Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru einhverjar líkur á því að landsniglategundin Helix aspersa geti þrifist í íslensku umhverfi?

Jón Már Halldórsson

Talið er að snigillinn Helix aspersa hafi borist til Bretlandseyja á tímum Rómverja fyrir um 2000 árum. Í dag lifir hann um allt Bretland nema á nyrstu svæðunum. Fræðimenn telja að ástæðan fyrir því sé sú að Helix aspersa sé þar við nyrðri mörk mögulegrar útbreiðslu sinnar.

Svipaða tilhneigingu er hægt að merkja á útbreiðslu snigilsins á vesturströnd Bandaríkjanna en þangað var hann fluttur á 19. öld og hefur meðal annars tekið sér bólfestu í Kaliforníu. Hins vegar verður hann sífellt sjaldséðari í ríkjunum Oregon og Washington sem eru fyrir norðan Kaliforníu.

Þar sem Ísland liggur mun norðar en Oregon-fylki Bandaríkjanna og nyrstu héruð Bretlands er mjög ólíklegt að þessi snigill geti lifað villtur í íslenskri náttúru. Því er þó aðeins hægt að svara afdráttarlaust eftir viðeigandi rannsóknir.

Skoðið einnig:

Hver er hegðun Helix aspersa í upprunalegum heimkynnum?



Mynd: BioImages

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.7.2001

Spyrjandi

Valdimar Steinþórsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru einhverjar líkur á því að landsniglategundin Helix aspersa geti þrifist í íslensku umhverfi?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2001, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1803.

Jón Már Halldórsson. (2001, 18. júlí). Eru einhverjar líkur á því að landsniglategundin Helix aspersa geti þrifist í íslensku umhverfi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1803

Jón Már Halldórsson. „Eru einhverjar líkur á því að landsniglategundin Helix aspersa geti þrifist í íslensku umhverfi?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2001. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1803>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru einhverjar líkur á því að landsniglategundin Helix aspersa geti þrifist í íslensku umhverfi?
Talið er að snigillinn Helix aspersa hafi borist til Bretlandseyja á tímum Rómverja fyrir um 2000 árum. Í dag lifir hann um allt Bretland nema á nyrstu svæðunum. Fræðimenn telja að ástæðan fyrir því sé sú að Helix aspersa sé þar við nyrðri mörk mögulegrar útbreiðslu sinnar.

Svipaða tilhneigingu er hægt að merkja á útbreiðslu snigilsins á vesturströnd Bandaríkjanna en þangað var hann fluttur á 19. öld og hefur meðal annars tekið sér bólfestu í Kaliforníu. Hins vegar verður hann sífellt sjaldséðari í ríkjunum Oregon og Washington sem eru fyrir norðan Kaliforníu.

Þar sem Ísland liggur mun norðar en Oregon-fylki Bandaríkjanna og nyrstu héruð Bretlands er mjög ólíklegt að þessi snigill geti lifað villtur í íslenskri náttúru. Því er þó aðeins hægt að svara afdráttarlaust eftir viðeigandi rannsóknir.

Skoðið einnig:

Hver er hegðun Helix aspersa í upprunalegum heimkynnum?



Mynd: BioImages

...