Sólin Sólin Rís 05:37 • sest 21:18 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:05 • Síðdegis: 23:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:02 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 05:37 • sest 21:18 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:05 • Síðdegis: 23:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:02 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna heita mokkajakkar og mokkakápur þessu nafni?

Guðrún Kvaran

Flíkur úr mokkaskinni urðu vinsælar hérlendis seint á sjöunda áratug 20. aldar. Elsta dæmi á timarit.is um mokkakápu er úr Tímanum frá 12. febrúar 1967:

Kápurnar og jakkarnir eru kallaðir Mokka loðkápur og jakkar, en nafnið Mokka mun dregið af sútunaraðferðinni, en á ekkert skylt við kaffi nema þá kannski að mest af kápunum sem framleiddar eru, eru ekki ósvipaðar brenndu kaffi á litinn. í daglegu tali og á íslenzku mun mokka vera sama og rússkin, og mokkakápur því rússkinskápur.

Í Íslenskri orðabók Menningarsjóðs frá 1983:654 stendur um mokkaskinn:

sauðargæra sútuð með sérstakri aðferð (holdrosinn með rúskinnsáferð snýr út á flíkum en klippt gæran inn).

Samkvæmt sömu heimild er rúskinn (1983:789):

Sútað skinn með ósléttri holdrosu sem snýr út.

Líklegast er að mokkaskinnið dragi nafn af litnum sem minnir á sterkt mokkakaffi.

Orðið holdrosa, einnig holdrosi, merkir ‘innra borð fleginnar húðar’ (ÍO 1983:397). Engin heimild var um mokkakápu í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, ein um mokkajakka frá 1979 og ein um mokkaskinn úr tímaritinu Frey frá 1972 án skýringar. Ekkert var heldur að finna í dönsku leitinni ordnet.dk. Líklegast er að mokkaskinnið dragi nafn af litnum sem minnir á sterkt mokkakaffi.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.4.2025

Spyrjandi

Hreinn Hreinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heita mokkajakkar og mokkakápur þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2025, sótt 20. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87532.

Guðrún Kvaran. (2025, 10. apríl). Hvers vegna heita mokkajakkar og mokkakápur þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87532

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heita mokkajakkar og mokkakápur þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2025. Vefsíða. 20. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87532>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heita mokkajakkar og mokkakápur þessu nafni?
Flíkur úr mokkaskinni urðu vinsælar hérlendis seint á sjöunda áratug 20. aldar. Elsta dæmi á timarit.is um mokkakápu er úr Tímanum frá 12. febrúar 1967:

Kápurnar og jakkarnir eru kallaðir Mokka loðkápur og jakkar, en nafnið Mokka mun dregið af sútunaraðferðinni, en á ekkert skylt við kaffi nema þá kannski að mest af kápunum sem framleiddar eru, eru ekki ósvipaðar brenndu kaffi á litinn. í daglegu tali og á íslenzku mun mokka vera sama og rússkin, og mokkakápur því rússkinskápur.

Í Íslenskri orðabók Menningarsjóðs frá 1983:654 stendur um mokkaskinn:

sauðargæra sútuð með sérstakri aðferð (holdrosinn með rúskinnsáferð snýr út á flíkum en klippt gæran inn).

Samkvæmt sömu heimild er rúskinn (1983:789):

Sútað skinn með ósléttri holdrosu sem snýr út.

Líklegast er að mokkaskinnið dragi nafn af litnum sem minnir á sterkt mokkakaffi.

Orðið holdrosa, einnig holdrosi, merkir ‘innra borð fleginnar húðar’ (ÍO 1983:397). Engin heimild var um mokkakápu í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, ein um mokkajakka frá 1979 og ein um mokkaskinn úr tímaritinu Frey frá 1972 án skýringar. Ekkert var heldur að finna í dönsku leitinni ordnet.dk. Líklegast er að mokkaskinnið dragi nafn af litnum sem minnir á sterkt mokkakaffi.

Heimildir og myndir:...