Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kjörmannaráð Bandaríkjanna?

Björn Gústav Jónsson

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Hvers vegna er bandaríska kjörmannaráðið ekki lagt niður? Fimm sinnum hefur gerst að sigurvegarinn fái færri atkvæði á landsvísu.

Bandaríska kjörmannaráðið (e. electoral college) er sá hópur sem í reynd velur forseta Bandaríkjanna. Í forsetakosningum sjálfum er verið að kjósa forseta óbeint þar sem niðurstaða kosninganna segir til um hversu marga kjörmenn (e. electors) flokkarnir fá. Kjörmennirnir koma svo saman og greiða atkvæði um hver verður forseti.

Í heild eru 538 kjörmenn og eru kjörmenn hvers ríkis jafn margir og samanlagður fjöldi fulltrúadeildarþingmanna og öldungadeildarþingmanna ríkisins. Þar sem fjöldi fulltrúardeildarmanna ræðst af fólksfjölda ríkisins (sem er breytilegur) getur fjöldi kjörmanna í einstökum ríkjum verið breytilegur á milli kosninga. Fjöldi öldungadeildarþingmanna hvers ríkis er hins vegar ávallt tveir, óháð íbúafjölda ríkisins. Þannig hafa fámennustu ríkin, eins og til dæmis Alaska, Wyoming og Montana, yfir þremur kjörmönnum að ráða en þessi ríki hafa aðeins einn fulltrúardeildarþingmann hvert. Í kosningum 2024 og 2028 mun Kalifornía, sem er langfjölmennasta ríkið, hafa 54 kjörmenn en næst koma Texas með 40 og Flórída með 30.

Fjöldi kjörmanna í einstökum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningum 2024 og 2028. Fjöldinn er byggður á fólksfjöldatölum frá 2020.

Sá forsetaframbjóðandi sem vinnur ríkið fær alla kjörmenn þess hvort sem munur á fylgi frambjóðenda er lítill sem enginn eða mjög mikill. Þetta fyrirkomulag getur leitt til ósamræmis milli atkvæðamagns á landsvísu og fjölda kjörmanna sem frambjóðendur fá. Það hefur meira að segja gerst nokkrum sinnum að kjörinn forseti fékk færri atkvæði á landsvísu en mótframbjóðandinn. Þeir forsetar sem náð hafa kjöri á þann hátt eru Rutherford B. Hayes, Benjamin Harrison, George W. Bush og Donald Trump.

Kjörmannaráðið kemur saman mánuði eftir kosningar og velur forseta og varaforseta í samræmi við úrslit kosninganna. Til þess að ná kjöri þarf forsetaefnið að minnsta kosti helming atkvæða sem þýðir að lágmarki 270 þar sem kjörmennirnir eru 538 eins og áður sagði. Þar sem fjöldi kjörmanna er slétt tala getur sú staða komið upp að enginn fái meirihluta kjörmanna, þá annað hvort að frambjóðendur beggja stóru flokkanna fái báðir 269 kjörmenn eða að þriðji frambjóðandi vinni nægilega marga kjörmenn til að koma í veg fyrir að annar hvor frambjóðanda stóru flokkanna geti unnið meirihluta kjörmanna. Þá er það einnig fræðilegur möguleiki að frambjóðandi vinni meirihluta í kjörmannaráðinu í forsetakosningunum en síðan ákveði nægilegur fjöldi kjörmanna að fara gegn niðurstöðum kosninga og þar með komið í veg fyrir forsetakjör viðkomandi, annað hvort með því að kjósa frambjóðanda hins flokksins sem fengi þá meirihluta eða með því að kjósa annan einstakling og þar með koma í veg fyrir að það náist meirihluti.

Í langflestum tilfellum fylgja kjörmenn úrslitum úr sínu ríki. Það hefur þó gerst að einhverjir gangi gegn niðurstöðum en aldrei þannig að það hafi nægt til að koma í veg fyrir forsetakjör réttkjörins forseta. Löggjöf um kjörmenn er mismunandi eftir ríkjum, sum staðar er löglegt að kjörmenn kjósi í bága við niðurstöður kosninga í sínu ríki en í öðrum ríkjum er slíkt refsivert. Í kosningunum 2016 var einmitt fimm kjörmönnum Oregon-ríkis refsað fyrir að greiða atkvæði í bága við niðurstöður í ríkinu.

