Sólin Sólin Rís 10:33 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:48 • Sest 10:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:48 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:33 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:48 • Sest 10:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:48 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu löng er „langa hríð“?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurninginni svona:
Getur orðtakið „langa hríð“ vísað til margra ára eða jafnvel áratuga í nútímaíslensku? Væntanlega hefur þetta átt við um nokkra daga í mesta lagi.

Orðið hríð hefur margar merkingar og meðal þeirra er merkingin ‘tímaskeið, stund, lota’. Það þekkist einnig í öðrum Norðurlandamálum í þessari merkingu til dæmis nýnorsku rid ‘stutt stund’, í sænskri rid ‘smástund’.

Ýmis orðasambönd eru notuð með hríð í fyrrgreindri merkingu. Langa hríð merkir ‘lengi’, til dæmis „Jón var í burtu langa hríð“. Þetta segir aðeins að Jón var burtu lengi en ekki hversu lengi. „Jón var í burtu nokkra hríð“ segir ekki heldur hversu lengi Jón var í burtu en ekki sérlega lengi. „Jón dvaldist um hríð á bænum Hóli“ er oftast skilið svo að Jón hafi ekki verið lengi á bænum heldur farið annað. Af þessu má ráða að enginn ákveðinn tími er bundinn við orðið stutta eða langa hríð.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.1.2025

Spyrjandi

Ragnar Baldursson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hversu löng er „langa hríð“?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2025, sótt 23. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=86966.

Guðrún Kvaran. (2025, 16. janúar). Hversu löng er „langa hríð“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86966

Guðrún Kvaran. „Hversu löng er „langa hríð“?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2025. Vefsíða. 23. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86966>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu löng er „langa hríð“?
Í heild hljóðaði spurninginni svona:

Getur orðtakið „langa hríð“ vísað til margra ára eða jafnvel áratuga í nútímaíslensku? Væntanlega hefur þetta átt við um nokkra daga í mesta lagi.

Orðið hríð hefur margar merkingar og meðal þeirra er merkingin ‘tímaskeið, stund, lota’. Það þekkist einnig í öðrum Norðurlandamálum í þessari merkingu til dæmis nýnorsku rid ‘stutt stund’, í sænskri rid ‘smástund’.

Ýmis orðasambönd eru notuð með hríð í fyrrgreindri merkingu. Langa hríð merkir ‘lengi’, til dæmis „Jón var í burtu langa hríð“. Þetta segir aðeins að Jón var burtu lengi en ekki hversu lengi. „Jón var í burtu nokkra hríð“ segir ekki heldur hversu lengi Jón var í burtu en ekki sérlega lengi. „Jón dvaldist um hríð á bænum Hóli“ er oftast skilið svo að Jón hafi ekki verið lengi á bænum heldur farið annað. Af þessu má ráða að enginn ákveðinn tími er bundinn við orðið stutta eða langa hríð.

Heimild og mynd:

...