Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp gleraugun?

ÖJ

Elsta ritaða heimild um notkun glerlinsa er eftir Roger Bacon frá 1268. En vitað er að á þeim tíma var þegar farið að nota stækkunarlinsur, settar í ramma, til lestrar bæði í Evrópu og Kína. Þó er umdeilt á hvorum staðnum þessi tækni er upprunnin.

Í Evrópu komu gleraugu fyrst fyrir á Ítalíu að frumkvæði Alessandro di Spina í Flórens. Fyrsta málverkið sem sýnir mann með gleraugu er af Hugh frá Provence og er eftir Tommaso da Modena, málað 1352. Árið 1480 málaði Domenico Ghirlandajo heilagan Jeremías með gleraugu. Eftir það varð heilagur Jeremías verndardýrlingur gildis gleraugnasmiða. Í upphafi voru gleraugu aðeins til við fjarsýni. Elsta heimild um gleraugu við nærsýni er málverk af Leó X páfa, sem Rafael málaði 1517. Árið 1784 fann Benjamin Franklin svo upp tvískipt gleraugu, þar sem helmingur linsunnar er til þess að horfa langt frá sér en hinn helmingurinn til að horfa nær sér.

Upphaflega voru gleraugu úr glærum kristöllum en aukin eftirspurn leiddi til þess að farið var að nota gler. Síðar hafa ýmsar smávægilegar breytingar verið gerðar á gleraugum, til dæmis er eiginleikum glersins breytt með því að bæta efnum í það og stundum er það húðað með magnesínflúoríði til að koma í veg fyrir speglun. Nýlega hefur plast verið tekið í notkun við gleraugnagerð í stað glers. Það hefur þann kost að vera léttara en gler en á hinn bóginn rispast það frekar.



Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimild: Britannica

Mynd: Gleraugu af Wikipedia - Sótt 28.07.10

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

27.12.2000

Síðast uppfært

25.7.2017

Spyrjandi

Dagbjört Elín Ármannsd, Dísella Carmen Hermannsdóttir

Tilvísun

ÖJ. „Hver fann upp gleraugun?“ Vísindavefurinn, 27. desember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1249.

ÖJ. (2000, 27. desember). Hver fann upp gleraugun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1249

ÖJ. „Hver fann upp gleraugun?“ Vísindavefurinn. 27. des. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1249>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp gleraugun?
Elsta ritaða heimild um notkun glerlinsa er eftir Roger Bacon frá 1268. En vitað er að á þeim tíma var þegar farið að nota stækkunarlinsur, settar í ramma, til lestrar bæði í Evrópu og Kína. Þó er umdeilt á hvorum staðnum þessi tækni er upprunnin.

Í Evrópu komu gleraugu fyrst fyrir á Ítalíu að frumkvæði Alessandro di Spina í Flórens. Fyrsta málverkið sem sýnir mann með gleraugu er af Hugh frá Provence og er eftir Tommaso da Modena, málað 1352. Árið 1480 málaði Domenico Ghirlandajo heilagan Jeremías með gleraugu. Eftir það varð heilagur Jeremías verndardýrlingur gildis gleraugnasmiða. Í upphafi voru gleraugu aðeins til við fjarsýni. Elsta heimild um gleraugu við nærsýni er málverk af Leó X páfa, sem Rafael málaði 1517. Árið 1784 fann Benjamin Franklin svo upp tvískipt gleraugu, þar sem helmingur linsunnar er til þess að horfa langt frá sér en hinn helmingurinn til að horfa nær sér.

Upphaflega voru gleraugu úr glærum kristöllum en aukin eftirspurn leiddi til þess að farið var að nota gler. Síðar hafa ýmsar smávægilegar breytingar verið gerðar á gleraugum, til dæmis er eiginleikum glersins breytt með því að bæta efnum í það og stundum er það húðað með magnesínflúoríði til að koma í veg fyrir speglun. Nýlega hefur plast verið tekið í notkun við gleraugnagerð í stað glers. Það hefur þann kost að vera léttara en gler en á hinn bóginn rispast það frekar.



Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimild: Britannica

Mynd: Gleraugu af Wikipedia - Sótt 28.07.10...