Úralfjallgarðurinn liggur um nokkur loftslagsbelti, allt frá heimskautasvæðum í norðri suður að hálfeyðimörkum. Landslag, veðurfar, gróður og dýralíf er því mjög fjölbreytt þegar fjallgarðurinn er skoðaður í heild. Um það má til dæmis lesa í svari við spurningunni: Hvernig er dýralífið við Úralfjöll í Rússlandi? Mikið af verðmætum jarðefnum finnast í Úralfjöllum. Þar eru meðal annars kol, olía, járn, kopar, nikkel, króm, báxít, sink, gull og platína. Þar er einnig að finna gimsteina eða eðalsteina eins og demanta, tópas og smaragða. Heimildir og mynd:
- Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
- Úralfjöll á Ferðaheimur
- Ural Mountains á Wikipedia
- Mynd: Free World Maps
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.