Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 90 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru helstu rökin fyrir því að fallbeygja erlend eftirnöfn (t.d. þegar rætt er um hugmyndir Darwins) og því að láta eftirnafnið standa óbeygt?

Erlent nafnakerfi er frábrugðið því íslenska að því leyti að hérlendis tíðkast að nefna fólk með eiginnafni en erlendis með eftirnafni, eða eiginnafni og eftirnafni, nema um kunningja sé að ræða. Ekki er vaninn að nefna fólk hérlendis með ættarnafni og tala t.d. um verk Thomsens þegar átt er við Grím Thomsen eða l...

category-iconHugvísindi

Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?

Tímaritið Eimreiðin kom út í Kaupmannahöfn 1895-1918 og síðan í Reykjavík frá 1918-1975. Valtýr Guðmundsson (1860-1928) stofnaði tímaritið og ritstýrði því til 1918. Í Eimreiðinni voru birtar sögur, ljóð, greinar um bókmenntir og ýmis málefni. Í fyrsta tölublaði Eimreiðarinnar er meðal annars kvæðið „Braut...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar skáld var William Blake?

Það er erfitt að setja merkimiða á William Blake (1757-1827) og segja má að hann tilheyri hvorki ákveðnu tímabili í skáldskap né fylgi ákveðinni stefnu í ljóðlist. Hann var sannarlega sér á báti í ljóðagerð sinni og naut takmarkaðrar hylli meðal samtímamanna sinna, sem töldu Blake vera furðufugl fremur en alvarleg...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvar finn ég ljóð eða aðra texta á esperantó til að lesa?

Pólski augnlæknirinn Ludwik Lejzer Zamenhof (1859-1917) bjó til tungumálið esperantó árið 1887. Það átti að verða hlutlaust alþjóðamál sem þjóðir heims gætu sameinast um að nota í samskiptum. Hægt er að lesa meira um esperantó í svari Steinþórs Sigurðssonar við spurningunni Hvenær var esperanto búið til og hvað er...

category-iconVísindi almennt

Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst?

Svíinn Alfred Nobel, sem fann meðal annars upp dýnamitið, stofnaði til Nóbelsverðlaunanna í erfðaskrá sinni. Þau voru fyrst afhent árið 1901 í fjórum greinum, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum. Sænska akademían úthlutar þeim. Einnig hafa frá upphafi verið veitt friðarverðlaun samkvæmt ákvörðun norsk...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er blý?

Blý er eitt frumefnanna en svo nefnast þau efni sem öll önnur efni eru samsett úr. Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 talsins. Grunneining frumefna nefnist atóm sem merkir ódeilanlegt en eitt sinn töldu menn að atómið, á íslensku frumeind, væri smæsta byggingareining efnis. Öllum frumefnum er rað...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?

„Gunnarshólmi“ er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845). Ljóðið birtist fyrst í Fjölni árið 1838. Þriðja þríhenda ljóðsins er svona: Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum, þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. Frosti og Fjalar eru dvergar sem koma fyrir í svokölluðu dvergata...

category-iconVísindi almennt

Er hægt að frysta eld?

Samkvæmt þekkingu nútímans er eldur ekki sérstakt efni. Mörg og mismunandi efni geta brunnið og eldurinn er jafnmargvíslegur og efnin. Eldurinn er hins vegar eins konar fyrirbæri eða ástand. Það er hins vegar hægt að frysta efnin sem eru í eldinum á tilteknum tíma. En þá hættir eldurinn augljóslega að vera til ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er skáldskapur?

Orðið 'skáldskapur' merkir nánast 'það sem skáldin skapa'. Flestir tengja skáldskap líklega við það sem menn yrkja, til dæmis ljóð. Í Heimskringlu er sagt frá atgervi Óðins og hvers vegna hann var tignaður. Þar segir meðal annars:hann talaði svo snjallt og slétt að öllum er á heyrðu þótti það eina satt. Mælti hann...

category-iconTrúarbrögð

Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?

Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir hin þekkta ljóðlína „Öxar við ána“?

Þessi ljóðlína er upphaf kvæðisins Þingvallasöngur eftir Steingrím Thorsteinsson (Helgi Helgason samdi lagið). Ljóðið er hvatning til þjóðarinnar um að standa saman og vinna landi sínu gagn. Fyrstu þrjár línurnar eru svona: Öxar við ána árdags í ljóma upp rísi þjóðlið og skipist í sveit Þær eru hugsaðar þ...

category-iconHugvísindi

Hvernig var menningin í Kína á fimmtu öld?

Þrátt fyrir að fimmta öldin í Kína hafi verið undirlögð af borgarastyrjöld og blóðbaði, blómstraði menningarlífið sem aldrei fyrr. Erfitt er að segja til um af hverju þetta stafaði en ef til vill skapaði ástandið nægan efnivið í sögur og listaverk eða þá að afskiptaleysi stjórnvalda, sem voru of upptekin við að ha...

category-iconVísindavefur

Hvenær var Thomas Moore uppi?

Thomas Moore var víðfrægt ljóðskáld og rithöfundur og var uppi frá 1779 til 1852. Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefur þýtt ljóð eftir Moore sem heitir Huldumál. Valdir titlar á verkum sem hafa ekki verið þýdd á íslensku: THE POETICAL WORKS OF THOMAS LITTLE, 1801 EPISTLES, ODES AND OTHER POEMS, 1806 CORRUPTION ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er nýrómantík?

Þegar talað er um nýrómantík í bókmenntum er átt við stefnu sem spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni (e. symbolism) og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma (e. naturalism) sem mikið bar á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti af...

category-iconVísindi almennt

Hvernig er borgaraleg ferming?

Borgaraleg ferming er skilgreind á þennan hátt í Íslenskri orðabók: Hátíðleg athöfn sem ekki tengist kirkju eða kristni en er haldin fyrir börn á fermingaraldri (í kjölfar fræðslu um siðfræðileg og félagsleg efni).Hér skal lítið fjallað um hina kristnu fermingu og samanburð þar á milli en einungis bent á þetta sva...

Fleiri niðurstöður