Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru kynþættir ekki til?

Agnar Helgason

Upphaflega spurningin var svona:
Er rétt að allir kynþættir séu eins?
Rannsóknir hafa sýnt að meðalmunur á erfðaefni manna er 0,075%. Ef tveir einstaklingar eru valdir af handahófi úr mannkyninu þýðir það að 99,925% af erfðaefni þeirra er að meðaltali eins. Samanborið við flestar aðrar spendýrategundir er maðurinn (Homo sapiens) óvenjulega einsleitur í skilningi erfðafræðinnar. Meðalmunur á erfðaefni simpansa er til dæmis fjórum sinnum meiri, þótt þeir séu mun færri og lifi eingöngu á afmörkuðum svæðum í regnskógum Afríku.

Þrátt fyrir erfðafræðilega einsleitni virðast menn almennt telja að útlitsmunur á mannfólki sé mikill, sérstaklega hvað varðar húðlit, háralit, andlitslag og líkamslögun. Þetta er þó augljóslega háð því að við erum vön að taka eftir þessum mun en tökum til dæmis síður eftir mun á einstaklingum af annarri dýrategund. Tilhneiging okkar til að gera mikið úr þessum mun vex líka af því að hann tengist oft öðrum mun sem stafar af mismunandi umhverfi og menningu án þess að um neinar líffræðilegar erfðir sé að ræða.

Í hugum margra er útlitsmunur á mönnum ranglega talinn endurspegla djúpstæðan erfðafræðilegan mun. Sú staðreynd að einstaklingar hafa tilhneigingu til að vera líkir í útliti innan hópa, en ólíkir á milli hópa, hefur síðan ýtt undir þá hugmynd að hægt sé að skipta mannkyninu upp í nokkra erfðafræðilega sundurleita kynþætti.

Flokkun manna í kynþætti var fyrst og fremst stunduð af fræðimönnum á fyrri hluta 20. aldar. Yfirleitt þótti þá nægilegt að hópar sýndu mismunandi tíðni í einhverju útlitseinkenni sem talið var arfgengt til að réttlæta skiptingu í ólíka kynþætti. Sumir gerðu ráð fyrir að til væru þrír kynþættir sem samsvöruðu íbúum Afríku, Asíu og Evrópu. Aðrir töldu slíkt flokkunarkerfi ekki ná utan um allan fjölbreytileika í útliti mannhópa og bættu við sérstökum kynþáttum fyrir frumbyggja Ameríku, Ástralíu, Melanesíu og fleiri hópa.



Höfuðlagsfræði (e. phrenology) var mikið notuð til að réttlæta skiptingu mannsins í „kynþætti“ á 19. öld og fyrstu áratugum 20. aldar eins og myndirnar til hliðar og að neðan gefa til kynna. Hvíti „kynþátturinn“ (auðvitað karlkyns) var þá yfirleitt miðlægur og/eða efstur.

Eftir á að hyggja má segja að aðferðafræði þessara manna hafi verið illa ígrunduð og skilgreiningar þeirra á kynþáttahugtakinu loðnar. Niðurstaðan varð sú að búin voru til mörg ólík flokkunarkerfi þar sem heildarfjöldi kynþátta taldist allt frá 3 og upp í 64 eftir því hvaða fræðimaður átti í hlut.

Þrátt fyrir augljósa galla náði kynþáttahugtakið, og sérstaklega hin þríþætta flokkun í „svarta“, „hvíta“ og „gula“ kynþætti, sterkri fótfestu í hugum almennings og stjórnvalda. Þannig hefur hún haft og heldur áfram að hafa úrslitaáhrif á lífsgæði og afkomumöguleika einstaklinga um allan heim. Sömuleiðis er flokkun af þessu tagi alloft notuð í opinberum gögnum um fólk.

