Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef heili væri tekinn úr einni manneskju og settur í aðra, væri það þá eins og að færa harðan disk úr einni tölvu í aðra?

Ólafur Páll Jónsson

Til að svara þessari spurningu verðum við fyrst að spyrja tveggja annarra spurninga: „Hvaða þýðingu hefur það að skipta um harðan disk í tölvu?” og „Hvaða þýðingu gæti það haft að skipta um heila í manni?”

Byrjum á tölvunni. Setjum sem svo að ég kaupi mér nýja tölvu og að harði diskurinn í henni eyðileggist. Við getum þá hugsað okkur að ég taki harða diskinn úr gömlu tölvunni minni og setji hann í nýju tölvuna. Þar með hef ég nýja tölvu með gömlum diski.

En hugum þá að heilaskiptunum. Hugsum okkur að tiltekinn maður, við getum kallað hann Jón, verði fyrir alvarlegum heilaskaða. Jón er lagður inn á spítala og á sömu stofu liggur annar maður, köllum hann Pétur, en sá er haldinn alvarlegum hjartagalla. Og setjum nú sem svo að hjartað í Pétri stoppi og til þess að bjarga einhverju þá græði læknarnir heilann úr Pétri í líkama Jóns af slíkri snilld að úr verði lifandi maður. Spurningin er þá þessi: Er maðurinn sem hefur líkama Jóns og heila Péturs sami einstaklingurinn og Jón, eða sami einstaklingurinn og Pétur, eða kannski bara alveg nýr einstaklingur? Við þessu er ekkert augljóst svar.

Ef við skiptum um líffæri eins og hjarta eða lungu, þá virðist augljóst að líffæraþeginn sé sá sem fær hjartað eða lungun. En þegar kemur að heilanum þá vandast málið. Ættum við að segja að Jón hafi fengið nýjan heila eða að Pétur hafi fengið nýjan líkama? Efnislegir hlutir virðast þola að skipt sé um hluta af þeim; við skiptum um dekk og vinnuþurrkur á bílum, þök og glugga á húsum og sjálf lifum við af stöðuga endurnýjun. En um suma hluta í heild er ekki hægt að skipta og slíkir hlutar eru kallaðir eðlislægir hlutar. Þá hluta sem ekki eru eðlislægir getum við kallað tilfallandi. Dæmi um tilfallandi hluta eru dekk á bílum, hár á fólki og þök á húsum.



Nú getum við spurt hvort heilinn sé eðlislægur hluti hverrar manneskju eða hvort hann sé einungis tilfallandi hluti sem megi hugsa sér að skipta um á sambærilegan hátt og skipt er um hjarta og lungu. Setjum sem svo að heili hverrar manneskju sé eðlislægur hluti hennar. Í dæmisögunni að ofan af Jóni og Pétri þýddi það að Jón lifði ekki af heilaígræðsluna. Annað hvort fengi Pétur nýjan líkama eða það yrði til nýr einstaklingur. Ef heilinn er eini eðlislægi hluti hverrar manneskju þá lifði Pétur af heilaígræðsluna, en ef fleiri hlutar manneskjunnar eru eðlislægir þá yrði til nýr einstaklingur við það að græða heila Péturs í líkama Jóns.

Gefum okkur nú að einungis heilinn sé eðlislægur hluti hverrar manneskju. Þá vaknar spurningin hvers vegna heilinn sé svo mikilvægur en til dæmis hjartað ekki. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að heilinn sé líffæri hugarstarfseminnar og að það sé sú starfsemi annarri fremur sem geri okkur að þeim einstaklingum sem við erum. En ef hugarstarfsemin er það sem máli skiptir og heilinn er líffæri hennar, er heilinn þá eðlislægur eftir allt saman?