Fyrirkomulag á vali forseta Bandaríkjanna getur leitt til ósamræmis milli atkvæðamagns á landsvísu og fjölda kjörmanna sem frambjóðendur fá. Sem dæmi þá vann Donald Trump sigur á Hillary Clinton árið 2016 þrátt fyrir að Clinton hefði fengið tæplega þremur milljónum fleiri atkvæði á landsvísu.

Fari svo að enginn nái meirihluta í atkvæðagreiðslu kjörmannaráðsins þarf fulltrúadeild Bandaríkjaþings að kjósa milli þeirra þriggja sem fengu flest atkvæði (eða tveggja ef um jafntefli er að ræða). Hvert ríki hefur eitt atkvæði og er það í samræmi við hvor flokkurinn er með fleiri þingmenn í því ríki. Síðan kjósa allir þingmenn öldungadeildarinnar varaforsetann og er þá kosið milli tveggja efstu. Afleiðingin gæti mögulega orðið sú að sitt hvor flokkurinn fái embætti forseta og varaforseta. Ef þessi staða kemur upp og það er jafnt í öldungadeildinni er óljóst hvort varaforsetinn megi greiða oddaatkvæði enda hefur aldrei reynt á það.

Það er aldrei líklegt að staða sem þessi komi upp þótt það sé fræðilega mögulegt. Demókrataflokkurinn og Repúblikanaflokkurinn eru allsráðandi í forsetakosningunum og heyrir það til undantekninga að aðrir frambjóðendur vinni kjörmann. Þó eru nokkur dæmi þess.

Árið 1824 fékk enginn frambjóðandi meirihluta en kjörmannaatkvæðin skiptust á milli fjögurra frambjóðenda. Bandaríkjaþing kaus á milli þeirra þriggja efstu og fór svo að John Quincy Adams var kjörinn forseti þrátt fyrir að Andrew Jackson hefði fengið flest atkvæði á landvísu og flesta kjörmenn. Fjórum árum síðar vann Andrew Jackson síðan stórsigur á Adams.

Árið 1948 hlaut Storm Thurmond 39 kjörmenn, Harry S. Truman fékk 303 kjörmenn og Thomas Dewey 189. Mjótt var á munum í Kaliforníu og Ohio og ef Dewey hefði unnið þau ríki hefði enginn fengi meirihluta og hefði Bandaríkjaþing þá þurft að kjósa forseta og varaforseta. Svipað var uppi á teningnum 1968 þegar George C. Wallace hlaut 46 kjörmenn, Richard Nixon fékk 301 kjörmann og Hubert Humphrey 191. Hefði Humphrey unnið Kaliforníu þá hefði enginn náð meirihluta og Bandaríkjaþing þurft að kjósa forsetann og varaforsetann. Í báðum kosningum fengu Demókratar meirihluta í báðum þingdeildum en ætlunarverk Wallace var einmitt að þvinga Demókrataflokkinn til að velja á milli sín og Hubert Humphrey.

Kjörmannakerfið er mjög umdeilt og hefur verið það alveg frá upphafi. Allmargir stjórnmálamenn hafa talað fyrir því að afnema beri kjörmannaráðið og hefur nokkrum sinnum verið lagt fram mál á Bandaríkjaþingi þar að lútandi. Það hefur hins vegar ekki náð í gegn þar sem það kallar á stjórnarskrárbreytingu. Til þess að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna þurfa tveir þriðju beggja þingdeilda að samþykkja breytinguna og síðan þrír fjórðu allra ríkisþinga landsins. Bandaríkin skiptast í 50 ríki, það sitja 435 þingmenn í fulltrúadeildinni og 100 þingmenn í öldungadeildinni. Ef afnema ætti kjörmannaráðið þyrftu 290 fulltrúadeildarþingmenn, 67 öldungadeildarþingmenn og svo meirihluti 37 ríkisþinga að samþykkja breytinguna. Repúblikanaflokkurinn er alfarið á móti því að leggja kjörmannaráðið niður og er því útilokað að hægt sé að ná máli sem þessu í gegnum þingið. Einnig hefur verið lagt til að kjörmönnum sé úthlutað í hlutfalli við greidd atkvæði en það hefur ekki hlotið hljómgrunn.

Heimildir og myndir:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Höfundur

Björn Gústav Jónsson

BA-nemi í stjórnmálafræði við HÍ

Útgáfudagur

4.11.2024

Spyrjandi

Ívan Árni Róbertsson, Lilja Dís Pálsdóttir,

Tilvísun

Björn Gústav Jónsson. „Hvað er kjörmannaráð Bandaríkjanna?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85083.

