Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?

Vilhjálmur Árnason

Gríska hugtakið evþanasia þýðir einfaldlega góður dauðdagi. Ég tengi þessa hugmynd einna helst við það þegar gamalt fólk fær hæglátan dauða í svefni í heimahúsi. Það er svo heppið að deyja Drottni sínum þjáningalaust og án afskipta heilbrigðisstétta, ef svo má segja.

Tilvik af þessu tagi eru aftur á móti sjaldgæf nú á dögum, enda ekki átt við þau þegar talað er um evþanasia. Hugtakið er nú nær eingöngu notað um tilvik þar sem heilbrigðisstéttir fá einhverju um það ráðið hvort sjúklingur deyr eða ekki. Þegar deyjandi manneskjur hafa komist undir læknishendur á tæknivæddum sjúkrahúsum nútímans er oft hægt að halda í þeim lífinu og það stundum gert, jafnvel löngu eftir að allar batalíkur og vonir um að sjúklingur geti notið nokkurra lífsgæða eru úr sögunni. Sjúklingi er þá varnað að deyja — líftórunni er haldið í honum með tækjabúnaði sem hindrar það eitt að lífið fjari út því að það er úti öll von um bata.

Í svona tilvikum sýnist mér vera hægt að tala um líknardauða ef þessum tæknilegum aðgerðum væri hætt og viðkomandi leyft að deyja. Sjúklingurinn er deyjandi og það er ekki í mannlegu valdi að breyta því. Læknisaðgerðir mega sín einskis og það að hætta þeim felur í sér viðurkenningu á takmörkunum læknisstarfsins.

Þegar sjúklingi er „leyft að deyja“ verður þó ávallt að vera ljóst að hann eigi sér ekki batavon og að dauðinn sé honum sjálfum fyrir bestu. Matið á hinu fyrra er læknisfræðilegt og þýðir í raun að frekari læknismeðferð sé orðin sjúklingi gagnslaus. Matið á hinu síðarnefnda, sem kalla mætti líknarregluna, er sérlega vandasamt því að þar geta blandast inn samúðarástæður starfsfólks og aðstandenda sem taka ekki raunsætt mið af ástandi og mögulegum batahorfum sjúklingsins.

Villandi er að tala um líknardráp í tilvikum þar sem sjúklingi er hlíft við gagnslausri eða íþyngjandi læknismeðferð og honum leyft að deyja í friði. Sjúklingurinn er deyjandi og það er ekki í mannlegu valdi að breyta því, en hægt er að veita honum líknarmeðferð sem léttir honum dauðastríðið, til dæmis með því að draga úr kvölum sem hann kann að líða. Í leiðbeiningum Landlæknis og Siðaráðs landlæknis um takmörkun á meðferð við lok lífs (1996) er gerður greinarmunur á fullri meðferð, fullri meðferð að endurlífgun og líknandi meðferð eingöngu. Um það síðastnefnda segir:
Hafi læknir og hjúkrunarfræðingur komist að þeirri niðurstöðu að áframhaldandi meðferð leiðir ekki til bata sjúklings og lengi ekki virkt líf, heldur framlengir aðeins þjáningar og óhjákvæmilega banalegu þá er rétt að sjúklingur fái líknandi meðferð. Þessi fyrirmæli einfalda ákvarðanir varðandi einstaka meðferðarmöguleika með því að gefa til kynna að meðferð sem einungis lengir líf eigi ekki rétt á sér og eingöngu skuli hjúkra og beita meðferð sem líkni sjúklingnum. Þessir sjúklingar eru ekki fluttir á gjörgæsludeild.
Ef líknardrápshugtakið á að hafa einhverja nothæfa merkingu verður að greina það frá svo sjálfsögðum ákvörðunum. Að öðrum kosti virðist sýnt að líknardráp séu örlög langflestra sem deyja á sjúkrahúsum nú á dögum.

