Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Eins og fram kemur í Almanaki Háskólans og víðar er danskt fet 31,39 cm. Það er þannig ívið lengra en bresk-bandarískt fet (foot, fleirtala feet, skammstafað ft) sem er 30,48 cm. Tvö dönsk fet eru í danskri alin sem er 62,77 cm. Í bresk-bandarísku feti eru 12 þumlungar eða tommur (inch, fleirtala inches, skammstafað in) og slíkur þumlungur er 2,54 cm.
Í greininni "Álnir og kvarðar" eftir Gísla Gestsson í Árbók hins íslenzka fornleifafélags frá 1968, bls. 45-78, er ýmsan fróðleik að finna um lengdarmál á Íslandi fyrr á öldum og um mikilvægustu lengdareininguna, sem var álnin svo sem kunnugt er. Þarna kemur til dæmis fram að danskar álnir voru lögálnir hér á landi frá 1776 til 1910 en voru þó notaðar enn lengur. Fetið sem áður var nefnt hefur þá væntanlega einnig verið notað sem hálf alin. Lengd íslenskrar álnar hefur hins vegar verið nokkuð á reiki í aldanna rás og þarf aðgæslu við þegar menn vilja gera útreikninga með henni. Þannig segir Gísli til dæmis að 1 alin hafi um aldamótin 1800 getað þýtt allt frá 54 upp í 62,77 cm.
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er danskt fet margir sentímetrar?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1292.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 24. janúar). Hvað er danskt fet margir sentímetrar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1292
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er danskt fet margir sentímetrar?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1292>.