sinn með þessum orðum:
Þér kallið Harald heimskan en mér þykir þú fól. Ekki kanntu utanlandssiðu manna. Vissir þú það eigi fyrr að utanlandsmenn temja sig við aðrar íþróttir en kýla drykk eða gera sig æran og ófæran og vita þá ekki til manns?
Ólafur konungur Tryggvason var og „mestur íþróttamaður í Noregi“, kleif fjöll og
gekk eftir árum útbyrðis er menn hans reru á Orminum og hann lék að þremur handsöxum svo að jafnan var eitt á lofti og henti æ meðalkaflann. Hann vó jafnt báðum höndum og skaut tveim spjótum senn.
Í þessum efnum hefur Ólafur ekkert gefið Gunnari á Hlíðarenda eftir því í Njálu er Gunnar sagður álíka vopnfimur, skýtur manna best af boga, stekkur bæði hátt og langt í öllum herklæðum, er syndur sem selur, og „eigi var sá leikur að nokkur þyrfti við hann að keppa“.

Knattleikir koma víða fyrir í Íslendingasögum og hafa verið leiknir á ís eða sléttum velli með knatttré og knetti, líkt og enn er gert meðal gelískra þjóða og kallað hurling.

Knattleikir koma víða fyrir í Íslendingasögum og hafa verið leiknir á ís eða sléttum velli með knatttré og knetti, líkt og enn er gert meðal gelískra þjóða og kallað hurling. Þekktar eru frásagnir Gísla sögu og Eglu af slíkum leikjum þar sem kappið verður svo mikið að leiðir til mannvíga. Oft er stutt á milli íþrótta og leikja í Íslendingasögum því þar er talað almennt um leika hvort sem átt er við íþróttir eða jafnvel einhvers konar leiklistariðkun. Hornskinnaleikur og hnútuköst hafa þótt til skemmtunar fallin, sem og tafl og glímur.

Um viðhorf til líkamans almennt er ekki gott að segja því að hinar rituðu sögur eru mjög gegnsýrðar af nýplatónskum hugmyndum um mannslíkamann sem taka að ryðja sér til rúms á 12. og 13. öld. Þó virðist ljóst að menn hafa dáðst að líkamsfegurð, þá ekki síður en nú, og má hafa þessa vísu úr Helgakviðu Hundingsbana II til marks:

Svo bar Helgi
af hildingum
sem íturskapaður
askur af þyrni
eða sá dýrkálfur
döggu slunginn
er öfri fer
öllum dýrum
og horn glóa
við himin sjálfan.

Um íþróttir fornmanna má lesa í bók Dr. Björns Bjarnasonar frá Viðfirði, Íþróttir fornmanna á Norðurlöndum. Þá skrifaði Þorsteinn Einarsson margt um sögu íþrótta á Íslandi, sérstaklega um vetraríþróttir og glímu sem hann tengdi við sams konar fangbrögð meðal gelískra þjóða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

17.10.2001

Spyrjandi

Sigrún Hólm

Tilvísun

Gísli Sigurðsson. „Hvaða íþróttir stunduðu víkingar og hver var afstaða þeirra til líkamans?“ Vísindavefurinn, 17. október 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1913.

Gísli Sigurðsson. (2001, 17. október). Hvaða íþróttir stunduðu víkingar og hver var afstaða þeirra til líkamans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1913

Gísli Sigurðsson. „Hvaða íþróttir stunduðu víkingar og hver var afstaða þeirra til líkamans?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1913>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða íþróttir stunduðu víkingar og hver var afstaða þeirra til líkamans?
Fornmenn lögðu þann skilning í íþróttir að þær væru margvíslegir og aðdáunarverðir hæfileikar sem hægt væri að rækta með sér, svo sem handverk, listir, leikir, lögspeki og bókvísi. Hægt er að greina tilhneigingu til að eigna yfirstéttinni íþróttaiðkun því ekki kemur fram að verslun og bústörf teljist til íþrótta.