Mér virðist drápshugtakið fela það í sér ýmist að maður valdi dauða sjúklingsins með aðgerð (beint líknardráp) eða aðgerðarleysi (óbeint líknardráp). Sá sem líknardrápið fremur ber þá ótvíræða ábyrgð á dauða hins látna. Það á ekki við þegar gagnslausri eða íþyngjandi meðferð deyjandi sjúklings er hætt til að auðvelda honum dauðastríðið.

Ábendingar um íslenskt lesefni:

„Appleton yfirlýsingin: Leiðbeiningar um það hvenær láta megi hjá líða að veita læknisfræðilega meðferð“, Hringborðsumræður Læknablaðsins V. Læknablaðið 75 (1989), s. 303-12.

Björn Björnsson, „Nokkrar hugleiðingar um líknardauða,“ Úlfljótur (1976), s. 172-176.

Erna Haraldsdóttir, „Aðhlynning deyjandi fólks á sjúkradeild“, Tímarit Fhh 7 (1/1990), s. 32-34.

Jónatan Þórmundsson, „Líknardráp“ Úlfljótur (1976), s. 153-171.

Kristján Kristjánsson, „Samráð, virðing, velferð.“ Af tvennu illu (Heimskringla 1997), s. 193-216.

Pálmi V. Jónsson, „Að takmarka meðferð við lok lífs.“ Læknablaðið 75 (1989), s. 179-182.

Páll Skúlason, „Á maður sitt eigið líf?“ Pælingar II. (Eros 1989), s. 39-44.

Vilhjálmur Árnason, „Líknardauði og líknardráp,“ Siðfræði heilbrigðisþjónustu (Háskóli Íslands 1990), s. 55-64.

Vilhjálmur Árnason, Siðfræði lífs og dauða. Háskólaútgáfan 1993/1997.

Þorsteinn Gylfason, Réttlæti og ranglæti (Heimskringla 1998), s. 133-144.

Örn Bjarnason, „Líknardauði,“ Læknablaðið 75 (1989), s. 369-371.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hver eru rök með/móti beinu líknardrápi?

Höfundur

Vilhjálmur Árnason

prófessor emeritus í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

31.5.2001

Spyrjandi

Sigrún Sveinsdóttir

Tilvísun

Vilhjálmur Árnason. „Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1665.

Vilhjálmur Árnason. (2001, 31. maí). Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1665

Vilhjálmur Árnason. „Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1665>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?
Gríska hugtakið evþanasia þýðir einfaldlega góður dauðdagi. Ég tengi þessa hugmynd einna helst við það þegar gamalt fólk fær hæglátan dauða í svefni í heimahúsi. Það er svo heppið að deyja Drottni sínum þjáningalaust og án afskipta heilbrigðisstétta, ef svo má segja.

Tilvik af þessu tagi eru aftur á móti sjaldgæf nú á dögum, enda ekki átt við þau þegar talað er um evþanasia. Hugtakið er nú nær eingöngu notað um tilvik þar sem heilbrigðisstéttir fá einhverju um það ráðið hvort sjúklingur deyr eða ekki. Þegar deyjandi manneskjur hafa komist undir læknishendur á tæknivæddum sjúkrahúsum nútímans er oft hægt að halda í þeim lífinu og það stundum gert, jafnvel löngu eftir að allar batalíkur og vonir um að sjúklingur geti notið nokkurra lífsgæða eru úr sögunni. Sjúklingi er þá varnað að deyja — líftórunni er haldið í honum með tækjabúnaði sem hindrar það eitt að lífið fjari út því að það er úti öll von um bata.

Í svona tilvikum sýnist mér vera hægt að tala um líknardauða ef þessum tæknilegum aðgerðum væri hætt og viðkomandi leyft að deyja. Sjúklingurinn er deyjandi og það er ekki í mannlegu valdi að breyta því. Læknisaðgerðir mega sín einskis og það að hætta þeim felur í sér viðurkenningu á takmörkunum læknisstarfsins.

