Sólin Sólin Rís 06:27 • sest 20:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:40 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:29 • Síðdegis: 19:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:27 • sest 20:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:40 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:29 • Síðdegis: 19:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru kynin bara tvö?

Arnar Pálsson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Eru kynin bara tvö og hver er munurinn á þeim?

Stutta svarið við spurningunni er nei. Fjölbreytileiki er mikill í stofni manna og annarra dýra. Eðlilegast er að hugsa um fjölbreytt róf kyntengdra einkenna, frekar en tvö aðgreind kyn.

Lengra svar

Líffræði kyns er flókin. Kynæxlandi lífverur eru mjög fjölbreyttar í formi og fjölgunaraðferðum. Sumar framleiða jafnstórar kynfrumur, aðrar misstórar. Kynfrumur sumra tegunda geta ekki hreyft sig á meðan kynfrumur annarra geta synt. Syndandi sæðisfrumur eru almennt litlar og í þeim tegundum er yfirleitt mikill stærðarmunur á kynfrumum kynjanna.[1]

Mörg dýr styðjast við ytri frjóvgun, en nokkur innri frjóvgun. Sumar plöntur og dýr fjölga sér einu sinni á ævinni, aðrar yfir mörg ár eða aldir, eins og til dæmis risafurur. Einnig er kyn kynæxlandi lífvera fjölþætt, birtist í mismunandi eiginleikum og samræmist ekki einfaldri sýn margra manna á kyn. Tvíkynja dýr eru þekkt, sem og dýr sem skipta um kyn samfara vexti. Af þessu er ljóst að kyn lífvera á jörðinni er fjölbreytt og flókið fyrirbæri.

Risafurur (Sequoiadendron giganteum í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Risafurur geta orðið yfir 3.000 ára gamlar og því dæmi um lífverur sem geta fjölgað sér yfir mjög langt tímabil.

Breytileiki í byggingu kyneinkenna dýra

Okkur er tamt frá barnsaldri að hugsa um fólk af tveimur kynjum, kvenkyns og karlkyns.[2] Margt af því sem við lærum sem börn er einfaldað eða jafnvel rangt. Í tilfelli kyntengdra einkenna, kynvitundar og kynhneigðar er náttúran flóknari en kynin tvö sem við lærum um í bernsku.

Ólíkar skilgreiningar eru til á karl- og kvenkyni sem byggja á fáum eða fleiri eiginleikum. Allar skilgreiningarnar eru þó ófullkomnar því fjölbreytileiki er mikill í stofni manna sem og annarra dýra. Eðlilegast er að hugsa um róf kyntengdra einkenna frekar en tvö kyn (kven- og karlkyn). Hægt er að útskýra þetta á nokkra vegu, en hér tökum við fyrir þrjár staðreyndir,

  1. Kyntengdir eiginleikar dýra eru margir.
  2. Kyntengdir eiginleikar eru mismunandi einstaklinga á milli.
  3. Kyntengdir eiginleikar breytast yfir ævina (aðallega við kynþroska, en einnig fram til andláts).

Dýr hafa mörg kyntengd einkenni, frá kynkirtlum til kynfruma, innri og ytri byggingu æxlunarfæra auk annarra líkamlegra og atferlislegra þátta.[3] Hægt er að greina tvær megingerðir kyntengdra eiginleika, annars vegar frumákvarðaða vefi og hins vegar önnur kynbundin einkenni. Þroskunarfræðilega frumákvörðunin nær bara til kímlínunnar, en það hugtak er notað um frumur sem koma til með að mynda kynfrumurnar.

Hin einkennin, líkamleg einkenni eins og eistnapoki og stoðvefir eggjastokks, sem og bygging æxlunarfæra (t.d. leg, leggöng, snípur, typpi og blöðruhálskirtill) og taugabrautir og heilastöðvar þessu tengdar, eru mynduð úr líkamsfrumum. Án þess að fara í ítarlega talningu er ljóst að kynbundnir eiginleikar dýra skipta hundruðum ef ekki þúsundum.

Kynbundnir eiginleikar dýra skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Kvenkyns hýenur hafa hærra testósterón-gildi en karlarnir, og það mótar byggingu þeirra og kynfæri.