Í heimsókn Þórs til Útgarða-Loka í Snorra Eddu er talað um íþróttir þegar sagt er frá átkeppni, kapphlaupi, kappdrykkju og glímu. Rögnvaldur kali Orkneyjajarl og Haraldur konungur Sigurðarson yrkja um hestamennsku, sund, skáldskap, tafl, rúnir, bókvísi, smíðar, skíðamennsku, róðra og hörpuleik sem íþróttir sínar, og frægur er mannjafnaður Noregskonunganna Eysteins og Sigurðar í Magnússona sögu Heimskringlu þar sem þeir miklast af glímu, sundi, skautahlaupi, bogfimi, skíðakunnáttu, lögprettum og mælsku - sem íþróttum.

Fornmenn tefldu. Rögnvaldur kali Orkneyjajarl og Haraldur konungur Sigurðarson yrkja um hestamennsku, sund, skáldskap, tafla, rúnir, bókvísi, smíðar, skíðamennsku, róðra og hörpuleik sem íþróttir sínar.

Í sömu sögu er sagt frá Haraldi gilla sem kemur frá Suðureyjum til Noregs fullvaxinn maður. Haraldur ber með sér ýmsa framandi siði gelískra þjóða til Noregs, hefur
mjög búnað írskan, stutt klæði og léttklæddur. Stirt var honum norrænt mál, kylfdi mjög til orðanna og höfðu margir menn það mjög að spotti.
Haraldur sannar sig þó með íþróttum sínum þegar hann veðjar við Magnús konungsson um að hann muni hlaupa hraðar en Magnús geti riðið hesti sínum. Haraldur rennur skeiðið og hefur betur en þegar Sigurður konungur fréttir þetta skammar hann son sinn með þessum orðum:
Þér kallið Harald heimskan en mér þykir þú fól. Ekki kanntu utanlandssiðu manna. Vissir þú það eigi fyrr að utanlandsmenn temja sig við aðrar íþróttir en kýla drykk eða gera sig æran og ófæran og vita þá ekki til manns?
Ólafur konungur Tryggvason var og „mestur íþróttamaður í Noregi“, kleif fjöll og
gekk eftir árum útbyrðis er menn hans reru á Orminum og hann lék að þremur handsöxum svo að jafnan var eitt á lofti og henti æ meðalkaflann. Hann vó jafnt báðum höndum og skaut tveim spjótum senn.
Í þessum efnum hefur Ólafur ekkert gefið Gunnari á Hlíðarenda eftir því í Njálu er Gunnar sagður álíka vopnfimur, skýtur manna best af boga, stekkur bæði hátt og langt í öllum herklæðum, er syndur sem selur, og „eigi var sá leikur að nokkur þyrfti við hann að keppa“.

Knattleikir koma víða fyrir í Íslendingasögum og hafa verið leiknir á ís eða sléttum velli með knatttré og knetti, líkt og enn er gert meðal gelískra þjóða og kallað hurling.

Knattleikir koma víða fyrir í Íslendingasögum og hafa verið leiknir á ís eða sléttum velli með knatttré og knetti, líkt og enn er gert meðal gelískra þjóða og kallað hurling. Þekktar eru frásagnir Gísla sögu og Eglu af slíkum leikjum þar sem kappið verður svo mikið að leiðir til mannvíga. Oft er stutt á milli íþrótta og leikja í Íslendingasögum því þar er talað almennt um leika hvort sem átt er við íþróttir eða jafnvel einhvers konar leiklistariðkun. Hornskinnaleikur og hnútuköst hafa þótt til skemmtunar fallin, sem og tafl og glímur.

Um viðhorf til líkamans almennt er ekki gott að segja því að hinar rituðu sögur eru mjög gegnsýrðar af nýplatónskum hugmyndum um mannslíkamann sem taka að ryðja sér til rúms á 12. og 13. öld. Þó virðist ljóst að menn hafa dáðst að líkamsfegurð, þá ekki síður en nú, og má hafa þessa vísu úr Helgakviðu Hundingsbana II til marks:

Svo bar Helgi
af hildingum
sem íturskapaður
askur af þyrni
eða sá dýrkálfur
döggu slunginn
er öfri fer
öllum dýrum
og horn glóa
við himin sjálfan.

Um íþróttir fornmanna má lesa í bók Dr. Björns Bjarnasonar frá Viðfirði, Íþróttir fornmanna á Norðurlöndum. Þá skrifaði Þorsteinn Einarsson margt um sögu íþrótta á Íslandi, sérstaklega um vetraríþróttir og glímu sem hann tengdi við sams konar fangbrögð meðal gelískra þjóða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

...