Á undanförnum áratugum hefur gagnrýnisröddum hins vegar fjölgað mjög og nú orðið vita margir að skipting mannkynsins í kynþætti er ekki lengur talin vísindalega gild, þótt færri geti ef til vill útskýrt hvers vegna svo sé. Líklegt er að spurningin „Er rétt að allir kynþættir séu eins?“ sé sprottin af eðlilegri óvissu um þetta rótgróna flokkunarkerfi sem erfðavísindin hafa kollvarpað.

Í líffræðilegum skilningi ættu kynþættir að jafngilda deilitegundum eða undirtegundum (e. sub-species), en með því er átt við hópa innan tegundar sem hafa verið einangraðir hver frá öðrum nógu lengi til að merkjanlegur erfðafræðilegan munur komi fram. Eitt gleggsta dæmið um slíkt er undirtegundir hunda sem talsvert hefur verið fjallað um hér á Vísindavefnum eins og lesandinn getur séð með því að setja efnisorðið „hundar“ inn í leitarvél okkar.

Í þróunarfræði er gert ráð fyrir því að slík kvíslun innan tegundar sé forleikur að því að ný tegund myndast þegar einn hópur sker sig nægilega úr til þess að einstaklingar úr honum geta ekki lengur átt frjó afkvæmi með einstaklingum úr öðrum hópum.

Tegundum er þó ekki öllum skipt upp í undirtegundir. Slík skipting er bara talin eiga við þegar erfðafræðilegur munur á hópum er meiri en 25-30% af samanlögðum erfðabreytileika tegundar. Þegar litið er nánar á fyrrnefndan breytileika meðal manna (0,075% samtals), þá kemur í ljós að 85% af honum eru milli einstaklinga innan sömu hópa, um 6% er á milli hópa innan sömu álfu og aðeins um 9% er á milli íbúa ólíkra álfa. Engir hópar manna frekar en annarra tegunda eru hins vegar nákvæmlega eins í erfðafræðilegum skilningi.

Í stuttu máli þýðir þetta að erfðafræðilegur munur á hópum manna er hvergi nógu mikill til að réttlæta það að líffræðingar mundu skipta slíkri tegund í undirtegundir eins og gert er með ýmsar aðrar tegundir.




Niðurstaðan er þá sú að kynþáttahugtakið er ekki nothæft til að lýsa hópaskiptingu mannkyns. Frá sjónarhorni vísinda er réttara að notast við hugtakið stofn (e. population) í þessu samhengi, en það er hópur einstaklinga, sem vegna nálægðar eða annarra skilyrða, eru líklegir til að eignast saman afkvæmi. Stór kostur við þetta hugtak er sveigjanleiki, sem endurspeglar vel veruleika lífheimsins. Þannig væri til dæmis hægt að líta á íbúa Akureyrar sem stofn, en einnig mætti líta á íbúa Norðausturlands sem sérstakan stofn, eða íbúa Íslands, eða íbúa Evrópu, en tegundin sjálf er stærsti stofninn.

Stofnar þurfa ekki endilega að vera afmarkaðir vegna landfræðilegrar legu, heldur geta trúarbrögð til dæmis orðið til þess að einangra sérstaka stofna í samfélagi manna, samanber til dæmis Mormóna eða Amish-menn. Ljóst er einnig af þessum dæmum að stofnar eru mjög misjafnlega afmarkaðir.

Í dag nota nánast allir mannfræðingar, líffræðingar og læknar hugtakið stofn í rannsóknum sem fela í sér að flokka mannfólk í líffræðilega merkingarbæra hópa. Með tímanum munu fjölmiðlar, stjórnmálamenn og almenningur vonandi átta sig á því að búið er að gefa hugtakinu kynþáttur vísindalegt dánarvottorð.

Sjá einnig önnur svör um svipað efni, til dæmis:Myndir:

Höfundur

líffræðilegur mannfræðingur hjá ÍE

Útgáfudagur

2.10.2003

Spyrjandi

Guðjón Ólafsson

Tilvísun

Agnar Helgason. „Eru kynþættir ekki til?“ Vísindavefurinn, 2. október 2003, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3771.

