Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðatiltækið „Not until the fat lady sings” og hver er sagan á bak við það?

EÖÞ

Þetta orðatiltæki heyrist gjarnan í bandarískum kvikmyndum og merkir "spyrjum að leikslokum" eða að ekki eigi að fullyrða neitt um úrslit keppni áður en hún er öll. Oft er það notað til að stappa stáli í menn til að þeir gefist ekki upp of fljótt. Upphaflega var orðatiltækið „The opera ain't over till the fat lady sings”. Óperan sem hér er vísað til er líklega Valkyrjan (Die Walküre) eftir Wagner. Í lok hennar syngur Brynhildur „Eldlagið” og léttir þá mjög þeim sem lítið eru gefnir fyrir langar óperur.

Einnig hefur verið bent á orðatiltækið gæti átt rætur sínar að rekja til orðatiltækisins „Church ain't out till the fat lady sings” sem þekkt er í suðurríkjum Bandaríkjanna. Umrætt orðatiltæki er frekar ungt og hefur aðeins verið notað frá áttunda áratug þessarar aldar. Það er notað í ýmsum myndum, til dæmis er sagt að feita konan hafi sungið þegar einhverju lýkur.

Heimild: Gregory Y. Titelman, 1996. Popular Proverbs and Sayings. New York: Gramercy Books.

Eftir að við birtum ofanritað svar barst okkur athugasemd um að umrætt atriði væri alls ekki í Valkyrjunni og að Eldlagið væri heldur ekki heppileg þýðing. Líklega væri vísað til fórnarsenunnar í Ragnarökum Wagners. Við leituðum einnig frekari heimilda um orðtækið og ber þeim alls ekki saman. Stundum er minnst á óperur Wagners en stundum er þetta bara tengt óperum almennt.

Oftast er máltækið eignað íþróttafréttamanninum Dan Cook frá San Antonio, BNA. Vel getur verið að hann hafi útskýrt orðtæki sitt á þann hátt sem við gerðum fyrst; hann hafi einfaldlega ekki þekkt óperur Wagners nægilega vel. Allt eins líklegt er þó að Cook hafi ekki haft neina sérstaka óperu eða tónskáld í huga.

Áhugasömum er bent á hlekkina hér að neðan til að lesa meira um þetta mál:

Phrase Finder Home, Sheffield Hallam University.

Á vefsetri ABC fréttastofunnar

Vefsetur Wiltons um uppruna orða og orðtaka

Á vefsetrinu World Wide Words



Mynd: iclassics.com

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.5.2001

Spyrjandi

Jón Þór Árnason

Tilvísun

EÖÞ. „Hvaðan kemur orðatiltækið „Not until the fat lady sings” og hver er sagan á bak við það?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1591.

EÖÞ. (2001, 11. maí). Hvaðan kemur orðatiltækið „Not until the fat lady sings” og hver er sagan á bak við það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1591

EÖÞ. „Hvaðan kemur orðatiltækið „Not until the fat lady sings” og hver er sagan á bak við það?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1591>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðatiltækið „Not until the fat lady sings” og hver er sagan á bak við það?
Þetta orðatiltæki heyrist gjarnan í bandarískum kvikmyndum og merkir "spyrjum að leikslokum" eða að ekki eigi að fullyrða neitt um úrslit keppni áður en hún er öll. Oft er það notað til að stappa stáli í menn til að þeir gefist ekki upp of fljótt. Upphaflega var orðatiltækið „The opera ain't over till the fat lady sings”. Óperan sem hér er vísað til er líklega Valkyrjan (Die Walküre) eftir Wagner. Í lok hennar syngur Brynhildur „Eldlagið” og léttir þá mjög þeim sem lítið eru gefnir fyrir langar óperur.

Einnig hefur verið bent á orðatiltækið gæti átt rætur sínar að rekja til orðatiltækisins „Church ain't out till the fat lady sings” sem þekkt er í suðurríkjum Bandaríkjanna. Umrætt orðatiltæki er frekar ungt og hefur aðeins verið notað frá áttunda áratug þessarar aldar. Það er notað í ýmsum myndum, til dæmis er sagt að feita konan hafi sungið þegar einhverju lýkur.

Heimild: Gregory Y. Titelman, 1996. Popular Proverbs and Sayings. New York: Gramercy Books.

Eftir að við birtum ofanritað svar barst okkur athugasemd um að umrætt atriði væri alls ekki í Valkyrjunni og að Eldlagið væri heldur ekki heppileg þýðing. Líklega væri vísað til fórnarsenunnar í Ragnarökum Wagners. Við leituðum einnig frekari heimilda um orðtækið og ber þeim alls ekki saman. Stundum er minnst á óperur Wagners en stundum er þetta bara tengt óperum almennt.

Oftast er máltækið eignað íþróttafréttamanninum Dan Cook frá San Antonio, BNA. Vel getur verið að hann hafi útskýrt orðtæki sitt á þann hátt sem við gerðum fyrst; hann hafi einfaldlega ekki þekkt óperur Wagners nægilega vel. Allt eins líklegt er þó að Cook hafi ekki haft neina sérstaka óperu eða tónskáld í huga.

Áhugasömum er bent á hlekkina hér að neðan til að lesa meira um þetta mál:

Phrase Finder Home, Sheffield Hallam University.

Á vefsetri ABC fréttastofunnar

Vefsetur Wiltons um uppruna orða og orðtaka

Á vefsetrinu World Wide Words



Mynd: iclassics.com...