Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru hungurdiskar og hvernig myndast þeir?

Trausti Jónsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Ég sá sérstætt ísfyrirbrigði á mynd í gær, hringlaga skífur, þar sem brúnirnar virtust heldur þykkari en miðjan. Þetta var á reki í á sem rennur úr Meðalfellsvatni 11. nóvember, þar sem nokkrir félagar úr Fókusklúbbi áhugaljósmyndara voru á ferð. Einn maður viðstaddur myndasýninguna kallaði þetta hungurdiska og þekkti af sjó. Ég sé að Trausti veðurfræðingur kallar bloggið sitt þessu nafni, en fann ekki skýringu hjá honum. Hvernig myndast þetta fyrirbæri?

„Hungurdiskar“ eru óformlegt nafn á hringlaga ísskífum sem yfirleitt eru þykkari á jöðrunum heldur en við miðju. Orðið sjálft virðist skáldlegur tilbúningur Matthíasar Jochumssonar og á hjá honum frekar við um hafísinn hér við land yfirleitt, frekar en hina sértækari merkingu síðari ára.

Kvæðið „Hafísinn“ birtist fyrst í blaðinu Norðurljósið 6. apríl 1888. Í sviga undir nafni þess er dagsetningin 31. mars 1888 (laugardagur fyrir páska), er væntanlega ort þann dag. Kvæðið allt er 9 erindi. Fyrsta erindið er svona (stafsetningu blaðsins haldið):

Ertú kominn, landsins forni fjandi,
fyrstur varstú enn að sandi,
fyr en sigling, sól og bjargarráð.
Silfurfloti sendur oss að kvelja;
sjálf í stafni glottir kerling Helja,
hungurdiskum hendir yfir gráð.
Svignar Ránar kaldi móðurkviður,
knúin dróma, hræðist voðastríð,
stynur þungt svo engjast iður,
eins og snót við nýja hríð.

Í sama blaði segir:
Hafís rak inn á Eyjafjörð fyrir páskana. En óvíst er enn, hvort hafþök eru úti fyrir eða þetta er einungis hroði. En eptir síðustu fregnum að norðan og austan, er þar ís á flestum fjörðum. Skömmu fyrir páska var Seyðisfjörður fullur af ís, og enda kominn ís alla leið á Berufjörð.

Hafís var með mesta móti við landið árið 1888 og komst vestur undir Eyrarbakka. Þann 7. júní fylltist höfnin í Vestmannaeyjum af ís.

Árið 1965 birtist hafísinn skyndilega með meiri þunga en verið hafði í hátt í hálfa öld. Þá skrifaði Jón Eyþórsson veðurfræðingur allítarlega grein um ísinn í Morgunblaðið (23. maí, s.10). Þar segir:

Í miklu frosti og köldum sjó frýs svifís eða mæða saman í þunnan lagðnaðarís eða hem. Ef slíkur ís brotnar við bylgjuhreyfingu, sem oft vill verða, myndast litlar ískökur, sem núast saman og verða kringlóttar, með upphækkuðum brúnum. Á þeim málum, sem ég þekki, er þess háttar ís kenndur við pönnukökur eða diska, og minnir það ósjálfrátt á hungurdiska Matthíasar. Ég kalla þetta blátt áfram ísdiska eða íslummur.

Í tímaritinu Jökli birtist 1964 (s. 92) listi þar sem Jón tekur saman íslenskar þýðingar á enskum hafísorðum. Þar segir:

pancake ice: íslummur: nýmyndaðar, litlar ísflögur, kringlóttar að mestu og íhvolfar, 20—30 cm í þvermál. Minna á „hungurdiska" Matthíasar Jochumssonar.

Nýrri skilgreiningar (WMO) segja dæmigerða stærð á sjó 30 cm til 3 m og bæta því við að jaðrarnir verði þykkari en miðjan vegna árekstra.

Teikning Fridtjov Nansen af hungurdiskum, 18. apríl 1882.

