Sagt er að nýja alþjóðlega geimstöðin verði bjartasti hluturinn á næturhimninum á eftir Tunglinu og stjörnunni Síríus. Verður hægt að sjá geimstöðina frá Íslandi?Bjartur hlutur langt frá jörð er í stórum dráttum ekki síður sýnilegur frá Íslandi en annars staðar á jörðinni. Hæð geimstöðvarinnar er hins vegar aðeins um 370 km og því er verulegur munur á fjarlægð hennar frá mismunandi stöðum. Auk þess er mesta landfræðileg breidd hennar aðeins um 52° til norðurs eða suðurs, þannig að hún fer aldrei yfir Ísland og kemst raunar ekki hátt á himni héðan að sjá. Hún kemst aldrei nærri því jafnnálægt okkur og þeim sem búa innan fyrrgreindra breiddarmarka. Þó að hún verði með björtustu hlutum á næturhimninum á svæðum sem hún er að ganga yfir á hverjum tíma, þá verður hún það aldrei héðan að sjá. Svarið við spurningunni er já; það er og verður hægt að sjá geimstöðina stöku sinnum frá Íslandi við hagstæð skilyrði, en það verður ekki oft.
Verður hægt að sjá nýju alþjóðlegu geimstöðina frá Íslandi?
Útgáfudagur
8.12.2000
Spyrjandi
Þórunn Benediktsdóttir
Tilvísun
ÞV. „Verður hægt að sjá nýju alþjóðlegu geimstöðina frá Íslandi?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1227.
ÞV. (2000, 8. desember). Verður hægt að sjá nýju alþjóðlegu geimstöðina frá Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1227
ÞV. „Verður hægt að sjá nýju alþjóðlegu geimstöðina frá Íslandi?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1227>.