Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um uppruna, aldur og merkingu orðsins „tarot” og hvernig það tengist Tarotspilum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Uppruni tarot-spila er óviss. Þau eru ýmist rakin til Arabíuskagans, Indlands eða Kína. Til Ítalíu bárust þau á 14. öld og þaðan um Evrópu. Þau voru á ítölsku kölluð tarocco, í fleirtölu tarocchi, en frá fleirtölunni er myndin tarot runnin. Tarocco á ítölsku virðist aðeins vera nafnið á spilinu eins og hjá okkur. Orðið er helst tengt arabísku sögninni taraha (með punkti undir t-i og h-i) sem merkir að 'fjarlægja e-ð'. Annað ítalskt heiti á spilunum, naibes (á spænsku naipes) gæti stutt arabískan uppruna. Þá hefðu spilin hugsanlega borist með krossförum til Ítalíu eða með Márum til Spánar í innrás þeirra þar.

Upphaflega voru tarot-spilin 22, þar af 21 með númerum. Aðeins „fíflið”, undanfari gosans, var án númers. Þegar á 14. öld bættust við 56 (stundum 54) spil í fjórum litum eins og eru í spilastokkum í dag en tveir gosar voru í hverjum lit. Þessir fjórir litir ganga undir nöfnunum stafur, sverð, kaleikur og peningar og áttu þeir að tákna bændur, aðalsmenn, presta og kaupmenn. Spilin 22 áttu að tákna fíflið, loddarann, kvenpáfa, keisaraynju, keisara, páfa, elskendur, stríðsvagn, réttlæti, einsetumann, hamingjuhjólið, hugprýði, hengdan mann, dauðann, hófsemi, djöfulinn, turn, stjörnu, tungl, sól, dóm og veröldina.

Sjá einnig Hver teiknaði myndirnar af gosunum, drottningunum og kóngunum á spilin?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.4.2001

Spyrjandi

Ásdís Birgisdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað getið þið sagt mér um uppruna, aldur og merkingu orðsins „tarot” og hvernig það tengist Tarotspilum?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1551.

Guðrún Kvaran. (2001, 30. apríl). Hvað getið þið sagt mér um uppruna, aldur og merkingu orðsins „tarot” og hvernig það tengist Tarotspilum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1551

Guðrún Kvaran. „Hvað getið þið sagt mér um uppruna, aldur og merkingu orðsins „tarot” og hvernig það tengist Tarotspilum?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1551>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um uppruna, aldur og merkingu orðsins „tarot” og hvernig það tengist Tarotspilum?
Uppruni tarot-spila er óviss. Þau eru ýmist rakin til Arabíuskagans, Indlands eða Kína. Til Ítalíu bárust þau á 14. öld og þaðan um Evrópu. Þau voru á ítölsku kölluð tarocco, í fleirtölu tarocchi, en frá fleirtölunni er myndin tarot runnin. Tarocco á ítölsku virðist aðeins vera nafnið á spilinu eins og hjá okkur. Orðið er helst tengt arabísku sögninni taraha (með punkti undir t-i og h-i) sem merkir að 'fjarlægja e-ð'. Annað ítalskt heiti á spilunum, naibes (á spænsku naipes) gæti stutt arabískan uppruna. Þá hefðu spilin hugsanlega borist með krossförum til Ítalíu eða með Márum til Spánar í innrás þeirra þar.

Upphaflega voru tarot-spilin 22, þar af 21 með númerum. Aðeins „fíflið”, undanfari gosans, var án númers. Þegar á 14. öld bættust við 56 (stundum 54) spil í fjórum litum eins og eru í spilastokkum í dag en tveir gosar voru í hverjum lit. Þessir fjórir litir ganga undir nöfnunum stafur, sverð, kaleikur og peningar og áttu þeir að tákna bændur, aðalsmenn, presta og kaupmenn. Spilin 22 áttu að tákna fíflið, loddarann, kvenpáfa, keisaraynju, keisara, páfa, elskendur, stríðsvagn, réttlæti, einsetumann, hamingjuhjólið, hugprýði, hengdan mann, dauðann, hófsemi, djöfulinn, turn, stjörnu, tungl, sól, dóm og veröldina.

Sjá einnig Hver teiknaði myndirnar af gosunum, drottningunum og kóngunum á spilin?

...