Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er nafnið Tellus (jörðin) komið og hvað heitir tungl okkar á stjörnufræðimáli?

EÖÞ

Nafnið Tellus er komið úr rómverskri goðafræði. Tellus eða Terra Mater (Móðir jörð), eins og hún var líka kölluð, var jarðargyðja. Ef Rómverjar vildu betri uppskeru tilbáðu þeir Tellus. Hof tileinkað henni var reist á Pacis-torgi í Róm árið 268 f.Kr. Eins og flestir rómverskir guðir á Tellus sér hliðstæðu í grísku goðafræðinni, jarðargyðjuna Gaiu. Önnur gyðja sem er ekki fjarri því að vera hliðstæða Tellusar er rómverska frjósemisgyðjan Ceres.



Síðar má segja að Tellus hafi runnið saman við móðurgyðjuna Cybele.

Tunglið er stundum nefnt Luna, þó ekki eingöngu af þeim sem fást við stjörnufræði. Í grískri og rómverskri goðafræði er persónugervingur tunglsins Selena, sem á grísku þýðir einfaldlega tungl. Latneska orðið yfir þessa gyðju er Luna. Hún var tilbeðin á nýju og fullu tungli. Foreldrar Lunu voru Hyperion og Þeia, bæði títanar. Bróðir hennar var sólguðinn Helios og systir hennar Eos (dögunin). Selena var þekkt fyrir ástarævintýri sín, það frægasta var með Endymion en aðrir ástmenn hennar voru til dæmis Seifur og Pan.

Latneska orðið 'luna' um tunglið lifir í rómönskum nútímamálum eins og frönsku: 'lune'. Einnig lifir það í ensku í lýsingarorðinu lunar: 'tungl-, sem tengist tunglinu', saman ber lunar month: tunglmánuður. Tellus lifir einnig í enskum fræðiorðum og terra lifir til dæmis í frönsku ('terre') og í enska lýsingarorðinu terrestrial: jarðneskur.

Heimildir:

Grein um Tellus á Britannica.com

Alfræðiorðabók um goðafræði á vefnum



Mynd: Sibelius-Akatemia

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.5.2001

Spyrjandi

Bjarni Einarsson, f. 1986

Tilvísun

EÖÞ. „Af hverju er nafnið Tellus (jörðin) komið og hvað heitir tungl okkar á stjörnufræðimáli?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1593.

EÖÞ. (2001, 11. maí). Af hverju er nafnið Tellus (jörðin) komið og hvað heitir tungl okkar á stjörnufræðimáli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1593

EÖÞ. „Af hverju er nafnið Tellus (jörðin) komið og hvað heitir tungl okkar á stjörnufræðimáli?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1593>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er nafnið Tellus (jörðin) komið og hvað heitir tungl okkar á stjörnufræðimáli?
Nafnið Tellus er komið úr rómverskri goðafræði. Tellus eða Terra Mater (Móðir jörð), eins og hún var líka kölluð, var jarðargyðja. Ef Rómverjar vildu betri uppskeru tilbáðu þeir Tellus. Hof tileinkað henni var reist á Pacis-torgi í Róm árið 268 f.Kr. Eins og flestir rómverskir guðir á Tellus sér hliðstæðu í grísku goðafræðinni, jarðargyðjuna Gaiu. Önnur gyðja sem er ekki fjarri því að vera hliðstæða Tellusar er rómverska frjósemisgyðjan Ceres.



Síðar má segja að Tellus hafi runnið saman við móðurgyðjuna Cybele.

Tunglið er stundum nefnt Luna, þó ekki eingöngu af þeim sem fást við stjörnufræði. Í grískri og rómverskri goðafræði er persónugervingur tunglsins Selena, sem á grísku þýðir einfaldlega tungl. Latneska orðið yfir þessa gyðju er Luna. Hún var tilbeðin á nýju og fullu tungli. Foreldrar Lunu voru Hyperion og Þeia, bæði títanar. Bróðir hennar var sólguðinn Helios og systir hennar Eos (dögunin). Selena var þekkt fyrir ástarævintýri sín, það frægasta var með Endymion en aðrir ástmenn hennar voru til dæmis Seifur og Pan.

Latneska orðið 'luna' um tunglið lifir í rómönskum nútímamálum eins og frönsku: 'lune'. Einnig lifir það í ensku í lýsingarorðinu lunar: 'tungl-, sem tengist tunglinu', saman ber lunar month: tunglmánuður. Tellus lifir einnig í enskum fræðiorðum og terra lifir til dæmis í frönsku ('terre') og í enska lýsingarorðinu terrestrial: jarðneskur.

Heimildir:

Grein um Tellus á Britannica.com

Alfræðiorðabók um goðafræði á vefnum



Mynd: Sibelius-Akatemia

...