Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Litir kirkjunnar eru kallaðir litir kirkjuársins. Þeir eru þessir: Hvítur, rauður, fjólublár, grænn og svartur. Hvíti liturinn (sem líka getur verið gylltur) er notaður á stórhátíðum kirkjunnar, eða Krists-hátíðum, sem eru jól og páskar. Jólatíminn nær til þrettándans en páskatíminn nær til hvítasunnu.
Litur hvítasunnunnar er rauður. Það er litur heilags anda. Fjólublár er litur föstu og iðrunar. Föstutíminn er aðventan, eða jólafastan, og sjö vikur fyrir páska, en reyndar breytist liturinn ekki fyrr en á öskudag sem er fyrsti miðvikudagur í föstu. Grænn er tími sumarsins og sunnudaganna eftir hvítasunnu, eða eftir þrenningarhátíð, allt til aðventu en einnig tímans eftir þrettánda þar til föstuliturinn tekur við. Ýmsar hátíðir hafa auk þess sinn sérstaka lit en það er ávallt einn af þeim sem nefndur var. Svartur litur er einungis notaður á föstudaginn langa og svo við útfarir.
Kristján Valur Ingólfsson. „Af hverju er presturinn í mismunandi fatalitum eftir árstíma?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1141.
Kristján Valur Ingólfsson. (2000, 20. nóvember). Af hverju er presturinn í mismunandi fatalitum eftir árstíma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1141
Kristján Valur Ingólfsson. „Af hverju er presturinn í mismunandi fatalitum eftir árstíma?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1141>.