Björn Gústav Jónsson. (2024, 4. nóvember). Hvað er kjörmannaráð Bandaríkjanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85083

Björn Gústav Jónsson. „Hvað er kjörmannaráð Bandaríkjanna?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85083>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kjörmannaráð Bandaríkjanna?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Hvers vegna er bandaríska kjörmannaráðið ekki lagt niður? Fimm sinnum hefur gerst að sigurvegarinn fái færri atkvæði á landsvísu.

Bandaríska kjörmannaráðið (e. electoral college) er sá hópur sem í reynd velur forseta Bandaríkjanna. Í forsetakosningum sjálfum er verið að kjósa forseta óbeint þar sem niðurstaða kosninganna segir til um hversu marga kjörmenn (e. electors) flokkarnir fá. Kjörmennirnir koma svo saman og greiða atkvæði um hver verður forseti.

Í heild eru 538 kjörmenn og eru kjörmenn hvers ríkis jafn margir og samanlagður fjöldi fulltrúadeildarþingmanna og öldungadeildarþingmanna ríkisins. Þar sem fjöldi fulltrúardeildarmanna ræðst af fólksfjölda ríkisins (sem er breytilegur) getur fjöldi kjörmanna í einstökum ríkjum verið breytilegur á milli kosninga. Fjöldi öldungadeildarþingmanna hvers ríkis er hins vegar ávallt tveir, óháð íbúafjölda ríkisins. Þannig hafa fámennustu ríkin, eins og til dæmis Alaska, Wyoming og Montana, yfir þremur kjörmönnum að ráða en þessi ríki hafa aðeins einn fulltrúardeildarþingmann hvert. Í kosningum 2024 og 2028 mun Kalifornía, sem er langfjölmennasta ríkið, hafa 54 kjörmenn en næst koma Texas með 40 og Flórída með 30.

Fjöldi kjörmanna í einstökum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningum 2024 og 2028. Fjöldinn er byggður á fólksfjöldatölum frá 2020.

Sá forsetaframbjóðandi sem vinnur ríkið fær alla kjörmenn þess hvort sem munur á fylgi frambjóðenda er lítill sem enginn eða mjög mikill. Þetta fyrirkomulag getur leitt til ósamræmis milli atkvæðamagns á landsvísu og fjölda kjörmanna sem frambjóðendur fá. Það hefur meira að segja gerst nokkrum sinnum að kjörinn forseti fékk færri atkvæði á landsvísu en mótframbjóðandinn. Þeir forsetar sem náð hafa kjöri á þann hátt eru Rutherford B. Hayes, Benjamin Harrison, George W. Bush og Donald Trump.

Kjörmannaráðið kemur saman mánuði eftir kosningar og velur forseta og varaforseta í samræmi við úrslit kosninganna. Til þess að ná kjöri þarf forsetaefnið að minnsta kosti helming atkvæða sem þýðir að lágmarki 270 þar sem kjörmennirnir eru 538 eins og áður sagði. Þar sem fjöldi kjörmanna er slétt tala getur sú staða komið upp að enginn fái meirihluta kjörmanna, þá annað hvort að frambjóðendur beggja stóru flokkanna fái báðir 269 kjörmenn eða að þriðji frambjóðandi vinni nægilega marga kjörmenn til að koma í veg fyrir að annar hvor frambjóðanda stóru flokkanna geti unnið meirihluta kjörmanna. Þá er það einnig fræðilegur möguleiki að frambjóðandi vinni meirihluta í kjörmannaráðinu í forsetakosningunum en síðan ákveði nægilegur fjöldi kjörmanna að fara gegn niðurstöðum kosninga og þar með komið í veg fyrir forsetakjör viðkomandi, annað hvort með því að kjósa frambjóðanda hins flokksins sem fengi þá meirihluta eða með því að kjósa annan einstakling og þar með koma í veg fyrir að það náist meirihluti.

Í langflestum tilfellum fylgja kjörmenn úrslitum úr sínu ríki. Það hefur þó gerst að einhverjir gangi gegn niðurstöðum en aldrei þannig að það hafi nægt til að koma í veg fyrir forsetakjör réttkjörins forseta. Löggjöf um kjörmenn er mismunandi eftir ríkjum, sum staðar er löglegt að kjörmenn kjósi í bága við niðurstöður kosninga í sínu ríki en í öðrum ríkjum er slíkt refsivert. Í kosningunum 2016 var einmitt fimm kjörmönnum Oregon-ríkis refsað fyrir að greiða atkvæði í bága við niðurstöður í ríkinu.

