Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær dó heilagur Valentínus? Hverrar trúar var hann?

HMH

Heilagur Valentínus er nafn yfir tvo, eða jafnvel þrjá, píslarvotta í sögu kirkjunnar. Annar var rómverskur prestur og læknir sem varð fyrir barðinu á Kládíusi II, Rómakeisara, í ofsóknum hans á kristnum mönnum. Hinn var biskupinn af Terní á Ítalíu. Mögulegt er að sögurnar af þessum tveimur mönnum eigi uppruna sinn í einum og sama atburðinum en hafi brenglast í gegnum tíðina. Um þriðja manninn er lítið vitað annað en að hann á að hafa dáið í Afríku.

Heimildir eru sem sagt óljósar og ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær Valentínus dó, hvort sem hann var einn maður, tveir eða þrír. En sennilegt tímabil er valdatími fyrrnefnds Kládíusar II, 268—270 eftir Krist. Og Valentínus var kristinn.

Valentínusardagur sem svo er nefndur og haldinn hátíðlegur sem dagur kærustupara á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Síðar virðast Bandaríkjamenn hafa verið einna iðnastir við að halda uppi merkjum þessa dags. Hefðir í kringum daginn, sem að nokkru leyti hefur rekið á fjörur Íslendinga, virðast ekkert hafa að gera með dýrlingana sem báru nafnið Valentínus.

Heimild:

Britannica.com

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.11.2000

Spyrjandi

Margrét E Ólafsdóttir

Tilvísun

HMH. „Hvenær dó heilagur Valentínus? Hverrar trúar var hann?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2000, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1104.

HMH. (2000, 8. nóvember). Hvenær dó heilagur Valentínus? Hverrar trúar var hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1104

HMH. „Hvenær dó heilagur Valentínus? Hverrar trúar var hann?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2000. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1104>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær dó heilagur Valentínus? Hverrar trúar var hann?
Heilagur Valentínus er nafn yfir tvo, eða jafnvel þrjá, píslarvotta í sögu kirkjunnar. Annar var rómverskur prestur og læknir sem varð fyrir barðinu á Kládíusi II, Rómakeisara, í ofsóknum hans á kristnum mönnum. Hinn var biskupinn af Terní á Ítalíu. Mögulegt er að sögurnar af þessum tveimur mönnum eigi uppruna sinn í einum og sama atburðinum en hafi brenglast í gegnum tíðina. Um þriðja manninn er lítið vitað annað en að hann á að hafa dáið í Afríku.

Heimildir eru sem sagt óljósar og ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær Valentínus dó, hvort sem hann var einn maður, tveir eða þrír. En sennilegt tímabil er valdatími fyrrnefnds Kládíusar II, 268—270 eftir Krist. Og Valentínus var kristinn.

Valentínusardagur sem svo er nefndur og haldinn hátíðlegur sem dagur kærustupara á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Síðar virðast Bandaríkjamenn hafa verið einna iðnastir við að halda uppi merkjum þessa dags. Hefðir í kringum daginn, sem að nokkru leyti hefur rekið á fjörur Íslendinga, virðast ekkert hafa að gera með dýrlingana sem báru nafnið Valentínus.

Heimild:

Britannica.com...