Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Leó Kristjánsson og hvert var framlag hans til bergsegulmælinga?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Leó Kristjánsson (1943-2020) var jarðeðlisfræðingur. Hann stundaði um áratuga skeið bergsegulmælingar á Íslandi og túlkun þeirra, bæði í jarðfræðilegu augnamiði og með tilliti til þess hvernig jarðsegulsviðið hefur breyst í tímans rás. Þegar fljótandi bergkvika storknar varðveita örsmáar járnagnir í berginu segulstefnu jarðsegulsviðsins á þeim tíma. Með því að kanna segulstefnu bergsins í jarðlögum á Íslandi frá ólíkum tímum má reikna hreyfingu segulpólanna síðastliðin 15 milljón ár. Jarðlög á Íslandi geyma þannig merkilegar upplýsingar um það hvernig kjarni jarðarinnar hegðar sér.

Á síðari árum kannaði Leó sögu rannsókna á íslenskum steindum og bergtegundum erlendis, einkum hvað varðaði íslenskt silfurberg og notkun þess í vísindatæki. Mælingar á íslenskum silfurbergskristöllum og mælingar með tækjum sem nýttu slíka kristalla höfðu mikil áhrif á framþróun vísinda í Evrópu á 18. og 19. öld. Rannsóknir Leós gáfu ítarlega mynd af þessum áhrifum, sem hann nefndi merkasta framlag Íslands til umheimsins.

Leó Kristjánsson skoðar íslenskan silfurbergskristal á náttúrugripasafninu í Vínarborg.

Leó var höfundur eða meðhöfundur um 90 vísindagreina í ritrýndum tímaritum á alþjóðavettvangi auk fjölmargra erinda á ráðstefnum, alþýðlegra greina, ritdóma, ritskráa, greina um kennslumál og fleira. Fjöldi meðhöfunda var alls um 100, frá 10 löndum. Leó var heiðursfélagi í American Geophysical Union (AGU), alþjóðlegum samtökum jarðeðlisfræðinga sem telja yfir 60.000 félagsmenn frá 137 löndum.

Leó fæddist á Ísafirði árið 1943, hann lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri 1962, B.Sc. Honours-gráðu í eðlisfræði frá Edinborgarháskóla 1966, M.Sc.-gráðu í jarðeðlisfræði frá Háskólanum í Newcastle upon Tyne 1967 og Ph.D.-gráðu frá Memorial-háskóla í St. John's, Kanada 1973. Doktorsritgerð hans fjallaði um bergsegulmælingar á tertíer-gosbergi frá Vestur-Grænlandi, Baffinlandi og Íslandi.

Myndir:

Útgáfudagur

6.8.2024

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hver var Leó Kristjánsson og hvert var framlag hans til bergsegulmælinga?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74926.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2024, 6. ágúst). Hver var Leó Kristjánsson og hvert var framlag hans til bergsegulmælinga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74926

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hver var Leó Kristjánsson og hvert var framlag hans til bergsegulmælinga?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74926>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Leó Kristjánsson og hvert var framlag hans til bergsegulmælinga?
Leó Kristjánsson (1943-2020) var jarðeðlisfræðingur. Hann stundaði um áratuga skeið bergsegulmælingar á Íslandi og túlkun þeirra, bæði í jarðfræðilegu augnamiði og með tilliti til þess hvernig jarðsegulsviðið hefur breyst í tímans rás. Þegar fljótandi bergkvika storknar varðveita örsmáar járnagnir í berginu segulstefnu jarðsegulsviðsins á þeim tíma. Með því að kanna segulstefnu bergsins í jarðlögum á Íslandi frá ólíkum tímum má reikna hreyfingu segulpólanna síðastliðin 15 milljón ár. Jarðlög á Íslandi geyma þannig merkilegar upplýsingar um það hvernig kjarni jarðarinnar hegðar sér.

Á síðari árum kannaði Leó sögu rannsókna á íslenskum steindum og bergtegundum erlendis, einkum hvað varðaði íslenskt silfurberg og notkun þess í vísindatæki. Mælingar á íslenskum silfurbergskristöllum og mælingar með tækjum sem nýttu slíka kristalla höfðu mikil áhrif á framþróun vísinda í Evrópu á 18. og 19. öld. Rannsóknir Leós gáfu ítarlega mynd af þessum áhrifum, sem hann nefndi merkasta framlag Íslands til umheimsins.

Leó Kristjánsson skoðar íslenskan silfurbergskristal á náttúrugripasafninu í Vínarborg.

Leó var höfundur eða meðhöfundur um 90 vísindagreina í ritrýndum tímaritum á alþjóðavettvangi auk fjölmargra erinda á ráðstefnum, alþýðlegra greina, ritdóma, ritskráa, greina um kennslumál og fleira. Fjöldi meðhöfunda var alls um 100, frá 10 löndum. Leó var heiðursfélagi í American Geophysical Union (AGU), alþjóðlegum samtökum jarðeðlisfræðinga sem telja yfir 60.000 félagsmenn frá 137 löndum.

Leó fæddist á Ísafirði árið 1943, hann lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri 1962, B.Sc. Honours-gráðu í eðlisfræði frá Edinborgarháskóla 1966, M.Sc.-gráðu í jarðeðlisfræði frá Háskólanum í Newcastle upon Tyne 1967 og Ph.D.-gráðu frá Memorial-háskóla í St. John's, Kanada 1973. Doktorsritgerð hans fjallaði um bergsegulmælingar á tertíer-gosbergi frá Vestur-Grænlandi, Baffinlandi og Íslandi.

Myndir:

...