Árið 1967 var gefin út þýðing Jóns á riti eftir Fridtjov Nansen, Hjá selum og hvítabjörnum [Blant sel og bjørn]. Bókina prýða teikningar eftir Nansen og segir frá ferð hans um ísaslóðir nærri Jan Mayen síðla vetrar og vorið 1882. Á blaðsíðu 105 er teikning, undir henni stendur: „Íslummur („hungur-diskar“) 18. apríl 1882.

Hringhreyfingar (hvirflar) orðnar til fyrir tilverknað vinds, strauma og undiröldu valda því að diskar verða til. Sama form getur orðið til í straumvötnum, en munurinn þó oftast sá að straumhvirflar þar eru oft fastir á sama stað. Það veldur því að slíkir diskar geta orðið furðu reglulegir, enn reglulegri heldur en á sjó. Eins geta þeir orðið mjög stórir, jafnvel tugir metra í þvermál við bestu aðstæður. Trúlega eru slíkir diskar í straumhvirflum þykkari við jaðrana heldur en í miðju vegna þess að þar slettist mest upp á þá.

Örugglega er nokkur munur á því í hverju tilviki hvað nákvæmlega ræður stærð, lögun og þykkt diskanna.

Hungurdiskar á ánni Bladnoch í Galloway í Skotlandi.

Myndir:
  • Pancake Ice. Oceanwide Expeditions. (Sótt 26.8.2024).
  • Nansen, Fridtjof & Jón Eiríksson. (1967). Hjá selum og hvítabjörnum: norður á Íshafi. Ísafoldarprentsmiða, bls. 105.
  • Callum Sinclair. Scottish Invasive Species Initiative. x.com. Birt með góðfúslegu leyfi. (Sótt 22.8.2024).

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

29.8.2024

Spyrjandi

Anna Soffía Óskarsdóttir

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvað eru hungurdiskar og hvernig myndast þeir?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2024, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74851.

Trausti Jónsson. (2024, 29. ágúst). Hvað eru hungurdiskar og hvernig myndast þeir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74851

Trausti Jónsson. „Hvað eru hungurdiskar og hvernig myndast þeir?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2024. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74851>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hungurdiskar og hvernig myndast þeir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég sá sérstætt ísfyrirbrigði á mynd í gær, hringlaga skífur, þar sem brúnirnar virtust heldur þykkari en miðjan. Þetta var á reki í á sem rennur úr Meðalfellsvatni 11. nóvember, þar sem nokkrir félagar úr Fókusklúbbi áhugaljósmyndara voru á ferð. Einn maður viðstaddur myndasýninguna kallaði þetta hungurdiska og þekkti af sjó. Ég sé að Trausti veðurfræðingur kallar bloggið sitt þessu nafni, en fann ekki skýringu hjá honum. Hvernig myndast þetta fyrirbæri?

„Hungurdiskar“ eru óformlegt nafn á hringlaga ísskífum sem yfirleitt eru þykkari á jöðrunum heldur en við miðju. Orðið sjálft virðist skáldlegur tilbúningur Matthíasar Jochumssonar og á hjá honum frekar við um hafísinn hér við land yfirleitt, frekar en hina sértækari merkingu síðari ára.

Kvæðið „Hafísinn“ birtist fyrst í blaðinu Norðurljósið 6. apríl 1888. Í sviga undir nafni þess er dagsetningin 31. mars 1888 (laugardagur fyrir páska), er væntanlega ort þann dag. Kvæðið allt er 9 erindi. Fyrsta erindið er svona (stafsetningu blaðsins haldið):

Ertú kominn, landsins forni fjandi,
fyrstur varstú enn að sandi,
fyr en sigling, sól og bjargarráð.
Silfurfloti sendur oss að kvelja;
sjálf í stafni glottir kerling Helja,
hungurdiskum hendir yfir gráð.
Svignar Ránar kaldi móðurkviður,
knúin dróma, hræðist voðastríð,
stynur þungt svo engjast iður,
eins og snót við nýja hríð.

Í sama blaði segir:
Hafís rak inn á Eyjafjörð fyrir páskana. En óvíst er enn, hvort hafþök eru úti fyrir eða þetta er einungis hroði. En eptir síðustu fregnum að norðan og austan, er þar ís á flestum fjörðum. Skömmu fyrir páska var Seyðisfjörður fullur af ís, og enda kominn ís alla leið á Berufjörð.

Hafís var með mesta móti við landið árið 1888 og komst vestur undir Eyrarbakka. Þann 7. júní fylltist höfnin í Vestmannaeyjum af ís.

Árið 1965 birtist hafísinn skyndilega með meiri þunga en verið hafði í hátt í hálfa öld. Þá skrifaði Jón Eyþórsson veðurfræðingur allítarlega grein um ísinn í Morgunblaðið (23. maí, s.10). Þar segir:

Í miklu frosti og köldum sjó frýs svifís eða mæða saman í þunnan lagðnaðarís eða hem. Ef slíkur ís brotnar við bylgjuhreyfingu, sem oft vill verða, myndast litlar ískökur, sem núast saman og verða kringlóttar, með upphækkuðum brúnum. Á þeim málum, sem ég þekki, er þess háttar ís kenndur við pönnukökur eða diska, og minnir það ósjálfrátt á hungurdiska Matthíasar. Ég kalla þetta blátt áfram ísdiska eða íslummur.

Í tímaritinu Jökli birtist 1964 (s. 92) listi þar sem Jón tekur saman íslenskar þýðingar á enskum hafísorðum. Þar segir:

pancake ice: íslummur: nýmyndaðar, litlar ísflögur, kringlóttar að mestu og íhvolfar, 20—30 cm í þvermál. Minna á „hungurdiska" Matthíasar Jochumssonar.

Nýrri skilgreiningar (WMO) segja dæmigerða stærð á sjó 30 cm til 3 m og bæta því við að jaðrarnir verði þykkari en miðjan vegna árekstra.

Teikning Fridtjov Nansen af hungurdiskum, 18. apríl 1882.

Árið 1967 var gefin út þýðing Jóns á riti eftir Fridtjov Nansen, Hjá selum og hvítabjörnum [Blant sel og bjørn]. Bókina prýða teikningar eftir Nansen og segir frá ferð hans um ísaslóðir nærri Jan Mayen síðla vetrar og vorið 1882. Á blaðsíðu 105 er teikning, undir henni stendur: „Íslummur („hungur-diskar“) 18. apríl 1882.

Hringhreyfingar (hvirflar) orðnar til fyrir tilverknað vinds, strauma og undiröldu valda því að diskar verða til. Sama form getur orðið til í straumvötnum, en munurinn þó oftast sá að straumhvirflar þar eru oft fastir á sama stað. Það veldur því að slíkir diskar geta orðið furðu reglulegir, enn reglulegri heldur en á sjó. Eins geta þeir orðið mjög stórir, jafnvel tugir metra í þvermál við bestu aðstæður. Trúlega eru slíkir diskar í straumhvirflum þykkari við jaðrana heldur en í miðju vegna þess að þar slettist mest upp á þá.

Örugglega er nokkur munur á því í hverju tilviki hvað nákvæmlega ræður stærð, lögun og þykkt diskanna.

Hungurdiskar á ánni Bladnoch í Galloway í Skotlandi.

Myndir:
  • Pancake Ice. Oceanwide Expeditions. (Sótt 26.8.2024).
  • Nansen, Fridtjof & Jón Eiríksson. (1967). Hjá selum og hvítabjörnum: norður á Íshafi. Ísafoldarprentsmiða, bls. 105.
  • Callum Sinclair. Scottish Invasive Species Initiative. x.com. Birt með góðfúslegu leyfi. (Sótt 22.8.2024).

...