Sólin Sólin Rís 04:55 • sest 21:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:20 • Sest 12:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:37 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:14 • Síðdegis: 19:34 í Reykjavík

Hvað þýðir ólígarkí og hverjir eru ólígarkar?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Hugtakið ólígarkí er komið úr grísku og merkir 'fámennisstjórn'. Það er myndað úr grísku orðunum oligos (ὀλίγος) sem merkir fár eða fáir og arkhein (ἄρχειν) sem þýðir að hafa forystu eða stjórna.

Með orðinu ólígarkí er átt við stjórn hinna fáu, andstætt orðinu demókratí (lýðræði) sem vísar til stjórnarfars þar sem almenningur eða lýðurinn ræður, en gríska orðið demos merkir almenningur.

Oft er vísað til rússneskra auðmanna sem efnuðust verulega á víðtækri einkavæðingu eftir fall Sovétríkjanna, sem ólígarka. Einn af þeim er Alisher Usmanov sem hér sést á myndinni.

Oft er vísað til rússneskra auðmanna sem efnuðust verulega á víðtækri einkavæðingu eftir fall Sovétríkjanna, sem ólígarka. Auðsöfnun þeirra varð samtvinnuð pólitískum áhrifum og völdum og þeir áttu til að mynda hlut í að fjármagna endurkosningu Borisar Jeltsín árið 1996. Undanfarin ár hafa rússneskir ólígarkar margir verið tengdir við Vladimír Pútín, núverandi forseta Rússlands. Sagt er að Boris Berezovskí (1946-2013), auðjöfur og ólígarki, hafi fyrstur stungið upp á Pútín sem arftaka Jeltsíns.

Flest dæmi á vefnum Tímarit.is um ólígarka eiga við um rússneska ólígarka, samanber til að mynda þetta dæmi úr Fréttablaðinu frá árinu 2004:

Enginn hefur haldið því fram að Khodorkovskí sé dýrlingur. Ekki fremur en aðrir svokallaðir „ólígarkar“ í Rússlandi, sem fengu helstu eignir rússneska ríkisins nánast gefins í óréttlátri einkavæðingu fyrir um tíu árum síðan.[1]

Mörg önnur skyld hugtök sem tengjast stjórnarfari koma einnig beint úr grísku, til að mynda plútókratí (auðvaldsstjórn, ploutos merkir auður), týranni (harðstjóri, tyrannos merkir einvaldur) og anarkí (stjórnleysi, neitandi forskeyti með gíska orðinu arkhein).

Tilvísun:
  1. ^ Fréttablaðið - 357. tölublað (31.12.2004) - Tímarit.is. (Sótt 3.03.2022).

Heimildir:
  • Þorsteinn Þorsteinsson, "Kratakórinn kyrjaði pólitískan pistil", Grikkland ár og síð (ritstj. Sigurður A. Magnússon og fleiri), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1991, bls. 33-47.
  • etymonline.com. (Sótt 3.3.2022).

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2022

Spyrjandi

Guðrún Kristín Jónsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað þýðir ólígarkí og hverjir eru ólígarkar?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2022. Sótt 2. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83286.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2022, 4. mars). Hvað þýðir ólígarkí og hverjir eru ólígarkar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83286

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað þýðir ólígarkí og hverjir eru ólígarkar?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2022. Vefsíða. 2. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83286>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir ólígarkí og hverjir eru ólígarkar?
Hugtakið ólígarkí er komið úr grísku og merkir 'fámennisstjórn'. Það er myndað úr grísku orðunum oligos (ὀλίγος) sem merkir fár eða fáir og arkhein (ἄρχειν) sem þýðir að hafa forystu eða stjórna.

Með orðinu ólígarkí er átt við stjórn hinna fáu, andstætt orðinu demókratí (lýðræði) sem vísar til stjórnarfars þar sem almenningur eða lýðurinn ræður, en gríska orðið demos merkir almenningur.

Oft er vísað til rússneskra auðmanna sem efnuðust verulega á víðtækri einkavæðingu eftir fall Sovétríkjanna, sem ólígarka. Einn af þeim er Alisher Usmanov sem hér sést á myndinni.

Oft er vísað til rússneskra auðmanna sem efnuðust verulega á víðtækri einkavæðingu eftir fall Sovétríkjanna, sem ólígarka. Auðsöfnun þeirra varð samtvinnuð pólitískum áhrifum og völdum og þeir áttu til að mynda hlut í að fjármagna endurkosningu Borisar Jeltsín árið 1996. Undanfarin ár hafa rússneskir ólígarkar margir verið tengdir við Vladimír Pútín, núverandi forseta Rússlands. Sagt er að Boris Berezovskí (1946-2013), auðjöfur og ólígarki, hafi fyrstur stungið upp á Pútín sem arftaka Jeltsíns.

Flest dæmi á vefnum Tímarit.is um ólígarka eiga við um rússneska ólígarka, samanber til að mynda þetta dæmi úr Fréttablaðinu frá árinu 2004:

Enginn hefur haldið því fram að Khodorkovskí sé dýrlingur. Ekki fremur en aðrir svokallaðir „ólígarkar“ í Rússlandi, sem fengu helstu eignir rússneska ríkisins nánast gefins í óréttlátri einkavæðingu fyrir um tíu árum síðan.[1]

Mörg önnur skyld hugtök sem tengjast stjórnarfari koma einnig beint úr grísku, til að mynda plútókratí (auðvaldsstjórn, ploutos merkir auður), týranni (harðstjóri, tyrannos merkir einvaldur) og anarkí (stjórnleysi, neitandi forskeyti með gíska orðinu arkhein).

Tilvísun:
  1. ^ Fréttablaðið - 357. tölublað (31.12.2004) - Tímarit.is. (Sótt 3.03.2022).

Heimildir:
  • Þorsteinn Þorsteinsson, "Kratakórinn kyrjaði pólitískan pistil", Grikkland ár og síð (ritstj. Sigurður A. Magnússon og fleiri), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1991, bls. 33-47.
  • etymonline.com. (Sótt 3.3.2022).

Mynd:...