Hvaðan kemur þýðingin Filippus á íslensku? Konungur Spánar heitir Felipe en kallaður Filippus á Íslandi, fyrrum drottningarmaður Elísabetar hét Philip en á Íslandi Filippus líka. Velti fyrir af hverju ekki Filip?Nafnið Filippus kemur fyrir í Sturlungu á 13. öld og fornbréfum frá því á 14. öld. Í manntali 1703 báru 26 sunnlenskir karlar nafnið og árið 1910 voru nafnberar 33, þar af tæpur helmingur í Rangárvallasýslu. Í þjóðskrá 1. janúar 2023 báru 11 karlar nafnið að einnefni eða fyrra nafni og fimm að síðara nafni og sést af þessum tölum að Filippus hefur ekki verið algengt nafn hérlendis. Í þjóðskrá 1. janúar 2023 voru 214 karlar voru skráðir Filip að einnefni eða fyrra nafni og 38 að síðara nafni og skýrist það helst af fjölda þeirra sem flust hafa til landsins. Báðar nafnmyndirnar, Filippus og Filip, eru á mannanafnaskrá.
- Guðrún Kvaran. 2011. Nöfn Íslendinga. Ný útgáfa. Reykjavík, Forlagið.
- File:Stater of Philip II of Macedon.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 16.09.2024).
- Felipe VI in 2023.jpg. Wikimedia Commons. Höfundur myndar Quirinale.
- Duke of Edinburgh 33 Allan Warren.jpg. Wikipedia. Höfundur myndar Allan Warren. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi.
- Sergio Mattarella and Belgian King Philippe at Quirinale in 2021 (6) (cropped).jpg. Wikimedia Commons. Höfundur myndar Presidenza della Repubblica.