Agnar Helgason. (2003, 2. október). Eru kynþættir ekki til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3771

Agnar Helgason. „Eru kynþættir ekki til?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2003. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3771>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru kynþættir ekki til?
Upphaflega spurningin var svona:

Er rétt að allir kynþættir séu eins?
Rannsóknir hafa sýnt að meðalmunur á erfðaefni manna er 0,075%. Ef tveir einstaklingar eru valdir af handahófi úr mannkyninu þýðir það að 99,925% af erfðaefni þeirra er að meðaltali eins. Samanborið við flestar aðrar spendýrategundir er maðurinn (Homo sapiens) óvenjulega einsleitur í skilningi erfðafræðinnar. Meðalmunur á erfðaefni simpansa er til dæmis fjórum sinnum meiri, þótt þeir séu mun færri og lifi eingöngu á afmörkuðum svæðum í regnskógum Afríku.

Þrátt fyrir erfðafræðilega einsleitni virðast menn almennt telja að útlitsmunur á mannfólki sé mikill, sérstaklega hvað varðar húðlit, háralit, andlitslag og líkamslögun. Þetta er þó augljóslega háð því að við erum vön að taka eftir þessum mun en tökum til dæmis síður eftir mun á einstaklingum af annarri dýrategund. Tilhneiging okkar til að gera mikið úr þessum mun vex líka af því að hann tengist oft öðrum mun sem stafar af mismunandi umhverfi og menningu án þess að um neinar líffræðilegar erfðir sé að ræða.

Í hugum margra er útlitsmunur á mönnum ranglega talinn endurspegla djúpstæðan erfðafræðilegan mun. Sú staðreynd að einstaklingar hafa tilhneigingu til að vera líkir í útliti innan hópa, en ólíkir á milli hópa, hefur síðan ýtt undir þá hugmynd að hægt sé að skipta mannkyninu upp í nokkra erfðafræðilega sundurleita kynþætti.

Flokkun manna í kynþætti var fyrst og fremst stunduð af fræðimönnum á fyrri hluta 20. aldar. Yfirleitt þótti þá nægilegt að hópar sýndu mismunandi tíðni í einhverju útlitseinkenni sem talið var arfgengt til að réttlæta skiptingu í ólíka kynþætti. Sumir gerðu ráð fyrir að til væru þrír kynþættir sem samsvöruðu íbúum Afríku, Asíu og Evrópu. Aðrir töldu slíkt flokkunarkerfi ekki ná utan um allan fjölbreytileika í útliti mannhópa og bættu við sérstökum kynþáttum fyrir frumbyggja Ameríku, Ástralíu, Melanesíu og fleiri hópa.



Höfuðlagsfræði (e. phrenology) var mikið notuð til að réttlæta skiptingu mannsins í „kynþætti“ á 19. öld og fyrstu áratugum 20. aldar eins og myndirnar til hliðar og að neðan gefa til kynna. Hvíti „kynþátturinn“ (auðvitað karlkyns) var þá yfirleitt miðlægur og/eða efstur.

Eftir á að hyggja má segja að aðferðafræði þessara manna hafi verið illa ígrunduð og skilgreiningar þeirra á kynþáttahugtakinu loðnar. Niðurstaðan varð sú að búin voru til mörg ólík flokkunarkerfi þar sem heildarfjöldi kynþátta taldist allt frá 3 og upp í 64 eftir því hvaða fræðimaður átti í hlut.

Þrátt fyrir augljósa galla náði kynþáttahugtakið, og sérstaklega hin þríþætta flokkun í „svarta“, „hvíta“ og „gula“ kynþætti, sterkri fótfestu í hugum almennings og stjórnvalda. Þannig hefur hún haft og heldur áfram að hafa úrslitaáhrif á lífsgæði og afkomumöguleika einstaklinga um allan heim. Sömuleiðis er flokkun af þessu tagi alloft notuð í opinberum gögnum um fólk.