Fjölbreytileiki í annars stigs kyntengdum eiginleikum

Næsta staðreynd er sú að öll eru þessi einkenni breytileg í stofni manna og frávik eru til fyrir flesta ef ekki alla eiginleikana. Flestir þekkja kyntengda litninga, XX finnast aðallega hjá konum og XY hjá körlum. Þekkt tilbrigði við stefið eru einstaklingar með XY-litninga, sem þroskast eins og konur og XX-einstaklingar, með auka eintak af SrY-geninu, sem þroskast í karla.

Líffærin sem um ræðir eru líka misjöfn. Eistu eru misstór og framleiða mismargar og í sumum tilfellum ólíkar sæðisfrumur.[4] Sum eistu framleiða aldrei sæðisfrumur, sem þýðir að viðkomandi einstaklingur er ófrjór. Einnig eru eistu virk mislengi yfir æviskeið einstaklinga, jafnvel tiltölulega skammt skeið. Sama á við um eggjastokka, þeir eru ólíkir á milli kvenna og tímabilið sem þeir eru virkir er einnig breytilegt milli kvenna. Þekktur er breytileiki í byggingu og virkni eggjastokka sem leiðir meðal annars til ófrjósemi þeirra sem hafa hann.

Verulegur fjölbreytileiki er í kyntengdum eiginleikum manna og dýra. Í stofni manna er til að mynda mikill munur á lengd og eiginleikum legganga, brjósta og stærð og virkni blöðruhálskirtla.

Þótt fjöldi annarra kyntengdra einkenna, til að mynda hæð, skeggvöxtur, mjaðma og mittismál séu að meðaltali ólík milli kynja, liggja margir einstaklingar á rófinu. Sum einkennin skilja ekki skýrt á milli kynjanna, til eru konur með lítil brjóst og menn með stór.[5] Skeggleysi Njáls kemur upp í hugann, sem og efrivarahýjungur mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo. Andlegir hæfileikar eins og kynvitund og kynhneigð búa í heilanum og taugakerfinu, sem er óaðskiljanlega tengt líkamanum. Eiginleikarnir eru einnig býsna fjölbreyttir eins og rannsóknir hafa sýnt.[6]

Oft er vísað til meðaltals fyrir kyntengd einkenni. En við erum öll ólík meðalmanninum, líka í kyntengdum eiginleikum. Meðalmanneskjan er jú með eitt brjóst, eitt eista, einn eggjastokk og hálft typpi.[7] Því ætti að vera ljóst að meðalmaðurinn er ekki raunverulegur, heldur eru einstaklingarnir í stofninum raunverulegir. Með öðrum orðum, fjölbreytileikinn í kyntengdum eiginleikum er raunverulegur og meðaltalið ófullkomin einföldun.

Þroskun kyntengdra einkenna

Síðasta atriðið sem tekið verður fyrir eru breytingar á kyntengdum einkennum yfir æviskeiðið. Fyrst ber að nefna að börn eru ekki kynþroska við fæðingu heldur taka þau út vöxt og þroska áður en kynkirtlarnir og seinni skref kynþroska taka við. Í því ferli breytist líkami, hugur og kynkirtlar. Margir geta þá framleitt kynfrumur, búa yfir líffærum sem geta fært þær til eða hlúð að frjóvguðum eggjum og þroskað legkökur og fleira því tengt.

Flestar konur fara á breytingaskeið síðar á ævinni og hætta framleiðslu frjórra eggja. Það má kalla síðþroska kvenna. Samt tölum við um kvenkyns stúlkur og eldri konur, þó ekki séu þær formlega frjóir framleiðendur kynfruma. Þessu er ólíkt farið hjá körlum sem geta flestir framleitt kynfrumur fram eftir aldri en gæði sæðisins rýrnar hins vegar vegna uppsöfnunar á stökkbreytingum í stofnfrumum kímlínunnar í eistum.

Eins og með önnur einkenni rædd hér að ofan, þá er breytileiki manna á milli í þroska kynbundinna einkenna. Sumir þroska þau snemma, en aðrir seint. Sum einkenni koma fyrr fram í sumum, en önnur einkenni á undan í öðrum. Með öðrum orðum, breytileikinn er umtalsverður og raunverulegur. Í einstaka tilfellum missa einstaklingar af kynþroska, þótt aldri og stærð sé náð. Eða hætta ekki á kynþroska, samanber konur sem haldast frjóar langt fram eftir aldri.

