
Fornmenn tefldu. Rögnvaldur kali Orkneyjajarl og Haraldur konungur Sigurðarson yrkja um hestamennsku, sund, skáldskap, tafla, rúnir, bókvísi, smíðar, skíðamennsku, róðra og hörpuleik sem íþróttir sínar.
mjög búnað írskan, stutt klæði og léttklæddur. Stirt var honum norrænt mál, kylfdi mjög til orðanna og höfðu margir menn það mjög að spotti.Haraldur sannar sig þó með íþróttum sínum þegar hann veðjar við Magnús konungsson um að hann muni hlaupa hraðar en Magnús geti riðið hesti sínum. Haraldur rennur skeiðið og hefur betur en þegar Sigurður konungur fréttir þetta skammar hann son sinn með þessum orðum:
Þér kallið Harald heimskan en mér þykir þú fól. Ekki kanntu utanlandssiðu manna. Vissir þú það eigi fyrr að utanlandsmenn temja sig við aðrar íþróttir en kýla drykk eða gera sig æran og ófæran og vita þá ekki til manns?Ólafur konungur Tryggvason var og „mestur íþróttamaður í Noregi“, kleif fjöll og
gekk eftir árum útbyrðis er menn hans reru á Orminum og hann lék að þremur handsöxum svo að jafnan var eitt á lofti og henti æ meðalkaflann. Hann vó jafnt báðum höndum og skaut tveim spjótum senn.Í þessum efnum hefur Ólafur ekkert gefið Gunnari á Hlíðarenda eftir því í Njálu er Gunnar sagður álíka vopnfimur, skýtur manna best af boga, stekkur bæði hátt og langt í öllum herklæðum, er syndur sem selur, og „eigi var sá leikur að nokkur þyrfti við hann að keppa“.

Knattleikir koma víða fyrir í Íslendingasögum og hafa verið leiknir á ís eða sléttum velli með knatttré og knetti, líkt og enn er gert meðal gelískra þjóða og kallað hurling.
Svo bar HelgiUm íþróttir fornmanna má lesa í bók Dr. Björns Bjarnasonar frá Viðfirði, Íþróttir fornmanna á Norðurlöndum. Þá skrifaði Þorsteinn Einarsson margt um sögu íþrótta á Íslandi, sérstaklega um vetraríþróttir og glímu sem hann tengdi við sams konar fangbrögð meðal gelískra þjóða. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
af hildingum
sem íturskapaður
askur af þyrni
eða sá dýrkálfur
döggu slunginn
er öfri fer
öllum dýrum
og horn glóa
við himin sjálfan.
- Er hægt að flokka íþróttir undir menningu eða listir? eftir Hauk Má Helgason
- Hver voru helstu vopn víkinga og voru þeir bardagaglaðir? eftir Gunnar Karlsson
- Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum? eftir Sverri Jakobsson
- Í hverju bjuggu víkingar? eftir Hildi Guðmundsdóttur
- Hver voru algeng nöfn víkinga? eftir Guðrúnu Kvaran
- Chess - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 28.06.2016).
- Medieval Sports: An interview with John Marshall Carter - Medievalists.net. (Sótt 28.06.2016).