Hvaða tungumál töluðu Föníkar (er að reyna að skrifa ritgerð)?Fönikía nefndist semískt fornríki í Litlu-Asíu. Ríkið var á um 200 km langri sléttu fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem nú er Líbanon, Sýrland og Palestína.
Heitið semítar er notað um þær þjóðir sem tala eða töluðu semísk mál. Samkvæmt Gamla testamentinu voru semítar afkomendur Sems sem var elsti sonur Nóa. Semísku málunum er skipt í tvennt:
- austur-semísk mál sem eru öll útdauð
- vestur-semísk mál, til dæmis hebreska og arameíska
- Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
- Phoenicia.org
- Worldbook.com