Við erum öll á rófinu og einstaklingar með blönduð kyneinkenni

Ef við ígrundum hundruð kyntengdra eiginleika, frá eiginleikum eista/eggjastokka, kynfruma og æxlunarfæra, til vitundar og þrár okkar sem kynvera, þá birtist róf fjölbreytileika. Þessi mikli fjöldi breytilegra kynbundinna einkenna býður upp á mjög margar mögulegar samsetningar. Orsakirnar geta verið gen, umhverfi, samspil slíkra þátta og auðvitað tilviljun, sem leiðir til breytileika í þessum (og öðrum) einkennum.

Einnig eru þekkt dæmi um blöndun fóstra (tvö eineggja fóstur sem renna saman í einn einstakling), mósaíkisma (vegna stökkbreytinga í einhverjum frumum í þroskun) eða umhverfisþætti sem móta þroska ákveðins líkamshluta í þroskun. Orsakirnar skipta í sjálfu sér ekki meginmáli heldur sú staðreynd að breytilegir einstaklingar eru raunveruleikinn, ólíkar manneskjur með sín einkenni, tengd kynbundnum eiginleikum eða öðrum.

Í stofni manna eru margvísleg tilbrigði við alls konar eiginleika, frá hinu algenga til hins mjög sjaldgæfa. Allt eru þetta náttúruleg og þar af leiðandi eðlileg, líffræðileg tilbrigði í stofni manna.

Í stofni manna eru margvísleg tilbrigði við alls konar eiginleika, frá hinu algenga til hins mjög sjaldgæfa. Nefna má einföld einkenni eins og flatfætur, smá nef, samvaxnar augnabrúnir, hár á efri vör, freknur, rautt hár eða sjötta fingurinn eða tána. Allt eru þetta náttúruleg og þar af leiðandi eðlileg, líffræðileg tilbrigði í stofni manna. Tilbrigði í kynbundnum einkennum eru einnig misalgeng, en alveg jafn náttúruleg.

Samantekt

  • Ekki er til ein skilgreining á kven- eða karlkyni.
  • Við höfum hundruð eða þúsundir kyntengdra einkenna.
  • Þessi einkenni eru öll breytileg, það er að segja einstaklingar hafa mismunandi samsetningu kyntengdra einkenna.
  • Töluvert margir einstaklingar hafa blöndu kyntengdra líkamlegra einkenna, sem og einnig kynvitund og þrár.
  • Meðalmaðurinn (með eitt brjóst og eitt eista) er mýta, fjölbreytileikinn er raunverulegur.

Tilvísanir:
  1. ^ Um 10.000-faldur munur er á frumum okkar manna. Eggin okkar eru samt fjarska smá, á stærð við punkt í lok setningar í venjulegri bók á meðan egg margra skriðdýra og fugla eru umtalsvert stærri. Meðal margra annarra dýra er minni munur á stærðum sæðis og eggja heldur en hjá mannfólki.
  2. ^ Er þetta meðfæddur eiginleiki eða lærður? Sama hvort er, þá er þessi tvíhyggja djúpt greypt í sýn okkar á veröldina.
  3. ^ Ekki farið ítarlega í það hér en mælt með að lesendur skoða svar Þorgerðar Þorvaldsdóttur við spurningunn Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?
  4. ^ Til dæmis má nefna macrozoospermia sem er gerð ófrjósemi sem verður vegna óvenju stórra sæðisfruma. Þær verða til því að meiósan mistekst og sæðisfruman sem myndast hefur fjögur eintök af öllum litningum sínum, sjá https://medlineplus.gov/genetics/condition/macrozoospermia/.
  5. ^ Sjá til dæmis Enlarged breasts in men (gynecomastia). Mayo Clinic. https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/gynecomastia/symptoms-causes/syc-20351793
  6. ^ Sjá Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?
  7. ^ Tilbrigði við fræga tilvitnun „The average human has one breast and one testicle“ sem eignuð er írska stærðfræðingnum Des MacHale.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

27.3.2025

Spyrjandi

Sigurður Örn Stefánsson

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Eru kynin bara tvö?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2025, sótt 6. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87604.

