Kápurnar og jakkarnir eru kallaðir Mokka loðkápur og jakkar, en nafnið Mokka mun dregið af sútunaraðferðinni, en á ekkert skylt við kaffi nema þá kannski að mest af kápunum sem framleiddar eru, eru ekki ósvipaðar brenndu kaffi á litinn. í daglegu tali og á íslenzku mun mokka vera sama og rússkin, og mokkakápur því rússkinskápur.Í Íslenskri orðabók Menningarsjóðs frá 1983:654 stendur um mokkaskinn:
sauðargæra sútuð með sérstakri aðferð (holdrosinn með rúskinnsáferð snýr út á flíkum en klippt gæran inn).Samkvæmt sömu heimild er rúskinn (1983:789):
Sútað skinn með ósléttri holdrosu sem snýr út.Orðið holdrosa, einnig holdrosi, merkir ‘innra borð fleginnar húðar’ (ÍO 1983:397). Engin heimild var um mokkakápu í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, ein um mokkajakka frá 1979 og ein um mokkaskinn úr tímaritinu Frey frá 1972 án skýringar. Ekkert var heldur að finna í dönsku leitinni ordnet.dk. Líklegast er að mokkaskinnið dragi nafn af litnum sem minnir á sterkt mokkakaffi. Heimildir og myndir:
- ÍO: Íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri Árni Böðvarsson. 2. útgáfa, aukin og bætt. Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs. ordnet.dk
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 25.3.2025).
- Tímarit.is. https://timarit.is
- Mynd í svari: Mocha ! - Don't go down this frothy path Craig, I'll be sat … | Flickr. (Sótt 9.04.2025).
- Yfirlitsmynd: Vintage! Icelands finest mountain lambskin shearling. https://www.ebay.com/itm/395838633437