Eru kynin bara tvö og hver er munurinn á þeim?Stutta svarið við spurningunni er nei. Fjölbreytileiki er mikill í stofni manna og annarra dýra. Eðlilegast er að hugsa um fjölbreytt róf kyntengdra einkenna, frekar en tvö aðgreind kyn. Lengra svar Líffræði kyns er flókin. Kynæxlandi lífverur eru mjög fjölbreyttar í formi og fjölgunaraðferðum. Sumar framleiða jafnstórar kynfrumur, aðrar misstórar. Kynfrumur sumra tegunda geta ekki hreyft sig á meðan kynfrumur annarra geta synt. Syndandi sæðisfrumur eru almennt litlar og í þeim tegundum er yfirleitt mikill stærðarmunur á kynfrumum kynjanna.[1] Mörg dýr styðjast við ytri frjóvgun, en nokkur innri frjóvgun. Sumar plöntur og dýr fjölga sér einu sinni á ævinni, aðrar yfir mörg ár eða aldir, eins og til dæmis risafurur. Einnig er kyn kynæxlandi lífvera fjölþætt, birtist í mismunandi eiginleikum og samræmist ekki einfaldri sýn margra manna á kyn. Tvíkynja dýr eru þekkt, sem og dýr sem skipta um kyn samfara vexti. Af þessu er ljóst að kyn lífvera á jörðinni er fjölbreytt og flókið fyrirbæri.

Risafurur (Sequoiadendron giganteum í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Risafurur geta orðið yfir 3.000 ára gamlar og því dæmi um lífverur sem geta fjölgað sér yfir mjög langt tímabil.
- Kyntengdir eiginleikar dýra eru margir.
- Kyntengdir eiginleikar eru mismunandi einstaklinga á milli.
- Kyntengdir eiginleikar breytast yfir ævina (aðallega við kynþroska, en einnig fram til andláts).

Kynbundnir eiginleikar dýra skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Kvenkyns hýenur hafa hærra testósterón-gildi en karlarnir, og það mótar byggingu þeirra og kynfæri.

Í stofni manna eru margvísleg tilbrigði við alls konar eiginleika, frá hinu algenga til hins mjög sjaldgæfa. Allt eru þetta náttúruleg og þar af leiðandi eðlileg, líffræðileg tilbrigði í stofni manna.
- Ekki er til ein skilgreining á kven- eða karlkyni.
- Við höfum hundruð eða þúsundir kyntengdra einkenna.
- Þessi einkenni eru öll breytileg, það er að segja einstaklingar hafa mismunandi samsetningu kyntengdra einkenna.
- Töluvert margir einstaklingar hafa blöndu kyntengdra líkamlegra einkenna, sem og einnig kynvitund og þrár.
- Meðalmaðurinn (með eitt brjóst og eitt eista) er mýta, fjölbreytileikinn er raunverulegur.
- ^ Um 10.000-faldur munur er á frumum okkar manna. Eggin okkar eru samt fjarska smá, á stærð við punkt í lok setningar í venjulegri bók á meðan egg margra skriðdýra og fugla eru umtalsvert stærri. Meðal margra annarra dýra er minni munur á stærðum sæðis og eggja heldur en hjá mannfólki.
- ^ Er þetta meðfæddur eiginleiki eða lærður? Sama hvort er, þá er þessi tvíhyggja djúpt greypt í sýn okkar á veröldina.
- ^ Ekki farið ítarlega í það hér en mælt með að lesendur skoða svar Þorgerðar Þorvaldsdóttur við spurningunn Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?
- ^ Til dæmis má nefna macrozoospermia sem er gerð ófrjósemi sem verður vegna óvenju stórra sæðisfruma. Þær verða til því að meiósan mistekst og sæðisfruman sem myndast hefur fjögur eintök af öllum litningum sínum, sjá https://medlineplus.gov/genetics/condition/macrozoospermia/.
- ^ Sjá til dæmis Enlarged breasts in men (gynecomastia). Mayo Clinic. https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/gynecomastia/symptoms-causes/syc-20351793
- ^ Sjá Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?
- ^ Tilbrigði við fræga tilvitnun „The average human has one breast and one testicle“ sem eignuð er írska stærðfræðingnum Des MacHale.
- Johnson, J. D., White, N. L., Kangabire, A., & Abrams, D. M. (2021). A dynamical model for the origin of anisogamy. Journal of Theoretical Biology, 521, 110669. https://doi.org/https://doi.org/10.1016/j.jtbi.2021.110669
- Enlarged breasts in men (gynecomastia) - Symptoms and causes. (e.d.). Mayo Clinic. https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/gynecomastia/symptoms-causes/syc-20351793
- Cepelewicz, J. (2024, February 20). Why nature prefers couples, even for yeast. Scientific American. https://www.scientificamerican.com/article/why-nature-prefers-couples-even-for-yeast/
- Constable, G. W. A., & Kokko, H. (2018). The rate of facultative sex governs the number of expected mating types in isogamous species. Nature Ecology & Evolution, 2(7), 1168-1175. https://doi.org/10.1038/s41559-018-0580-9
- Lachance, M. A., Burke, C., Nygard, K., Courchesne, M., & Timoshenko, A. V. (2024). Yeast sexes: mating types do not determine the sexes in Metschnikowia species. FEMS yeast research, 24, foae014. https://doi.org/10.1093/femsyr/foae014
- Macrozoospermia: MedlinePlus Genetics. (e.d.). https://medlineplus.gov/genetics/condition/macrozoospermia/
- Martin Jambon. (2014). Giant redwoods. Flickr. Birt undir CC BY 2.0 leyfi. https://www.flickr.com/photos/mjambon/14524356055/in/photostream/
- 6 Fingers for Flickr's 6th - 6 for 6 To celebrate Flickr's 6… - Flickr. (Sótt 4.03.2025).
- Crocuta_greet - Spotted hyenas greet by sniffing one another… - Flickr. (Sótt 18.03.2025). Myndin er birt undir leyfin Deed - Attribution-NonCommercial-ShareAlike 2.0 Generic - Creative Commons.
- Roman Hermaphrodite Fresco (Illustration) - World History Encyclopedia. (Sótt 18.03.2025).