Arnar Pálsson. (2025, 27. mars). Eru kynin bara tvö? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87604

Arnar Pálsson. „Eru kynin bara tvö?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2025. Vefsíða. 6. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87604>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru kynin bara tvö?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Eru kynin bara tvö og hver er munurinn á þeim?

Stutta svarið við spurningunni er nei. Fjölbreytileiki er mikill í stofni manna og annarra dýra. Eðlilegast er að hugsa um fjölbreytt róf kyntengdra einkenna, frekar en tvö aðgreind kyn.

Lengra svar

Líffræði kyns er flókin. Kynæxlandi lífverur eru mjög fjölbreyttar í formi og fjölgunaraðferðum. Sumar framleiða jafnstórar kynfrumur, aðrar misstórar. Kynfrumur sumra tegunda geta ekki hreyft sig á meðan kynfrumur annarra geta synt. Syndandi sæðisfrumur eru almennt litlar og í þeim tegundum er yfirleitt mikill stærðarmunur á kynfrumum kynjanna.[1]

Mörg dýr styðjast við ytri frjóvgun, en nokkur innri frjóvgun. Sumar plöntur og dýr fjölga sér einu sinni á ævinni, aðrar yfir mörg ár eða aldir, eins og til dæmis risafurur. Einnig er kyn kynæxlandi lífvera fjölþætt, birtist í mismunandi eiginleikum og samræmist ekki einfaldri sýn margra manna á kyn. Tvíkynja dýr eru þekkt, sem og dýr sem skipta um kyn samfara vexti. Af þessu er ljóst að kyn lífvera á jörðinni er fjölbreytt og flókið fyrirbæri.

Risafurur (Sequoiadendron giganteum í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Risafurur geta orðið yfir 3.000 ára gamlar og því dæmi um lífverur sem geta fjölgað sér yfir mjög langt tímabil.

Breytileiki í byggingu kyneinkenna dýra

Okkur er tamt frá barnsaldri að hugsa um fólk af tveimur kynjum, kvenkyns og karlkyns.[2] Margt af því sem við lærum sem börn er einfaldað eða jafnvel rangt. Í tilfelli kyntengdra einkenna, kynvitundar og kynhneigðar er náttúran flóknari en kynin tvö sem við lærum um í bernsku.

Ólíkar skilgreiningar eru til á karl- og kvenkyni sem byggja á fáum eða fleiri eiginleikum. Allar skilgreiningarnar eru þó ófullkomnar því fjölbreytileiki er mikill í stofni manna sem og annarra dýra. Eðlilegast er að hugsa um róf kyntengdra einkenna frekar en tvö kyn (kven- og karlkyn). Hægt er að útskýra þetta á nokkra vegu, en hér tökum við fyrir þrjár staðreyndir,

  1. Kyntengdir eiginleikar dýra eru margir.
  2. Kyntengdir eiginleikar eru mismunandi einstaklinga á milli.
  3. Kyntengdir eiginleikar breytast yfir ævina (aðallega við kynþroska, en einnig fram til andláts).

Dýr hafa mörg kyntengd einkenni, frá kynkirtlum til kynfruma, innri og ytri byggingu æxlunarfæra auk annarra líkamlegra og atferlislegra þátta.[3] Hægt er að greina tvær megingerðir kyntengdra eiginleika, annars vegar frumákvarðaða vefi og hins vegar önnur kynbundin einkenni. Þroskunarfræðilega frumákvörðunin nær bara til kímlínunnar, en það hugtak er notað um frumur sem koma til með að mynda kynfrumurnar.

Hin einkennin, líkamleg einkenni eins og eistnapoki og stoðvefir eggjastokks, sem og bygging æxlunarfæra (t.d. leg, leggöng, snípur, typpi og blöðruhálskirtill) og taugabrautir og heilastöðvar þessu tengdar, eru mynduð úr líkamsfrumum. Án þess að fara í ítarlega talningu er ljóst að kynbundnir eiginleikar dýra skipta hundruðum ef ekki þúsundum.

Kynbundnir eiginleikar dýra skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Kvenkyns hýenur hafa hærra testósterón-gildi en karlarnir, og það mótar byggingu þeirra og kynfæri.

