Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Upprunalega spurningin hljóðaði svona í heild sinni:
Hvað þýðir orðið Gerpla? Er það bara sérnafn og hversu gamalt er þetta í málinu?
Gerpla er heiti á skáldsögu eftir Halldór Laxness sem gefin var út 1952. Ekki þótti merking bókarheitisins liggja í augum uppi. Í Mánudagsblaðinu 8. desember 1952 segir til dæmis:
Einhvern tíma deila menn líklega um, hvort heitið á hinni nýju bók Kiljans „Gerpla” sé dregið af orðinu gerpi eða einhverju öðru t. d. garpur.
Orðið kemst ekki í orðabækur fyrr en í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar handa skólum og almenningi sem Menningarsjóður gaf út 1963. Þar er skýringin þessi: ‘hetjusaga, saga um garpa’. Gerpla er vissulega saga um garpa, fóstbræðurna Þorgeir Hávarsson og Þormóð Kolbrúnarskáld sem Fóstbræðra saga segir frá (ÍF VI:121–276).
Heimild:
Halldór Laxness. 1952. Gerpla. Helgafell, Reykjavík.
ÍF VI: Íslenzk fornrit VI. Vestfirðinga sögur. Björn K. Þórólfsson og Guðni Jónsson gáfu út. Hið íslenzka fornritafélag Reykjavík MCMXLIII (1943).
Guðrún Kvaran. „Hversu gamalt er orðið gerpla í málinu og hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2025, sótt 4. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87555.
Guðrún Kvaran. (2025, 3. apríl). Hversu gamalt er orðið gerpla í málinu og hvað þýðir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87555
Guðrún Kvaran. „Hversu gamalt er orðið gerpla í málinu og hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2025. Vefsíða. 4. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87555>.