Sólin Sólin Rís 10:36 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:00 • Sest 10:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:36 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:00 • Sest 10:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Skyr, AB-mjólk, grísk jógurt og önnur jógúrt, hver er munurinn?

Björn Sigurður Gunnarsson

Skyr, grísk jógúrt, AB-mjólk og önnur jógúrt eiga það sameiginlegt að vera ferskar sýrðar mjólkurafurðir. Skyr er frábrugðið hinum afurðunum að því leyti að það telst vera ferskostur, líkt og kvarg og rjómaostur, meðan hinar tegundirnar flokkast sem hefðbundnar sýrðar mjólkurafurðir. Ýmsar tegundir skyrs innihalda hleypi, en slíkt er ekki algilt, ekki frekar en í til dæmis rjómaosti.

Ef efnainnihald varanna er skoðað má sjá að skyr inniheldur mun meira prótín en jógúrt og AB-mjólk og er það vegna þess að í framleiðslunni er mysa skilin frá skyrmassanum sem gerir að verkum að prótín safnast upp í skyrinu. Prótíninnhald skyrs er 3-4 sinnum meira en í hefðbundinni jógúrt eða AB-mjólk. Þetta má einnig sjá í áferð varanna þar sem skyr er mun þykkara en hinar vörurnar.

Skyr er frábrugðið AB-mjólk og jógúrt að því leyti að það telst vera ferskostur en hinar afurðirnar flokkast sem hefðbundnar sýrðar mjólkurvörur. Þá er skyr líka mun prótínríkara en hefðbundin jógúrt eða AB-mjólk.

Grísk jógúrt hefur reyndar vissa sérstöðu þar sem hún er í raun þykkt jógúrt (e. strained yoghurt) og er fyrir vikið með nokkuð hærra prótíninnihald en hefðbundin jógúrt og því líkari skyri að því leyti. Yfirleitt er þó prótíninnihald grískrar jógúrtar talsvert lægra en í skyri, enn fremur er hefðbundin grísk jógúrt gerð úr fullfeitri mjólk meðan hefðbundið skyr er úr undanrennu og því er fituinnihald varanna mjög mismunandi. Þó má víða finna gríska jógúrt sem inniheldur litla sem enga fitu og sömuleiðis skyr með hærri fitu en hefðbundið skyr og því hefur þessi munur í fituinnihaldi orðið óskýrari með fleiri og fjölbreyttari vörum á markaði.

Myndir:

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

4.12.2024

Spyrjandi

Sara Lind Clausen

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Skyr, AB-mjólk, grísk jógurt og önnur jógúrt, hver er munurinn?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2024, sótt 22. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=76983.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2024, 4. desember). Skyr, AB-mjólk, grísk jógurt og önnur jógúrt, hver er munurinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76983

Björn Sigurður Gunnarsson. „Skyr, AB-mjólk, grísk jógurt og önnur jógúrt, hver er munurinn?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2024. Vefsíða. 22. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76983>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Skyr, AB-mjólk, grísk jógurt og önnur jógúrt, hver er munurinn?
Skyr, grísk jógúrt, AB-mjólk og önnur jógúrt eiga það sameiginlegt að vera ferskar sýrðar mjólkurafurðir. Skyr er frábrugðið hinum afurðunum að því leyti að það telst vera ferskostur, líkt og kvarg og rjómaostur, meðan hinar tegundirnar flokkast sem hefðbundnar sýrðar mjólkurafurðir. Ýmsar tegundir skyrs innihalda hleypi, en slíkt er ekki algilt, ekki frekar en í til dæmis rjómaosti.

Ef efnainnihald varanna er skoðað má sjá að skyr inniheldur mun meira prótín en jógúrt og AB-mjólk og er það vegna þess að í framleiðslunni er mysa skilin frá skyrmassanum sem gerir að verkum að prótín safnast upp í skyrinu. Prótíninnhald skyrs er 3-4 sinnum meira en í hefðbundinni jógúrt eða AB-mjólk. Þetta má einnig sjá í áferð varanna þar sem skyr er mun þykkara en hinar vörurnar.

Skyr er frábrugðið AB-mjólk og jógúrt að því leyti að það telst vera ferskostur en hinar afurðirnar flokkast sem hefðbundnar sýrðar mjólkurvörur. Þá er skyr líka mun prótínríkara en hefðbundin jógúrt eða AB-mjólk.

Grísk jógúrt hefur reyndar vissa sérstöðu þar sem hún er í raun þykkt jógúrt (e. strained yoghurt) og er fyrir vikið með nokkuð hærra prótíninnihald en hefðbundin jógúrt og því líkari skyri að því leyti. Yfirleitt er þó prótíninnihald grískrar jógúrtar talsvert lægra en í skyri, enn fremur er hefðbundin grísk jógúrt gerð úr fullfeitri mjólk meðan hefðbundið skyr er úr undanrennu og því er fituinnihald varanna mjög mismunandi. Þó má víða finna gríska jógúrt sem inniheldur litla sem enga fitu og sömuleiðis skyr með hærri fitu en hefðbundið skyr og því hefur þessi munur í fituinnihaldi orðið óskýrari með fleiri og fjölbreyttari vörum á markaði.

Myndir:...