Fjölbreytileiki í annars stigs kyntengdum eiginleikum

Næsta staðreynd er sú að öll eru þessi einkenni breytileg í stofni manna og frávik eru til fyrir flesta ef ekki alla eiginleikana. Flestir þekkja kyntengda litninga, XX finnast aðallega hjá konum og XY hjá körlum. Þekkt tilbrigði við stefið eru einstaklingar með XY-litninga, sem þroskast eins og konur og XX-einstaklingar, með auka eintak af SrY-geninu, sem þroskast í karla.

Líffærin sem um ræðir eru líka misjöfn. Eistu eru misstór og framleiða mismargar og í sumum tilfellum ólíkar sæðisfrumur.[4] Sum eistu framleiða aldrei sæðisfrumur, sem þýðir að viðkomandi einstaklingur er ófrjór. Einnig eru eistu virk mislengi yfir æviskeið einstaklinga, jafnvel tiltölulega skammt skeið. Sama á við um eggjastokka, þeir eru ólíkir á milli kvenna og tímabilið sem þeir eru virkir er einnig breytilegt milli kvenna. Þekktur er breytileiki í byggingu og virkni eggjastokka sem leiðir meðal annars til ófrjósemi þeirra sem hafa hann.

Verulegur fjölbreytileiki er í kyntengdum eiginleikum manna og dýra. Í stofni manna er til að mynda mikill munur á lengd og eiginleikum legganga, brjósta og stærð og virkni blöðruhálskirtla.

Þótt fjöldi annarra kyntengdra einkenna, til að mynda hæð, skeggvöxtur, mjaðma og mittismál séu að meðaltali ólík milli kynja, liggja margir einstaklingar á rófinu. Sum einkennin skilja ekki skýrt á milli kynjanna, til eru konur með lítil brjóst og menn með stór.[5] Skeggleysi Njáls kemur upp í hugann, sem og efrivarahýjungur mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo. Andlegir hæfileikar eins og kynvitund og kynhneigð búa í heilanum og taugakerfinu, sem er óaðskiljanlega tengt líkamanum. Eiginleikarnir eru einnig býsna fjölbreyttir eins og rannsóknir hafa sýnt.[6]

Oft er vísað til meðaltals fyrir kyntengd einkenni. En við erum öll ólík meðalmanninum, líka í kyntengdum eiginleikum. Meðalmanneskjan er jú með eitt brjóst, eitt eista, einn eggjastokk og hálft typpi.[7] Því ætti að vera ljóst að meðalmaðurinn er ekki raunverulegur, heldur eru einstaklingarnir í stofninum raunverulegir. Með öðrum orðum, fjölbreytileikinn í kyntengdum eiginleikum er raunverulegur og meðaltalið ófullkomin einföldun.

Þroskun kyntengdra einkenna

Síðasta atriðið sem tekið verður fyrir eru breytingar á kyntengdum einkennum yfir æviskeiðið. Fyrst ber að nefna að börn eru ekki kynþroska við fæðingu heldur taka þau út vöxt og þroska áður en kynkirtlarnir og seinni skref kynþroska taka við. Í því ferli breytist líkami, hugur og kynkirtlar. Margir geta þá framleitt kynfrumur, búa yfir líffærum sem geta fært þær til eða hlúð að frjóvguðum eggjum og þroskað legkökur og fleira því tengt.

Flestar konur fara á breytingaskeið síðar á ævinni og hætta framleiðslu frjórra eggja. Það má kalla síðþroska kvenna. Samt tölum við um kvenkyns stúlkur og eldri konur, þó ekki séu þær formlega frjóir framleiðendur kynfruma. Þessu er ólíkt farið hjá körlum sem geta flestir framleitt kynfrumur fram eftir aldri en gæði sæðisins rýrnar hins vegar vegna uppsöfnunar á stökkbreytingum í stofnfrumum kímlínunnar í eistum.

Eins og með önnur einkenni rædd hér að ofan, þá er breytileiki manna á milli í þroska kynbundinna einkenna. Sumir þroska þau snemma, en aðrir seint. Sum einkenni koma fyrr fram í sumum, en önnur einkenni á undan í öðrum. Með öðrum orðum, breytileikinn er umtalsverður og raunverulegur. Í einstaka tilfellum missa einstaklingar af kynþroska, þótt aldri og stærð sé náð. Eða hætta ekki á kynþroska, samanber konur sem haldast frjóar langt fram eftir aldri.