Þegar sjúklingi er „leyft að deyja“ verður þó ávallt að vera ljóst að hann eigi sér ekki batavon og að dauðinn sé honum sjálfum fyrir bestu. Matið á hinu fyrra er læknisfræðilegt og þýðir í raun að frekari læknismeðferð sé orðin sjúklingi gagnslaus. Matið á hinu síðarnefnda, sem kalla mætti líknarregluna, er sérlega vandasamt því að þar geta blandast inn samúðarástæður starfsfólks og aðstandenda sem taka ekki raunsætt mið af ástandi og mögulegum batahorfum sjúklingsins.

Villandi er að tala um líknardráp í tilvikum þar sem sjúklingi er hlíft við gagnslausri eða íþyngjandi læknismeðferð og honum leyft að deyja í friði. Sjúklingurinn er deyjandi og það er ekki í mannlegu valdi að breyta því, en hægt er að veita honum líknarmeðferð sem léttir honum dauðastríðið, til dæmis með því að draga úr kvölum sem hann kann að líða. Í leiðbeiningum Landlæknis og Siðaráðs landlæknis um takmörkun á meðferð við lok lífs (1996) er gerður greinarmunur á fullri meðferð, fullri meðferð að endurlífgun og líknandi meðferð eingöngu. Um það síðastnefnda segir:
Hafi læknir og hjúkrunarfræðingur komist að þeirri niðurstöðu að áframhaldandi meðferð leiðir ekki til bata sjúklings og lengi ekki virkt líf, heldur framlengir aðeins þjáningar og óhjákvæmilega banalegu þá er rétt að sjúklingur fái líknandi meðferð. Þessi fyrirmæli einfalda ákvarðanir varðandi einstaka meðferðarmöguleika með því að gefa til kynna að meðferð sem einungis lengir líf eigi ekki rétt á sér og eingöngu skuli hjúkra og beita meðferð sem líkni sjúklingnum. Þessir sjúklingar eru ekki fluttir á gjörgæsludeild.
Ef líknardrápshugtakið á að hafa einhverja nothæfa merkingu verður að greina það frá svo sjálfsögðum ákvörðunum. Að öðrum kosti virðist sýnt að líknardráp séu örlög langflestra sem deyja á sjúkrahúsum nú á dögum.

Mér virðist drápshugtakið fela það í sér ýmist að maður valdi dauða sjúklingsins með aðgerð (beint líknardráp) eða aðgerðarleysi (óbeint líknardráp). Sá sem líknardrápið fremur ber þá ótvíræða ábyrgð á dauða hins látna. Það á ekki við þegar gagnslausri eða íþyngjandi meðferð deyjandi sjúklings er hætt til að auðvelda honum dauðastríðið.

Ábendingar um íslenskt lesefni:

„Appleton yfirlýsingin: Leiðbeiningar um það hvenær láta megi hjá líða að veita læknisfræðilega meðferð“, Hringborðsumræður Læknablaðsins V. Læknablaðið 75 (1989), s. 303-12.

Björn Björnsson, „Nokkrar hugleiðingar um líknardauða,“ Úlfljótur (1976), s. 172-176.

Erna Haraldsdóttir, „Aðhlynning deyjandi fólks á sjúkradeild“, Tímarit Fhh 7 (1/1990), s. 32-34.

Jónatan Þórmundsson, „Líknardráp“ Úlfljótur (1976), s. 153-171.

Kristján Kristjánsson, „Samráð, virðing, velferð.“ Af tvennu illu (Heimskringla 1997), s. 193-216.

Pálmi V. Jónsson, „Að takmarka meðferð við lok lífs.“ Læknablaðið 75 (1989), s. 179-182.

Páll Skúlason, „Á maður sitt eigið líf?“ Pælingar II. (Eros 1989), s. 39-44.

Vilhjálmur Árnason, „Líknardauði og líknardráp,“ Siðfræði heilbrigðisþjónustu (Háskóli Íslands 1990), s. 55-64.

Vilhjálmur Árnason, Siðfræði lífs og dauða. Háskólaútgáfan 1993/1997.

Þorsteinn Gylfason, Réttlæti og ranglæti (Heimskringla 1998), s. 133-144.

Örn Bjarnason, „Líknardauði,“ Læknablaðið 75 (1989), s. 369-371.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hver eru rök með/móti beinu líknardrápi?

...