Fyrirkomulag á vali forseta Bandaríkjanna getur leitt til ósamræmis milli atkvæðamagns á landsvísu og fjölda kjörmanna sem frambjóðendur fá. Sem dæmi þá vann Donald Trump sigur á Hillary Clinton árið 2016 þrátt fyrir að Clinton hefði fengið tæplega þremur milljónum fleiri atkvæði á landsvísu.

Fari svo að enginn nái meirihluta í atkvæðagreiðslu kjörmannaráðsins þarf fulltrúadeild Bandaríkjaþings að kjósa milli þeirra þriggja sem fengu flest atkvæði (eða tveggja ef um jafntefli er að ræða). Hvert ríki hefur eitt atkvæði og er það í samræmi við hvor flokkurinn er með fleiri þingmenn í því ríki. Síðan kjósa allir þingmenn öldungadeildarinnar varaforsetann og er þá kosið milli tveggja efstu. Afleiðingin gæti mögulega orðið sú að sitt hvor flokkurinn fái embætti forseta og varaforseta. Ef þessi staða kemur upp og það er jafnt í öldungadeildinni er óljóst hvort varaforsetinn megi greiða oddaatkvæði enda hefur aldrei reynt á það.

Það er aldrei líklegt að staða sem þessi komi upp þótt það sé fræðilega mögulegt. Demókrataflokkurinn og Repúblikanaflokkurinn eru allsráðandi í forsetakosningunum og heyrir það til undantekninga að aðrir frambjóðendur vinni kjörmann. Þó eru nokkur dæmi þess.

Árið 1824 fékk enginn frambjóðandi meirihluta en kjörmannaatkvæðin skiptust á milli fjögurra frambjóðenda. Bandaríkjaþing kaus á milli þeirra þriggja efstu og fór svo að John Quincy Adams var kjörinn forseti þrátt fyrir að Andrew Jackson hefði fengið flest atkvæði á landvísu og flesta kjörmenn. Fjórum árum síðar vann Andrew Jackson síðan stórsigur á Adams.

Árið 1948 hlaut Storm Thurmond 39 kjörmenn, Harry S. Truman fékk 303 kjörmenn og Thomas Dewey 189. Mjótt var á munum í Kaliforníu og Ohio og ef Dewey hefði unnið þau ríki hefði enginn fengi meirihluta og hefði Bandaríkjaþing þá þurft að kjósa forseta og varaforseta. Svipað var uppi á teningnum 1968 þegar George C. Wallace hlaut 46 kjörmenn, Richard Nixon fékk 301 kjörmann og Hubert Humphrey 191. Hefði Humphrey unnið Kaliforníu þá hefði enginn náð meirihluta og Bandaríkjaþing þurft að kjósa forsetann og varaforsetann. Í báðum kosningum fengu Demókratar meirihluta í báðum þingdeildum en ætlunarverk Wallace var einmitt að þvinga Demókrataflokkinn til að velja á milli sín og Hubert Humphrey.

Kjörmannakerfið er mjög umdeilt og hefur verið það alveg frá upphafi. Allmargir stjórnmálamenn hafa talað fyrir því að afnema beri kjörmannaráðið og hefur nokkrum sinnum verið lagt fram mál á Bandaríkjaþingi þar að lútandi. Það hefur hins vegar ekki náð í gegn þar sem það kallar á stjórnarskrárbreytingu. Til þess að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna þurfa tveir þriðju beggja þingdeilda að samþykkja breytinguna og síðan þrír fjórðu allra ríkisþinga landsins. Bandaríkin skiptast í 50 ríki, það sitja 435 þingmenn í fulltrúadeildinni og 100 þingmenn í öldungadeildinni. Ef afnema ætti kjörmannaráðið þyrftu 290 fulltrúadeildarþingmenn, 67 öldungadeildarþingmenn og svo meirihluti 37 ríkisþinga að samþykkja breytinguna. Repúblikanaflokkurinn er alfarið á móti því að leggja kjörmannaráðið niður og er því útilokað að hægt sé að ná máli sem þessu í gegnum þingið. Einnig hefur verið lagt til að kjörmönnum sé úthlutað í hlutfalli við greidd atkvæði en það hefur ekki hlotið hljómgrunn.

Heimildir og myndir:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar....