Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við með hugtökunum grár og svartur markaður?

Gylfi Magnússon

Hér er eftirfarandi spurningum svarað:

Er eitthvað til í hagfræði sem heitir grái markaðurinn? Hvað er átt við með hugtakinu svarti markaðurinn og hvað er svartamarkaðsbrask?

Hugtakið svartur markaður er notaður til að lýsa vettvangi fyrir ólögleg viðskipti. Þau geta vitaskuld verið margs konar og mismunandi eftir löndum enda löggjöfin ólík. Sem dæmi um svartamarkaðsviðskipti á Íslandi má nefna eiturlyfjasölu og vændi. Oftast myndast svartur markaður þegar tilteknar vörur eða þjónusta eru bönnuð. Sé eftirspurn engu að síður til staðar er líklegt að einhverjir finni leiðir til að mæta henni en eiga þá auðvitað yfir höfði sér refsivönd laganna.

Hugtakið grár markaður er oftast notað um viðskipti með vörur eða þjónustu sem má eiga lögleg viðskipti með en viðskiptin fara fram með öðrum hætti en framleiðendur höfðu ætlast til. Sem dæmi má taka þegar þekktar merkjavörur rata inn á önnur markaðssvæði en framleiðandi ætlaðist til eða í gegnum aðra milliliði. Það er oftast ekkert ólöglegt við það, þótt í ákveðnum tilfellum geti lög vissulega verið brotin, til dæmis þegar sjónvarpsþjónusta er seld utan þess svæðis sem seljandinn hafði rétt á að þjónusta.

Hugtakið grár markaður er oftast notað um viðskipti með vörur eða þjónustu sem má eiga lögleg viðskipti með en viðskiptin fara fram með öðrum hætti en framleiðendur höfðu ætlast til.

Sem dæmi mætti taka Lævísar gallabuxur sem ætlaðar eru til sölu á lágu verði í Bandaríkjunum en birtast í verslunum í Evrópu, þar sem framleiðandinn ætlaði að smyrja duglega á og selja heimamönnum eins buxur á himinháu verði. Það er ekkert ólöglegt við það að leita leiða fram hjá slíkri verðmismunun.

Á Íslandi tíðkaðist lengi vel fyrirbrigði sem kölluð voru einkaumboð. Þá höfðu tilteknir heildsalar einkaleyfi frá framleiðanda vöru til að selja hana á Íslandi, oft á mun hærra verði en annars staðar. Þeir smásalar sem fundu aðra birgja töldust þá eiga viðskipti á gráa markaðinum. Þessi plagsiður lagðist af með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, EES, enda er ein afleiðing hans að íslenskir smásalar geta skipt við þá heildsala sem þeim sýnist innan svæðisins, án þess að framleiðendur hafi neitt um það að segja. Fyrir vikið færðust öll slík viðskipti af gráa markaðinum yfir á þann sem hefur ekkert nafn en mætti kannski kalla hvíta markaðinn. Fyrir vikið snarfækkaði innlendum heildsölum og hagkvæmni í verslun jókst.

Stundum er hugtakið grái markaðurinn líka notað í öðru samhengi, þegar vara eða þjónusta er seld öðrum en löggjafinn ætlaðist til þótt það sé kannski ekki endilega ólöglegt. Þannig gerist það stundum á verðbréfamarkaði að hlutabréf í svokölluðum óskráðum fyrirtækjum, það er fyrirtækjum sem hafa ekki skráð hlutabréf sín í kauphöll, eru seld til almennings í meira mæli en eðlilegt getur talist í ljósi þess að stífar reglur gilda um sölu verðbréfa til almennings en mun rýmri um sölu til þeirra sem teljast fagfjárfestar. Það gerist þá þannig að bréf sem seld eru þröngum hópi, til dæmis starfsmönnum fyrirtækisins eða fáum fjárfestum, leka smám saman út af þeim þrönga markaði og til almennings. Þá getur myndast grár markaður með slík bréf og almenningur eignast mikið af þeim, þótt það sé ekki í anda laganna.

Hugtakið grái markaðurinn er stundum notað þegar hlutabréf í óskráðum fyrirtækjum eru seld til almennings í meira mæli en eðlilegt getur talist.

Þetta gerðist til dæmis á sínum tíma með bréf í deCODE sem mikill spenningur var fyrir. Þröngur hópur fékk að kaupa slík bréf af fyrirtækinu en síðan flæddu hlutabréfin út á gráa markaðinn. Þetta gerðist þótt hlutabréfin hefðu ekki farið í frumútboð og verið skráð í kauphöll, sem er almennt forsenda þess að það megi markaðssetja þau skipulega til almennings. Urðu jafnvel nokkuð lífleg viðskipti með bréfin á þessum gráa markaði. Á endanum urðu bréfin þó skráð í kauphöll og þar með ekki lengur á gráa markaðinum.

Annað dæmi um markað sem stundum er kallað grár er þegar miðar á vinsæla atburði, til dæmis tónleika með hæfileikaríku og fallegu tónlistarfólki, eru keyptir og síðan endurseldir á hærra verði þótt þeir sem halda viðburðinn hafi ekki ætlast til þess. Sum lönd hafa sett takmarkanir á slík viðskipti, jafnvel bannað þau, og þá telst þetta svartamarkaðsbrask, en séu viðskiptin lögleg teljast þau á gráum markaði.

Myndir:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

11.9.2024

Síðast uppfært

18.9.2024

Spyrjandi

Brynjar Sigurðsson, Ragnar

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er átt við með hugtökunum grár og svartur markaður?“ Vísindavefurinn, 11. september 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64938.

Gylfi Magnússon. (2024, 11. september). Hvað er átt við með hugtökunum grár og svartur markaður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64938

Gylfi Magnússon. „Hvað er átt við með hugtökunum grár og svartur markaður?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64938>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með hugtökunum grár og svartur markaður?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað:

Er eitthvað til í hagfræði sem heitir grái markaðurinn? Hvað er átt við með hugtakinu svarti markaðurinn og hvað er svartamarkaðsbrask?

Hugtakið svartur markaður er notaður til að lýsa vettvangi fyrir ólögleg viðskipti. Þau geta vitaskuld verið margs konar og mismunandi eftir löndum enda löggjöfin ólík. Sem dæmi um svartamarkaðsviðskipti á Íslandi má nefna eiturlyfjasölu og vændi. Oftast myndast svartur markaður þegar tilteknar vörur eða þjónusta eru bönnuð. Sé eftirspurn engu að síður til staðar er líklegt að einhverjir finni leiðir til að mæta henni en eiga þá auðvitað yfir höfði sér refsivönd laganna.

Hugtakið grár markaður er oftast notað um viðskipti með vörur eða þjónustu sem má eiga lögleg viðskipti með en viðskiptin fara fram með öðrum hætti en framleiðendur höfðu ætlast til. Sem dæmi má taka þegar þekktar merkjavörur rata inn á önnur markaðssvæði en framleiðandi ætlaðist til eða í gegnum aðra milliliði. Það er oftast ekkert ólöglegt við það, þótt í ákveðnum tilfellum geti lög vissulega verið brotin, til dæmis þegar sjónvarpsþjónusta er seld utan þess svæðis sem seljandinn hafði rétt á að þjónusta.

Hugtakið grár markaður er oftast notað um viðskipti með vörur eða þjónustu sem má eiga lögleg viðskipti með en viðskiptin fara fram með öðrum hætti en framleiðendur höfðu ætlast til.

Sem dæmi mætti taka Lævísar gallabuxur sem ætlaðar eru til sölu á lágu verði í Bandaríkjunum en birtast í verslunum í Evrópu, þar sem framleiðandinn ætlaði að smyrja duglega á og selja heimamönnum eins buxur á himinháu verði. Það er ekkert ólöglegt við það að leita leiða fram hjá slíkri verðmismunun.

Á Íslandi tíðkaðist lengi vel fyrirbrigði sem kölluð voru einkaumboð. Þá höfðu tilteknir heildsalar einkaleyfi frá framleiðanda vöru til að selja hana á Íslandi, oft á mun hærra verði en annars staðar. Þeir smásalar sem fundu aðra birgja töldust þá eiga viðskipti á gráa markaðinum. Þessi plagsiður lagðist af með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, EES, enda er ein afleiðing hans að íslenskir smásalar geta skipt við þá heildsala sem þeim sýnist innan svæðisins, án þess að framleiðendur hafi neitt um það að segja. Fyrir vikið færðust öll slík viðskipti af gráa markaðinum yfir á þann sem hefur ekkert nafn en mætti kannski kalla hvíta markaðinn. Fyrir vikið snarfækkaði innlendum heildsölum og hagkvæmni í verslun jókst.

Stundum er hugtakið grái markaðurinn líka notað í öðru samhengi, þegar vara eða þjónusta er seld öðrum en löggjafinn ætlaðist til þótt það sé kannski ekki endilega ólöglegt. Þannig gerist það stundum á verðbréfamarkaði að hlutabréf í svokölluðum óskráðum fyrirtækjum, það er fyrirtækjum sem hafa ekki skráð hlutabréf sín í kauphöll, eru seld til almennings í meira mæli en eðlilegt getur talist í ljósi þess að stífar reglur gilda um sölu verðbréfa til almennings en mun rýmri um sölu til þeirra sem teljast fagfjárfestar. Það gerist þá þannig að bréf sem seld eru þröngum hópi, til dæmis starfsmönnum fyrirtækisins eða fáum fjárfestum, leka smám saman út af þeim þrönga markaði og til almennings. Þá getur myndast grár markaður með slík bréf og almenningur eignast mikið af þeim, þótt það sé ekki í anda laganna.

Hugtakið grái markaðurinn er stundum notað þegar hlutabréf í óskráðum fyrirtækjum eru seld til almennings í meira mæli en eðlilegt getur talist.

Þetta gerðist til dæmis á sínum tíma með bréf í deCODE sem mikill spenningur var fyrir. Þröngur hópur fékk að kaupa slík bréf af fyrirtækinu en síðan flæddu hlutabréfin út á gráa markaðinn. Þetta gerðist þótt hlutabréfin hefðu ekki farið í frumútboð og verið skráð í kauphöll, sem er almennt forsenda þess að það megi markaðssetja þau skipulega til almennings. Urðu jafnvel nokkuð lífleg viðskipti með bréfin á þessum gráa markaði. Á endanum urðu bréfin þó skráð í kauphöll og þar með ekki lengur á gráa markaðinum.

Annað dæmi um markað sem stundum er kallað grár er þegar miðar á vinsæla atburði, til dæmis tónleika með hæfileikaríku og fallegu tónlistarfólki, eru keyptir og síðan endurseldir á hærra verði þótt þeir sem halda viðburðinn hafi ekki ætlast til þess. Sum lönd hafa sett takmarkanir á slík viðskipti, jafnvel bannað þau, og þá telst þetta svartamarkaðsbrask, en séu viðskiptin lögleg teljast þau á gráum markaði.

Myndir:...