Við erum öll á rófinu og einstaklingar með blönduð kyneinkenni

Ef við ígrundum hundruð kyntengdra eiginleika, frá eiginleikum eista/eggjastokka, kynfruma og æxlunarfæra, til vitundar og þrár okkar sem kynvera, þá birtist róf fjölbreytileika. Þessi mikli fjöldi breytilegra kynbundinna einkenna býður upp á mjög margar mögulegar samsetningar. Orsakirnar geta verið gen, umhverfi, samspil slíkra þátta og auðvitað tilviljun, sem leiðir til breytileika í þessum (og öðrum) einkennum.

Einnig eru þekkt dæmi um blöndun fóstra (tvö eineggja fóstur sem renna saman í einn einstakling), mósaíkisma (vegna stökkbreytinga í einhverjum frumum í þroskun) eða umhverfisþætti sem móta þroska ákveðins líkamshluta í þroskun. Orsakirnar skipta í sjálfu sér ekki meginmáli heldur sú staðreynd að breytilegir einstaklingar eru raunveruleikinn, ólíkar manneskjur með sín einkenni, tengd kynbundnum eiginleikum eða öðrum.

Í stofni manna eru margvísleg tilbrigði við alls konar eiginleika, frá hinu algenga til hins mjög sjaldgæfa. Allt eru þetta náttúruleg og þar af leiðandi eðlileg, líffræðileg tilbrigði í stofni manna.

Í stofni manna eru margvísleg tilbrigði við alls konar eiginleika, frá hinu algenga til hins mjög sjaldgæfa. Nefna má einföld einkenni eins og flatfætur, smá nef, samvaxnar augnabrúnir, hár á efri vör, freknur, rautt hár eða sjötta fingurinn eða tána. Allt eru þetta náttúruleg og þar af leiðandi eðlileg, líffræðileg tilbrigði í stofni manna. Tilbrigði í kynbundnum einkennum eru einnig misalgeng, en alveg jafn náttúruleg.

Samantekt

  • Ekki er til ein skilgreining á kven- eða karlkyni.
  • Við höfum hundruð eða þúsundir kyntengdra einkenna.
  • Þessi einkenni eru öll breytileg, það er að segja einstaklingar hafa mismunandi samsetningu kyntengdra einkenna.
  • Töluvert margir einstaklingar hafa blöndu kyntengdra líkamlegra einkenna, sem og einnig kynvitund og þrár.
  • Meðalmaðurinn (með eitt brjóst og eitt eista) er mýta, fjölbreytileikinn er raunverulegur.

Tilvísanir:
  1. ^ Um 10.000-faldur munur er á frumum okkar manna. Eggin okkar eru samt fjarska smá, á stærð við punkt í lok setningar í venjulegri bók á meðan egg margra skriðdýra og fugla eru umtalsvert stærri. Meðal margra annarra dýra er minni munur á stærðum sæðis og eggja heldur en hjá mannfólki.
  2. ^ Er þetta meðfæddur eiginleiki eða lærður? Sama hvort er, þá er þessi tvíhyggja djúpt greypt í sýn okkar á veröldina.
  3. ^ Ekki farið ítarlega í það hér en mælt með að lesendur skoða svar Þorgerðar Þorvaldsdóttur við spurningunn Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?
  4. ^ Til dæmis má nefna macrozoospermia sem er gerð ófrjósemi sem verður vegna óvenju stórra sæðisfruma. Þær verða til því að meiósan mistekst og sæðisfruman sem myndast hefur fjögur eintök af öllum litningum sínum, sjá https://medlineplus.gov/genetics/condition/macrozoospermia/.
  5. ^ Sjá til dæmis Enlarged breasts in men (gynecomastia). Mayo Clinic. https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/gynecomastia/symptoms-causes/syc-20351793
  6. ^ Sjá Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?
  7. ^ Tilbrigði við fræga tilvitnun „The average human has one breast and one testicle“ sem eignuð er írska stærðfræðingnum Des MacHale.

Heimildir og myndir:...