Er hægt að búa til lyf gegn veikinni Alzheimer, með því að genabreyta hákörlum og þá nota efnið úr heila þeirra (eins og í bíómyndinni Deep Blue Sea)?Ég vil taka strax fram að ég hef ekki séð umrædda bíómynd og veit því ekki nákvæmlega hvað þar er gert. Ég geri hins vegar ráð fyrir því að um sé að ræða skáldskap sem eigi sér ekki stoð í veruleikanum en flokkist frekar undir vangaveltur um hvað verði hægt að gera í framtíðinni. Vitað er að í sjúkdómi Alzheimers er skortur á taugaboðefninu acetýlkólíni í vissum hluta heilans og einnig verða þar útfellingar á afbrigðilegum próteinum sem virðast valda skemmdum á taugafrumum. Þetta skýrir þó ekki orsök sjúkdómsins og ekki gang hans að öllu leyti. Talið er að 15-20% tilfella stafi af erfðagalla en afgangurinn er einnig háður erfðum að einhverju leyti. Þekkt eru meingen (gen eða erfðastofnar sem auka hættu á sjúkdómi) sem virðast tengd sjúkdómnum. Hér skipta erfðir því miklu máli en einnig einhverjir umhverfisþættir sem eru þó enn óþekktir.
- Hvað eru öldrunarsjúkdómar? eftir Pálma V. Jónsson
- Af hverju fær fólk Alzheimer? Og af hverju er sjúkdómurinn ættgengur? eftir HMS
- Af hverju man fólk með Alzheimer hvað það gerði fyrir 50 árum, en ekki hvað það borðaði í morgunmat? eftir Jón Snædal
- Wikipedia.com - shortfin mako shark. Sótt 15.11.2010.