Á undanförnum áratugum hefur gagnrýnisröddum hins vegar fjölgað mjög og nú orðið vita margir að skipting mannkynsins í kynþætti er ekki lengur talin vísindalega gild, þótt færri geti ef til vill útskýrt hvers vegna svo sé. Líklegt er að spurningin „Er rétt að allir kynþættir séu eins?“ sé sprottin af eðlilegri óvissu um þetta rótgróna flokkunarkerfi sem erfðavísindin hafa kollvarpað.

Í líffræðilegum skilningi ættu kynþættir að jafngilda deilitegundum eða undirtegundum (e. sub-species), en með því er átt við hópa innan tegundar sem hafa verið einangraðir hver frá öðrum nógu lengi til að merkjanlegur erfðafræðilegan munur komi fram. Eitt gleggsta dæmið um slíkt er undirtegundir hunda sem talsvert hefur verið fjallað um hér á Vísindavefnum eins og lesandinn getur séð með því að setja efnisorðið „hundar“ inn í leitarvél okkar.

Í þróunarfræði er gert ráð fyrir því að slík kvíslun innan tegundar sé forleikur að því að ný tegund myndast þegar einn hópur sker sig nægilega úr til þess að einstaklingar úr honum geta ekki lengur átt frjó afkvæmi með einstaklingum úr öðrum hópum.

Tegundum er þó ekki öllum skipt upp í undirtegundir. Slík skipting er bara talin eiga við þegar erfðafræðilegur munur á hópum er meiri en 25-30% af samanlögðum erfðabreytileika tegundar. Þegar litið er nánar á fyrrnefndan breytileika meðal manna (0,075% samtals), þá kemur í ljós að 85% af honum eru milli einstaklinga innan sömu hópa, um 6% er á milli hópa innan sömu álfu og aðeins um 9% er á milli íbúa ólíkra álfa. Engir hópar manna frekar en annarra tegunda eru hins vegar nákvæmlega eins í erfðafræðilegum skilningi.

Í stuttu máli þýðir þetta að erfðafræðilegur munur á hópum manna er hvergi nógu mikill til að réttlæta það að líffræðingar mundu skipta slíkri tegund í undirtegundir eins og gert er með ýmsar aðrar tegundir.




Niðurstaðan er þá sú að kynþáttahugtakið er ekki nothæft til að lýsa hópaskiptingu mannkyns. Frá sjónarhorni vísinda er réttara að notast við hugtakið stofn (e. population) í þessu samhengi, en það er hópur einstaklinga, sem vegna nálægðar eða annarra skilyrða, eru líklegir til að eignast saman afkvæmi. Stór kostur við þetta hugtak er sveigjanleiki, sem endurspeglar vel veruleika lífheimsins. Þannig væri til dæmis hægt að líta á íbúa Akureyrar sem stofn, en einnig mætti líta á íbúa Norðausturlands sem sérstakan stofn, eða íbúa Íslands, eða íbúa Evrópu, en tegundin sjálf er stærsti stofninn.

Stofnar þurfa ekki endilega að vera afmarkaðir vegna landfræðilegrar legu, heldur geta trúarbrögð til dæmis orðið til þess að einangra sérstaka stofna í samfélagi manna, samanber til dæmis Mormóna eða Amish-menn. Ljóst er einnig af þessum dæmum að stofnar eru mjög misjafnlega afmarkaðir.

Í dag nota nánast allir mannfræðingar, líffræðingar og læknar hugtakið stofn í rannsóknum sem fela í sér að flokka mannfólk í líffræðilega merkingarbæra hópa. Með tímanum munu fjölmiðlar, stjórnmálamenn og almenningur vonandi átta sig á því að búið er að gefa hugtakinu kynþáttur vísindalegt dánarvottorð.

Sjá einnig önnur svör um svipað efni, til dæmis:Myndir:...