Þegar fiskar af ætt vartara sofa koma þeir sér fyrir í klettum, liggja þar og hreyfa ugganna þannig að þeir virðist liggja og fylgjast með umhverfi sínu. Fjölmargar tegundir ferskvatnsfiska (meðal annars geddur) synda undir árbakka eða tré yfir daginn og sofa þar. Ef fylgst er með atferli gullfiska kemur greinilega í ljós að þeir eru ekki jafn iðnir við sund og át í myrkri eins og í dagsljósi. Þeir koma sér heldur fyrir á botninum við einhverja gervijurtina og hafa þar hægt um sig. Þeir eru í raun í svefnástandi. Lesendur geta sjálfir gert svona athuganir með vasaljósi! Fiskar virðast kannski ekki sofa því þeir eru alltaf með augun opin. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að þeir hafa ekki augnlok.
Þegar fiskar af ætt vartara sofa koma þeir sér fyrir í klettum, liggja þar og hreyfa ugganna þannig að þeir virðist liggja og fylgjast með umhverfi sínu. Fjölmargar tegundir ferskvatnsfiska (meðal annars geddur) synda undir árbakka eða tré yfir daginn og sofa þar. Ef fylgst er með atferli gullfiska kemur greinilega í ljós að þeir eru ekki jafn iðnir við sund og át í myrkri eins og í dagsljósi. Þeir koma sér heldur fyrir á botninum við einhverja gervijurtina og hafa þar hægt um sig. Þeir eru í raun í svefnástandi. Lesendur geta sjálfir gert svona athuganir með vasaljósi! Fiskar virðast kannski ekki sofa því þeir eru alltaf með augun opin. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að þeir hafa ekki augnlok.