Sólin Sólin Rís 11:17 • sest 15:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:05 • Sest 19:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:55 • Síðdegis: 20:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:17 • sest 15:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:05 • Sest 19:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:55 • Síðdegis: 20:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er hafsauga og hvað er átt við með orðinu?

Guðrún Kvaran

Orðið hafsauga merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:518) ‘staður langt úti í hafi, ysta hafsbrún’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir og er hin elsta þeirra frá 1749. Hún er úr bréfi Eggerts Ólafssonar, náttúrufræðings og skálds, „til N.N. á Íslandi, um safn til ritgjörðar um eldfjöll á Íslandi“ (Andvari 1876: 149–150).

Um stærstu Raster og hvort Hafsvelgir eru í Siónum á Íslandi, þ.e. stórar cavitates under Marar botne, igiegnum Hveriar Siórenn dregst frá einu Hafsauga til annars.

N.N. mun líklega vera Guðmundur Sigurðarson, móðurbróðir Eggerts og sýslumaður í Snæfellsnessýslu. Latneska orðið cavitates (nf.ft.) hef ég ekki fundið en giska á að átt sé við orðið cavea ‘hola, holrúm’. Hugmyndin um holu lifði lengi. Í ritinu Dulmætti og dultrú eftir Sigurð Þórólfsson eru þessi tvö dæmi fengin úr Ritmálssafninu:
Í „hafsauga“ var líka gat í gegnum jörðina, niður fyrir „undirdjúpin“.

Skip, sem lentu í hafsauga, sukku í gegnum jörðina, og voru illir árar því valdandi.

Í ritinu Dulmætti og dultrú eftir Sigurð Þórólfsson segir þetta: „Í „hafsauga“ var líka gat í gegnum jörðina, niður fyrir „undirdjúpin“.“

Þessi hugmynd er ekki viðtekin lengur. Elsta heimild á timarit.is er úr Þjóðólfi 1849:

Einmitt vegna þess hefur öllum þeim, sem dirfzt hafa að sveigja að almenningsálitinu í ræðu eða riti, verið varpað í hyldýpi fyrirlitningarinnar, og þaðan í hafsauga.

Nú er mönnum óskað út í hafsauga, það er langt í burtu, og merkingin er svipuð og að óska einhverjum að fara til fjandans.

Heimildir og mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvar er og í hvaða átt er hafsauga og snýr einhver þaðan sem er vísað út í hafsauga?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.11.2024

Spyrjandi

Þyri Sölva Bjargardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvar er hafsauga og hvað er átt við með orðinu?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2024, sótt 2. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87023.

Guðrún Kvaran. (2024, 1. nóvember). Hvar er hafsauga og hvað er átt við með orðinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87023

Guðrún Kvaran. „Hvar er hafsauga og hvað er átt við með orðinu?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2024. Vefsíða. 2. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87023>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er hafsauga og hvað er átt við með orðinu?
Orðið hafsauga merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:518) ‘staður langt úti í hafi, ysta hafsbrún’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir og er hin elsta þeirra frá 1749. Hún er úr bréfi Eggerts Ólafssonar, náttúrufræðings og skálds, „til N.N. á Íslandi, um safn til ritgjörðar um eldfjöll á Íslandi“ (Andvari 1876: 149–150).

Um stærstu Raster og hvort Hafsvelgir eru í Siónum á Íslandi, þ.e. stórar cavitates under Marar botne, igiegnum Hveriar Siórenn dregst frá einu Hafsauga til annars.

N.N. mun líklega vera Guðmundur Sigurðarson, móðurbróðir Eggerts og sýslumaður í Snæfellsnessýslu. Latneska orðið cavitates (nf.ft.) hef ég ekki fundið en giska á að átt sé við orðið cavea ‘hola, holrúm’. Hugmyndin um holu lifði lengi. Í ritinu Dulmætti og dultrú eftir Sigurð Þórólfsson eru þessi tvö dæmi fengin úr Ritmálssafninu:
Í „hafsauga“ var líka gat í gegnum jörðina, niður fyrir „undirdjúpin“.

Skip, sem lentu í hafsauga, sukku í gegnum jörðina, og voru illir árar því valdandi.

Í ritinu Dulmætti og dultrú eftir Sigurð Þórólfsson segir þetta: „Í „hafsauga“ var líka gat í gegnum jörðina, niður fyrir „undirdjúpin“.“

Þessi hugmynd er ekki viðtekin lengur. Elsta heimild á timarit.is er úr Þjóðólfi 1849:

Einmitt vegna þess hefur öllum þeim, sem dirfzt hafa að sveigja að almenningsálitinu í ræðu eða riti, verið varpað í hyldýpi fyrirlitningarinnar, og þaðan í hafsauga.

Nú er mönnum óskað út í hafsauga, það er langt í burtu, og merkingin er svipuð og að óska einhverjum að fara til fjandans.

Heimildir og mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvar er og í hvaða átt er hafsauga og snýr einhver þaðan sem er vísað út í hafsauga?

...