Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 16:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 12:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:21 • Síðdegis: 19:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:07 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 16:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 12:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:21 • Síðdegis: 19:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:07 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða frumulíffæri eru í lifrarfrumu og hvernig starfa þau?

Sverrir Harðarson

Flestar frumur líkamans hafa að miklu leyti sömu frumulíffæri en fjöldi þeirra og umfang er mismunandi og háð starfsemi og sérhæfingu frumunnar.

Lifrin er helsta efnaverksmiðja líkamans og frumulíffærin í lifrarfrumum endurspeglar þessa starfsemi. Kjarninn er stór og hnöttóttur með laust pökkuðu litni og áberandi kjarnakorni. Þetta útlit endurspeglar mikla umritun á DNA. Frumurnar hafa ríkulegt gróft og slétt frymisnet og vel þroskað Golgi-kerfi. Í lifrinni er framleiddur mikill hluti þeirra próteina sem eru í blóði (plasma). Gróft frymisnet og Golgi-kerfi gegna lykilhlutverki við þessa framleiðslu. Slétta frymisnetið er meðal annars mikilvægt í efnaskiptum fituefna og sykrunga, afeitrun ýmissa efna sem berast inn í líkamann, við myndun galls og útskilnað gallrauða (bilirubins).

Mikill fjöldi lysosoma eða meltikorna er í lifrinni, en þau hafa hlutverk við niðurbrot frumuhluta og ýmissa stórsameinda. Peroxisome eða oxunarkorn eru einnig í lifrinni en þau hafa hlutverki að gegna í niðurbroti langra fitusýra og við oxun þar sem súrefni er notað beint. Þessi flóknu efnaskipti eru orkufrek sem endurspeglast í miklum fjölda hvatbera (orkukorna).

Lesefni:

Alberts: Molecular Biology of the Cell.

Stevens: Human histology.

Höfundur

Rannsóknarstofu Háskólans í Meinafræði

Útgáfudagur

26.6.2001

Spyrjandi

Inga Sigríður Árnadóttir

Tilvísun

Sverrir Harðarson. „Hvaða frumulíffæri eru í lifrarfrumu og hvernig starfa þau?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2001, sótt 15. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=1741.

Sverrir Harðarson. (2001, 26. júní). Hvaða frumulíffæri eru í lifrarfrumu og hvernig starfa þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1741

Sverrir Harðarson. „Hvaða frumulíffæri eru í lifrarfrumu og hvernig starfa þau?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2001. Vefsíða. 15. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1741>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða frumulíffæri eru í lifrarfrumu og hvernig starfa þau?
Flestar frumur líkamans hafa að miklu leyti sömu frumulíffæri en fjöldi þeirra og umfang er mismunandi og háð starfsemi og sérhæfingu frumunnar.

Lifrin er helsta efnaverksmiðja líkamans og frumulíffærin í lifrarfrumum endurspeglar þessa starfsemi. Kjarninn er stór og hnöttóttur með laust pökkuðu litni og áberandi kjarnakorni. Þetta útlit endurspeglar mikla umritun á DNA. Frumurnar hafa ríkulegt gróft og slétt frymisnet og vel þroskað Golgi-kerfi. Í lifrinni er framleiddur mikill hluti þeirra próteina sem eru í blóði (plasma). Gróft frymisnet og Golgi-kerfi gegna lykilhlutverki við þessa framleiðslu. Slétta frymisnetið er meðal annars mikilvægt í efnaskiptum fituefna og sykrunga, afeitrun ýmissa efna sem berast inn í líkamann, við myndun galls og útskilnað gallrauða (bilirubins).

Mikill fjöldi lysosoma eða meltikorna er í lifrinni, en þau hafa hlutverk við niðurbrot frumuhluta og ýmissa stórsameinda. Peroxisome eða oxunarkorn eru einnig í lifrinni en þau hafa hlutverki að gegna í niðurbroti langra fitusýra og við oxun þar sem súrefni er notað beint. Þessi flóknu efnaskipti eru orkufrek sem endurspeglast í miklum fjölda hvatbera (orkukorna).

Lesefni:

Alberts: Molecular Biology of the Cell.

Stevens: Human histology.

...