Kannski mætti hugsa sér að flytja hugarstarfsemina úr einni manneskju í aðra án þess að flytja heilann, með einhverskonar afritun eða heilaþvotti. Slíkur flutningur væri þá kannski sambærilegur við að harður diskur í einni tölvu væri afritaður á harðan disk í annarri tölvu. En ef það er hugarstarfsemin sem máli skiptir og ef það má hugsa sér að afrita hana, í einhverjum skilningi þess orðs, þá virðist líka mögulegt að hafa tvö eintök af sömu manneskjunni, til dæmis annað á Ísafirði en hitt í Vestmannaeyjum. En það getur ekki verið mögulegt til dæmis vegna þess að fljótlega myndi hugarstarfsemi þess á Ísafirði verða öðruvísi en hins í Vestmannaeyjum.

Heimspekingar hafa velt spurningum eins og þessum fyrir sér í að minnsta kosti rúm 2000 ár. Sumir hafa hallast að þeirri niðurstöðu að hugmyndin um venjulega efnislega hluti sé hillingar einar en aðrir vilja hafa þessar spurningar til marks um takmarkanir mannlegrar hugsunar. En þótt spurningar um samsemd efnislegra hluta verði kannski fyrst knýjandi þegar við hugsum okkur kringumstæður eins og í dæmisögunni af Jóni og Pétri hér að ofan, þá má ekki gleyma því að þessar spurningar vakna einnig í hversdagslegu samhengi. Á Húsavík gekk eitt sinn sú saga að ein forláta stunguskófla þar í bæ væri að minnsta kosti 150 ára gömul, en það fylgdi sögunni að þrisvar sinnum hafði verið skipt um skaft á henni og tvisvar um blað.

Sjá einnig:



Mynd 1: Lifandi heili á segulhermumynd (MRI, Magnetic Resonance Imaging) á vefsetrinu ShuffleBrain

Mynd 2: Úr kvikmyndinni Men in Black (HB)

Mynd 3: HB

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

5.7.2001

Spyrjandi

Davíð Stefánsson
Guðmundur Már Einarsson

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Ef heili væri tekinn úr einni manneskju og settur í aðra, væri það þá eins og að færa harðan disk úr einni tölvu í aðra?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1769.

Ólafur Páll Jónsson. (2001, 5. júlí). Ef heili væri tekinn úr einni manneskju og settur í aðra, væri það þá eins og að færa harðan disk úr einni tölvu í aðra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1769

Ólafur Páll Jónsson. „Ef heili væri tekinn úr einni manneskju og settur í aðra, væri það þá eins og að færa harðan disk úr einni tölvu í aðra?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1769>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef heili væri tekinn úr einni manneskju og settur í aðra, væri það þá eins og að færa harðan disk úr einni tölvu í aðra?
Til að svara þessari spurningu verðum við fyrst að spyrja tveggja annarra spurninga: „Hvaða þýðingu hefur það að skipta um harðan disk í tölvu?” og „Hvaða þýðingu gæti það haft að skipta um heila í manni?”

Byrjum á tölvunni. Setjum sem svo að ég kaupi mér nýja tölvu og að harði diskurinn í henni eyðileggist. Við getum þá hugsað okkur að ég taki harða diskinn úr gömlu tölvunni minni og setji hann í nýju tölvuna. Þar með hef ég nýja tölvu með gömlum diski.

En hugum þá að heilaskiptunum. Hugsum okkur að tiltekinn maður, við getum kallað hann Jón, verði fyrir alvarlegum heilaskaða. Jón er lagður inn á spítala og á sömu stofu liggur annar maður, köllum hann Pétur, en sá er haldinn alvarlegum hjartagalla. Og setjum nú sem svo að hjartað í Pétri stoppi og til þess að bjarga einhverju þá græði læknarnir heilann úr Pétri í líkama Jóns af slíkri snilld að úr verði lifandi maður. Spurningin er þá þessi: Er maðurinn sem hefur líkama Jóns og heila Péturs sami einstaklingurinn og Jón, eða sami einstaklingurinn og Pétur, eða kannski bara alveg nýr einstaklingur? Við þessu er ekkert augljóst svar.

