Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar í Evrópu er Albanía?

Margrét Kristjánsdóttir

Hið albanska nafn landsins er Rebublika e Shqipërisë. Albanir nefna þjóð sína sjálfir shqiptarë sem þýðir „synir arna“. Albanía er á vesturhluta Balkanskagans við Otranosund. Flatarmál þess er 28.748 km2, mesta lengd frá norðri til suðurs er 340 km og frá austri til vesturs 157 km.

Norðvestan Albaníu liggur Svartfjallaland (Montenegro), í norðaustri er Kosovohérað Serbíu (í ríkjasambandi Serbíu og Svartfjallalands), í austri er Makedónía og til suðausturs og suðurs liggur Grikkland. Adríahafið liggur að landinu vestan- og suðvestanverðu. Höfuðborg Albaníu heitir Tírana (á albönsku Tiranë).


Smellið til að skoða stærri útgáfu
Smellið til að skoða stærri útgáfu

Albanía er fjöllótt land, um það bil þrír fjórðu hlutar landsins eru fjöll og hæðir sem liggja í meira en 200 m hæð yfir sjó. Afgangurinn er strandláglendi og áreyrar. Vesturhluti landsins er þéttbýlastur og um það bil þriðjungur landsmanna býr í bæjum og borgum. Fjalllendið er strjálbýlt og byggð oft mjög afskekkt og illaðgengileg.

Miðjarðarhafsloftslaginu fylgja oft þurr og heit sumur og mildir og vætusamir vetur. Vesturhluti landsins nýtur mildara veðurlags en aðrir landshlutar vegna áhrifa frá Adríahafinu og Jónahafi. Þar er meðalhitinn í júlí 24°C og 9°C í janúar. Í austurhlutanum ríkir meginlandsloftslag með mildum sumrum (vegna meiri hæðar yfir sjávarmáli) og köldum vetrum. Meðalársúrkoman er á milli 2.500 mm í Norðuralbönsku-Ölpunum og 750 mm meðfram austurlandamærunum. Á veturna fellur um það bil 40% úrkomunnar. Í suðvesturhluta landsins eru þurrkatímabil til vandræða.

Heimildir og kort: Greinin "Albania" á vefsetri Encyclopædia Britannica.

Höfundur

Útgáfudagur

14.11.2003

Spyrjandi

Ragnar Nói Snæbjörnsson

Tilvísun

Margrét Kristjánsdóttir. „Hvar í Evrópu er Albanía?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3862.

Margrét Kristjánsdóttir. (2003, 14. nóvember). Hvar í Evrópu er Albanía? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3862

Margrét Kristjánsdóttir. „Hvar í Evrópu er Albanía?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3862>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar í Evrópu er Albanía?
Hið albanska nafn landsins er Rebublika e Shqipërisë. Albanir nefna þjóð sína sjálfir shqiptarë sem þýðir „synir arna“. Albanía er á vesturhluta Balkanskagans við Otranosund. Flatarmál þess er 28.748 km2, mesta lengd frá norðri til suðurs er 340 km og frá austri til vesturs 157 km.

Norðvestan Albaníu liggur Svartfjallaland (Montenegro), í norðaustri er Kosovohérað Serbíu (í ríkjasambandi Serbíu og Svartfjallalands), í austri er Makedónía og til suðausturs og suðurs liggur Grikkland. Adríahafið liggur að landinu vestan- og suðvestanverðu. Höfuðborg Albaníu heitir Tírana (á albönsku Tiranë).


Smellið til að skoða stærri útgáfu
Smellið til að skoða stærri útgáfu

Albanía er fjöllótt land, um það bil þrír fjórðu hlutar landsins eru fjöll og hæðir sem liggja í meira en 200 m hæð yfir sjó. Afgangurinn er strandláglendi og áreyrar. Vesturhluti landsins er þéttbýlastur og um það bil þriðjungur landsmanna býr í bæjum og borgum. Fjalllendið er strjálbýlt og byggð oft mjög afskekkt og illaðgengileg.

Miðjarðarhafsloftslaginu fylgja oft þurr og heit sumur og mildir og vætusamir vetur. Vesturhluti landsins nýtur mildara veðurlags en aðrir landshlutar vegna áhrifa frá Adríahafinu og Jónahafi. Þar er meðalhitinn í júlí 24°C og 9°C í janúar. Í austurhlutanum ríkir meginlandsloftslag með mildum sumrum (vegna meiri hæðar yfir sjávarmáli) og köldum vetrum. Meðalársúrkoman er á milli 2.500 mm í Norðuralbönsku-Ölpunum og 750 mm meðfram austurlandamærunum. Á veturna fellur um það bil 40% úrkomunnar. Í suðvesturhluta landsins eru þurrkatímabil til vandræða.

Heimildir og kort: Greinin "Albania" á vefsetri Encyclopædia Britannica....