Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kynlíf?

Sóley S. Bender

Hér á landi höfum við iðulega verið í vanda með að þýða hugtök á sviði kynlífs. Þetta sést til dæmis ef við flettum upp á orðinu 'kynlíf' í Orðabók Menningarsjóðs. Þar er engin skýring gefin heldur einungis sýnt samheitið 'kynferðislíf' og nefnd samsettu orðin 'kynlífs-fræðsla, -hegðun'.

Hugtakið kynlíf (sexuality) hefur aftur á móti mjög víðtæka merkingu. Íslenska orðið er samsett úr tveimur orðum, kyn og líf, og er ljóst af því að það höfðar til þess hvaða lífi við lifum sem kynverur. Í því felst hvaða augum við lítum á okkur sjálf sem kona eða karl, afstöðu okkar til kynlífsmála, hvernig við hegðum okkur sem kynverur og komum fram við aðra.

Samkvæmt skilgreiningu bandarísku kynfræðslusamtakanna SIECUS (Sexuality Information and Education Council of the United States) segir svo um hugtakið kynlíf:
Kynlíf felur í sér þekkingu, viðhorf, gildismat og hegðun einstaklingsins. Það nær til starfsemi kynfæra (svo sem kynsvörunar), sjálfsvitundar (identity), kynhneigðar, kynhlutverka og persónuleika, hugsana, tilfinninga og sambanda. Siðferðislegir, trúarlegir og menningarlegir þættir hafa áhrif á það hvernig einstaklingurinn tjáir sig og hegðar sér sem kynvera.
Þessi skilgreining SIECUS er að mörgu leyti góð en kemur ekki inn á klínískan þátt kynlífsins. Í bók Masters, Johnson og Kolodny (1982) um kynlíf er fjallað um líffræðilegan, sálfélagslegan, hegðunarlegan, klínískan og menningarlegan þátt.

Líffræðilegi þátturinn er líffræðileg uppbygging okkar og líffræðilegur hæfileiki að geta eignast börn. Kynsvörun, og þar með fullnæging, er hluti af líffræðilega þættinum. Sálfélagslegi þátturinn á við um tilfinningar, hugsanir, persónuleika og samspil einstaklinga. Hegðunarþátturinn snýr að því hvernig fólk hegðar sér í kynlífi, hvort það til dæmis stundar sjálfsfróun og hefur kynmök. Sá þáttur byggist bæði á líffræðilega og sálfélagslega þættinum. Klíníski þátturinn á við þau vandamál sem geta steðjað að kynlífinu, til dæmis vegna sjúkdóma, áverka og lyfja sem geta haft áhrif á það. Eins getur kvíði, blygðun, sektarkennd, þunglyndi og ágreiningur í persónulegum samböndum heft eðlilegt kynlífssamband milli tveggja einstaklinga. Menningarlegi þátturinn eru þau skilaboð sem berast um kynlíf í hverjum menningarheimi. Hér á landi varð til dæmis mun opnari umræða um kynlíf í kjölfar greiningar á alnæmi. Sú umræða gerði til að mynda kröfu um hispurslausa umfjöllun um notkun smokksins.

Á síðustu áratugum hefur hugtakið kynlífsheilbrigði (sexual health) verið að skjóta rótum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir kynlífsheilbrigði á eftirfarandi hátt:
Það er samþætting líkamlegra, tilfinningalegra, vitsmunalegra og félagslegra þátta kynverunnar á þann hátt að vera gefandi og styrkjandi fyrir persónuleikann, samskipti og ást (SIECUS, 1999).
Til að stunda heilbrigt kynlíf þarf einstaklingurinn á því að halda að fá góða kynfræðslu og jafnframt að hafa þróað færni í mannlegum samskiptum.

Heimildir:
  • Árni Böðvarsson (Ritstj.). (1983). Íslensk orðabók. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
  • Masters, W.H., Johnson, V.E. og Kolodny, R.C. (1982). Human sexuality. Boston: Little, Brown and Company.
  • SIECUS (1999). Making the connection, sexuality and reproductive health. Washington: SIECUS (Sexuality Information and Education Council of the United States).

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

9.10.2001

Síðast uppfært

10.10.2023

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Hvað er kynlíf?“ Vísindavefurinn, 9. október 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1903.

