Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fyrir hvað stendur geithafurinn í merki Grindavíkur?

JGÞ

Stutta svarið við spurningunni er að geithafurinn í skjaldarmerki Grindavíkur er tákn um frjósemi, ríkidæmi og vernd yfirnáttúrlegra afla.

Geithafurinn er sóttur til lýsingar á landnámi Grindavíkur, eins og greint er frá því í Landnámabók. Þar kemur fram að Molda-Gnúpur og synir hans hafi byggt Grindavík. Í frásögn Landnámu segir að þeir feðgar hafi haft með sér fáar geitur til Grindavíkur.

Einn sonur Molda-Gnúps hét Björn og á hann að hafa dreymt draum þar sem bergbúi gerði við hann samkomulag. Eftir það hafi geithafur komið til geita Björns sem tímguðust þá svo ört að hann varð vellauðugur.

Björn fékk þá nafnið Hafur-Björn og segir í Landnámu að landvættir hafi fylgt honum til þings og sömu vættir hafi einnig sést með bræðrum hans, Þorsteini og Þórði, þegar þeir héldu til veiða og fiskjar.

Geithafurinn í merki Grindavíkur er tákn um frjósemi, ríkidæmi og vernd yfirnáttúrlegra afla.

Svona er lýsingin á tilurð skjaldarmerkisins á vefsíðu Grindavíkurbæjar:

Í greinargerð segir að hugmyndin að merkinu varð til hjá starfsfólki AUK við lestur kafla um Grindavík í bókinni Landið þitt, en þar segir m.a.:

„Í landnámabók segir að Molda-Gnúpur Hrólfsson og synir hans námu land í Grindavík. Þar segir svo: „Þeir voru fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi. Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðugur, síðan var hann Hafur-Björn kallaður. Það sáu ófreskir menn, að landvættar allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar."

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.11.2024

Spyrjandi

Anna María Flygenring

Tilvísun

JGÞ. „Fyrir hvað stendur geithafurinn í merki Grindavíkur?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2024, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87215.

JGÞ. (2024, 19. nóvember). Fyrir hvað stendur geithafurinn í merki Grindavíkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87215

JGÞ. „Fyrir hvað stendur geithafurinn í merki Grindavíkur?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2024. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87215>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fyrir hvað stendur geithafurinn í merki Grindavíkur?
Stutta svarið við spurningunni er að geithafurinn í skjaldarmerki Grindavíkur er tákn um frjósemi, ríkidæmi og vernd yfirnáttúrlegra afla.

Geithafurinn er sóttur til lýsingar á landnámi Grindavíkur, eins og greint er frá því í Landnámabók. Þar kemur fram að Molda-Gnúpur og synir hans hafi byggt Grindavík. Í frásögn Landnámu segir að þeir feðgar hafi haft með sér fáar geitur til Grindavíkur.

Einn sonur Molda-Gnúps hét Björn og á hann að hafa dreymt draum þar sem bergbúi gerði við hann samkomulag. Eftir það hafi geithafur komið til geita Björns sem tímguðust þá svo ört að hann varð vellauðugur.

Björn fékk þá nafnið Hafur-Björn og segir í Landnámu að landvættir hafi fylgt honum til þings og sömu vættir hafi einnig sést með bræðrum hans, Þorsteini og Þórði, þegar þeir héldu til veiða og fiskjar.

Geithafurinn í merki Grindavíkur er tákn um frjósemi, ríkidæmi og vernd yfirnáttúrlegra afla.

Svona er lýsingin á tilurð skjaldarmerkisins á vefsíðu Grindavíkurbæjar:

Í greinargerð segir að hugmyndin að merkinu varð til hjá starfsfólki AUK við lestur kafla um Grindavík í bókinni Landið þitt, en þar segir m.a.:

„Í landnámabók segir að Molda-Gnúpur Hrólfsson og synir hans námu land í Grindavík. Þar segir svo: „Þeir voru fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi. Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðugur, síðan var hann Hafur-Björn kallaður. Það sáu ófreskir menn, að landvættar allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar."

Heimildir og mynd:...