Ef við skiptum um líffæri eins og hjarta eða lungu, þá virðist augljóst að líffæraþeginn sé sá sem fær hjartað eða lungun. En þegar kemur að heilanum þá vandast málið. Ættum við að segja að Jón hafi fengið nýjan heila eða að Pétur hafi fengið nýjan líkama? Efnislegir hlutir virðast þola að skipt sé um hluta af þeim; við skiptum um dekk og vinnuþurrkur á bílum, þök og glugga á húsum og sjálf lifum við af stöðuga endurnýjun. En um suma hluta í heild er ekki hægt að skipta og slíkir hlutar eru kallaðir eðlislægir hlutar. Þá hluta sem ekki eru eðlislægir getum við kallað tilfallandi. Dæmi um tilfallandi hluta eru dekk á bílum, hár á fólki og þök á húsum.



Nú getum við spurt hvort heilinn sé eðlislægur hluti hverrar manneskju eða hvort hann sé einungis tilfallandi hluti sem megi hugsa sér að skipta um á sambærilegan hátt og skipt er um hjarta og lungu. Setjum sem svo að heili hverrar manneskju sé eðlislægur hluti hennar. Í dæmisögunni að ofan af Jóni og Pétri þýddi það að Jón lifði ekki af heilaígræðsluna. Annað hvort fengi Pétur nýjan líkama eða það yrði til nýr einstaklingur. Ef heilinn er eini eðlislægi hluti hverrar manneskju þá lifði Pétur af heilaígræðsluna, en ef fleiri hlutar manneskjunnar eru eðlislægir þá yrði til nýr einstaklingur við það að græða heila Péturs í líkama Jóns.

Gefum okkur nú að einungis heilinn sé eðlislægur hluti hverrar manneskju. Þá vaknar spurningin hvers vegna heilinn sé svo mikilvægur en til dæmis hjartað ekki. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að heilinn sé líffæri hugarstarfseminnar og að það sé sú starfsemi annarri fremur sem geri okkur að þeim einstaklingum sem við erum. En ef hugarstarfsemin er það sem máli skiptir og heilinn er líffæri hennar, er heilinn þá eðlislægur eftir allt saman?

Kannski mætti hugsa sér að flytja hugarstarfsemina úr einni manneskju í aðra án þess að flytja heilann, með einhverskonar afritun eða heilaþvotti. Slíkur flutningur væri þá kannski sambærilegur við að harður diskur í einni tölvu væri afritaður á harðan disk í annarri tölvu. En ef það er hugarstarfsemin sem máli skiptir og ef það má hugsa sér að afrita hana, í einhverjum skilningi þess orðs, þá virðist líka mögulegt að hafa tvö eintök af sömu manneskjunni, til dæmis annað á Ísafirði en hitt í Vestmannaeyjum. En það getur ekki verið mögulegt til dæmis vegna þess að fljótlega myndi hugarstarfsemi þess á Ísafirði verða öðruvísi en hins í Vestmannaeyjum.

Heimspekingar hafa velt spurningum eins og þessum fyrir sér í að minnsta kosti rúm 2000 ár. Sumir hafa hallast að þeirri niðurstöðu að hugmyndin um venjulega efnislega hluti sé hillingar einar en aðrir vilja hafa þessar spurningar til marks um takmarkanir mannlegrar hugsunar. En þótt spurningar um samsemd efnislegra hluta verði kannski fyrst knýjandi þegar við hugsum okkur kringumstæður eins og í dæmisögunni af Jóni og Pétri hér að ofan, þá má ekki gleyma því að þessar spurningar vakna einnig í hversdagslegu samhengi. Á Húsavík gekk eitt sinn sú saga að ein forláta stunguskófla þar í bæ væri að minnsta kosti 150 ára gömul, en það fylgdi sögunni að þrisvar sinnum hafði verið skipt um skaft á henni og tvisvar um blað.

Sjá einnig:



Mynd 1: Lifandi heili á segulhermumynd (MRI, Magnetic Resonance Imaging) á vefsetrinu ShuffleBrain

Mynd 2: Úr kvikmyndinni Men in Black (HB)

Mynd 3: HB...