Sóley S. Bender. (2001, 9. október). Hvað er kynlíf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1903

Sóley S. Bender. „Hvað er kynlíf?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1903>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kynlíf?
Hér á landi höfum við iðulega verið í vanda með að þýða hugtök á sviði kynlífs. Þetta sést til dæmis ef við flettum upp á orðinu 'kynlíf' í Orðabók Menningarsjóðs. Þar er engin skýring gefin heldur einungis sýnt samheitið 'kynferðislíf' og nefnd samsettu orðin 'kynlífs-fræðsla, -hegðun'.

Hugtakið kynlíf (sexuality) hefur aftur á móti mjög víðtæka merkingu. Íslenska orðið er samsett úr tveimur orðum, kyn og líf, og er ljóst af því að það höfðar til þess hvaða lífi við lifum sem kynverur. Í því felst hvaða augum við lítum á okkur sjálf sem kona eða karl, afstöðu okkar til kynlífsmála, hvernig við hegðum okkur sem kynverur og komum fram við aðra.

Samkvæmt skilgreiningu bandarísku kynfræðslusamtakanna SIECUS (Sexuality Information and Education Council of the United States) segir svo um hugtakið kynlíf:
Kynlíf felur í sér þekkingu, viðhorf, gildismat og hegðun einstaklingsins. Það nær til starfsemi kynfæra (svo sem kynsvörunar), sjálfsvitundar (identity), kynhneigðar, kynhlutverka og persónuleika, hugsana, tilfinninga og sambanda. Siðferðislegir, trúarlegir og menningarlegir þættir hafa áhrif á það hvernig einstaklingurinn tjáir sig og hegðar sér sem kynvera.
Þessi skilgreining SIECUS er að mörgu leyti góð en kemur ekki inn á klínískan þátt kynlífsins. Í bók Masters, Johnson og Kolodny (1982) um kynlíf er fjallað um líffræðilegan, sálfélagslegan, hegðunarlegan, klínískan og menningarlegan þátt.

Líffræðilegi þátturinn er líffræðileg uppbygging okkar og líffræðilegur hæfileiki að geta eignast börn. Kynsvörun, og þar með fullnæging, er hluti af líffræðilega þættinum. Sálfélagslegi þátturinn á við um tilfinningar, hugsanir, persónuleika og samspil einstaklinga. Hegðunarþátturinn snýr að því hvernig fólk hegðar sér í kynlífi, hvort það til dæmis stundar sjálfsfróun og hefur kynmök. Sá þáttur byggist bæði á líffræðilega og sálfélagslega þættinum. Klíníski þátturinn á við þau vandamál sem geta steðjað að kynlífinu, til dæmis vegna sjúkdóma, áverka og lyfja sem geta haft áhrif á það. Eins getur kvíði, blygðun, sektarkennd, þunglyndi og ágreiningur í persónulegum samböndum heft eðlilegt kynlífssamband milli tveggja einstaklinga. Menningarlegi þátturinn eru þau skilaboð sem berast um kynlíf í hverjum menningarheimi. Hér á landi varð til dæmis mun opnari umræða um kynlíf í kjölfar greiningar á alnæmi. Sú umræða gerði til að mynda kröfu um hispurslausa umfjöllun um notkun smokksins.

Á síðustu áratugum hefur hugtakið kynlífsheilbrigði (sexual health) verið að skjóta rótum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir kynlífsheilbrigði á eftirfarandi hátt:
Það er samþætting líkamlegra, tilfinningalegra, vitsmunalegra og félagslegra þátta kynverunnar á þann hátt að vera gefandi og styrkjandi fyrir persónuleikann, samskipti og ást (SIECUS, 1999).
Til að stunda heilbrigt kynlíf þarf einstaklingurinn á því að halda að fá góða kynfræðslu og jafnframt að hafa þróað færni í mannlegum samskiptum.

Heimildir:
  • Árni Böðvarsson (Ritstj.). (1983). Íslensk orðabók. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
  • Masters, W.H., Johnson, V.E. og Kolodny, R.C. (1982). Human sexuality. Boston: Little, Brown and Company.
  • SIECUS (1999). Making the connection, sexuality and reproductive health. Washington: SIECUS (Sexuality Information and Education Council of the United States).
...