Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvernig verður plast til?

Einar Karl Friðriksson

Í sem stystu máli má svara spurningunni sem svo að plast verði til af manna völdum því plast fyrirfinnst hvergi í náttúrunni.

Þegar jarðolía er hreinsuð og unnin myndast ýmsar smáar og hvarfgjarnar gassameindir, en hvarfgjarnar kallast þær sameindir sem hvarfast tiltölulega auðveldlega við aðrar og mynda nýjar sameindir. Með því að safna þessum sameindum saman, stilla aðstæður rétt og blanda við lítið magn hvataefnis má fá slíkar litlar sameindir til að hvarfast saman í langar keðjusameindir, svonefndar fjölliður. Plastið sem myndast er fljótandi massi sem auðvelt er að forma, til dæmis steypa í mót.

Á efri hluta myndarinnar sjást sameindin eten (áður oft nefnd etýlen) sem er samsett úr tveimur kolefnisatómum og fjórum vetnisatómum, og hluti af fjölliðusameindinni pólýetýlen þar sem fjöldi etensameinda hefur tengst saman, en oft mynda tugir þúsunda etensameinda hverja pólýetýlensameind (forskeytið pólý- kemur úr grísku en “polu” þýðir margir). Fjölliðurnar geta verið einfaldar, línulegar keðjur eða greinst sundur og myndað samsettar keðjur. Slík mismunandi form fjölliðukeðjanna hafa áhrif á eiginleika plastefnisins en myndun þeirra má stjórna með aðstæðum við plastframleiðsluna. Einnig eru notaðar aðrar grunneiningar, svo sem klóreten (eten með einni áfastri klórfrumeind) sem er grunneining í fjölliðum PVC-plasts (PVC = pólývínýlklóríð) og sjást þær á neðri hluta myndarinnar.

Fyrr á öldinni þegar plastefnin voru tiltölulega ný af nálinni voru þau álitin hin mestu undraefni og vissulega hafa þau mikil áhrif á okkar nánasta umhverfi, þar sem við klæðumst plastefnum og notum plast í ílát, húsgögn og málningu svo að fátt eitt sé talið. Þó hefur komið betur í ljós að plast endist síður en svo um til eilífðar. Bæði leka ýmis mýkingarefni sem oft er bætt í plast smám saman út úr því, og getur plastið þá orðið stökkt og viðkvæmt, og einnig taka sum plastefni í sig ýmis óhreinindi með tíð og tíma. Óvíst er því hvort mikið af plastmunum okkar muni verða til sýnis á fornminjasöfnum eftir þúsund ár.

Höfundur

Útgáfudagur

5.10.2000

Spyrjandi

Auður Ólafsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Einar Karl Friðriksson. „Hvernig verður plast til?“ Vísindavefurinn, 5. október 2000. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=970.

Einar Karl Friðriksson. (2000, 5. október). Hvernig verður plast til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=970

Einar Karl Friðriksson. „Hvernig verður plast til?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2000. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=970>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verður plast til?
Í sem stystu máli má svara spurningunni sem svo að plast verði til af manna völdum því plast fyrirfinnst hvergi í náttúrunni.

Þegar jarðolía er hreinsuð og unnin myndast ýmsar smáar og hvarfgjarnar gassameindir, en hvarfgjarnar kallast þær sameindir sem hvarfast tiltölulega auðveldlega við aðrar og mynda nýjar sameindir. Með því að safna þessum sameindum saman, stilla aðstæður rétt og blanda við lítið magn hvataefnis má fá slíkar litlar sameindir til að hvarfast saman í langar keðjusameindir, svonefndar fjölliður. Plastið sem myndast er fljótandi massi sem auðvelt er að forma, til dæmis steypa í mót.

Á efri hluta myndarinnar sjást sameindin eten (áður oft nefnd etýlen) sem er samsett úr tveimur kolefnisatómum og fjórum vetnisatómum, og hluti af fjölliðusameindinni pólýetýlen þar sem fjöldi etensameinda hefur tengst saman, en oft mynda tugir þúsunda etensameinda hverja pólýetýlensameind (forskeytið pólý- kemur úr grísku en “polu” þýðir margir). Fjölliðurnar geta verið einfaldar, línulegar keðjur eða greinst sundur og myndað samsettar keðjur. Slík mismunandi form fjölliðukeðjanna hafa áhrif á eiginleika plastefnisins en myndun þeirra má stjórna með aðstæðum við plastframleiðsluna. Einnig eru notaðar aðrar grunneiningar, svo sem klóreten (eten með einni áfastri klórfrumeind) sem er grunneining í fjölliðum PVC-plasts (PVC = pólývínýlklóríð) og sjást þær á neðri hluta myndarinnar.

Fyrr á öldinni þegar plastefnin voru tiltölulega ný af nálinni voru þau álitin hin mestu undraefni og vissulega hafa þau mikil áhrif á okkar nánasta umhverfi, þar sem við klæðumst plastefnum og notum plast í ílát, húsgögn og málningu svo að fátt eitt sé talið. Þó hefur komið betur í ljós að plast endist síður en svo um til eilífðar. Bæði leka ýmis mýkingarefni sem oft er bætt í plast smám saman út úr því, og getur plastið þá orðið stökkt og viðkvæmt, og einnig taka sum plastefni í sig ýmis óhreinindi með tíð og tíma. Óvíst er því hvort mikið af plastmunum okkar muni verða til sýnis á fornminjasöfnum eftir þúsund ár.

...