Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Í aðalatriðum er svarið já: Ef lofthjúpur er á tiltekinni reikistjörnu eða tungli í sólkerfi þá er þar líka nær alltaf "veður" í þeim skilningi sem eðlilegt er að leggja í það orð.


Það sem við köllum veður er í rauninni hreyfingar og aðrar breytingar í lofthjúpnum kringum okkur. Vindurinn er í rauninni loftstraumur eða hreyfing lofthjúpsins en auk þess hitnar loftið og kólnar á víxl. Eins og lesa má um í öðrum svörum á Vísindavefnum veldur þetta tvennt, straumur og hitabreytingar, síðan öðrum tengdum fyrirbærum eins og eldingu og skýjamyndun, rigningu og snjókomu.

Frumorsök þessara fyrirbæra, aflið sem knýr þau áfram, er sólargeislunin sem fellur á jörðina og lofthjúpinn. Þessari geislun er mjög misskipt eftir stöðum á jörðinni. Miklu meiri geislun fellur á flatareiningu sem snýr beint að sól en á aðra sem vísar mjög á ská miðað við sólina. Loftið á fyrri staðnum verður því miklu heitara en á þeim síðari. Þess vegna er hlýrra við miðbaug en hér á norðurslóðum og líka hlýrra hér á sumrum en vetrum. Sömuleiðis er þetta ástæðan til þess að yfirleitt er hlýjast upp úr hádegi á hverjum degi, einkum þó ef sólar nýtur við.

En þessi mishitun veldur meðal annars mismunandi þrýstingi og þéttleika í lofthjúpnum. Heitt loft er sem kunnugt er léttara en kalt og leitar því upp á við en kaldara loft kemur í staðinn. Þannig verður vindurinn til, alveg á sama hátt og þegar heita loftið frá miðstöðvarofni í stofunni heima hjá okkur leitar upp á við og getur valdið dragsúg með gólfinu, til dæmis ef ofninn er gegnt glugganum.

Lofthjúp er að finna á langflestum reikistjörnum í sólkerfi okkar og líka á meiri háttar tunglum. Engin ástæða er til að ætla annað en að þetta eigi líka við um reikistjörnur og tungl í öðrum sólkerfum. Þessir himinhnettir eru líka kúlulaga og því mishitnar lofthjúpur þeirra á sama hátt og loftið hér hjá okkur, eftir því hvernig hinir ýmsu staðir snúa við sólstjörnunni á hverjum tíma.

Þannig getum við svarað því með fullri vissu að veður er að finna á nær öllum reikistjörnum og tunglum himingeimsins sem hafa á annað borð lofthjúp. Þessi veður kunna hins vegar að vera býsna ólík því sem við þekkjum, til dæmis eftir snúningstíma reikistjörnu eða tungls miðað við sól, möndulhalla og gegnsæi lofthjúpsins og að öðru leyti eftir efnunum sem í honum eru.

Menn telja sig nú á dögum vita ýmislegt um veður og vinda á reikistjörnum eins og Mars, Júpíter, Satúrnusi, Neptúnusi, og Úranusi. Frægasta dæmið um fyrirbæri utan jarðar sem tengist "veðri" er væntanlega rauði bletturinn á Júpíter. Um þessi einstöku dæmi má lesa í heimildum þar sem fjallað er um viðkomandi hnetti.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

24.10.2000

Spyrjandi

Steinunn Kolbeinsdóttir, Hildur Ingólfs, Ágústa Tryggvadóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum?“ Vísindavefurinn, 24. október 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1036.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 24. október). Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1036

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1036>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum?
Í aðalatriðum er svarið já: Ef lofthjúpur er á tiltekinni reikistjörnu eða tungli í sólkerfi þá er þar líka nær alltaf "veður" í þeim skilningi sem eðlilegt er að leggja í það orð.


Það sem við köllum veður er í rauninni hreyfingar og aðrar breytingar í lofthjúpnum kringum okkur. Vindurinn er í rauninni loftstraumur eða hreyfing lofthjúpsins en auk þess hitnar loftið og kólnar á víxl. Eins og lesa má um í öðrum svörum á Vísindavefnum veldur þetta tvennt, straumur og hitabreytingar, síðan öðrum tengdum fyrirbærum eins og eldingu og skýjamyndun, rigningu og snjókomu.

Frumorsök þessara fyrirbæra, aflið sem knýr þau áfram, er sólargeislunin sem fellur á jörðina og lofthjúpinn. Þessari geislun er mjög misskipt eftir stöðum á jörðinni. Miklu meiri geislun fellur á flatareiningu sem snýr beint að sól en á aðra sem vísar mjög á ská miðað við sólina. Loftið á fyrri staðnum verður því miklu heitara en á þeim síðari. Þess vegna er hlýrra við miðbaug en hér á norðurslóðum og líka hlýrra hér á sumrum en vetrum. Sömuleiðis er þetta ástæðan til þess að yfirleitt er hlýjast upp úr hádegi á hverjum degi, einkum þó ef sólar nýtur við.

En þessi mishitun veldur meðal annars mismunandi þrýstingi og þéttleika í lofthjúpnum. Heitt loft er sem kunnugt er léttara en kalt og leitar því upp á við en kaldara loft kemur í staðinn. Þannig verður vindurinn til, alveg á sama hátt og þegar heita loftið frá miðstöðvarofni í stofunni heima hjá okkur leitar upp á við og getur valdið dragsúg með gólfinu, til dæmis ef ofninn er gegnt glugganum.

Lofthjúp er að finna á langflestum reikistjörnum í sólkerfi okkar og líka á meiri háttar tunglum. Engin ástæða er til að ætla annað en að þetta eigi líka við um reikistjörnur og tungl í öðrum sólkerfum. Þessir himinhnettir eru líka kúlulaga og því mishitnar lofthjúpur þeirra á sama hátt og loftið hér hjá okkur, eftir því hvernig hinir ýmsu staðir snúa við sólstjörnunni á hverjum tíma.

Þannig getum við svarað því með fullri vissu að veður er að finna á nær öllum reikistjörnum og tunglum himingeimsins sem hafa á annað borð lofthjúp. Þessi veður kunna hins vegar að vera býsna ólík því sem við þekkjum, til dæmis eftir snúningstíma reikistjörnu eða tungls miðað við sól, möndulhalla og gegnsæi lofthjúpsins og að öðru leyti eftir efnunum sem í honum eru.

Menn telja sig nú á dögum vita ýmislegt um veður og vinda á reikistjörnum eins og Mars, Júpíter, Satúrnusi, Neptúnusi, og Úranusi. Frægasta dæmið um fyrirbæri utan jarðar sem tengist "veðri" er væntanlega rauði bletturinn á Júpíter. Um þessi einstöku dæmi má lesa í heimildum þar sem fjallað er um viðkomandi hnetti....