Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Börkur Hansen stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Börkur Hansen er prófessor við Deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hans í kennslu og rannsóknum eru þættir sem tengjast skólastjórnun, svo sem hlutverkum stjórnenda, stefnumörkun, forystu, stjórnskipulagi, breytingum og þróun, starfsháttum, stofnanamati og fleiru.

Börkur hefur tekið þátt í fjölda rannsóknarverkefna og vinnur nú að framhaldsrannsókn á á störfum grunnskólastjóra en nú er um aldarfjórðungur frá því að fyrsta rannsókn Barkar og hans samstarfsfélaga var gerð hér á landi á þessu sviði. Þá tók hann þátt í rannsóknarverkefninu Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar sem er ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á starfsemi grunnskóla hér á landi. Börkur tekur einnig þátt í verkefninu Að bera meira úr býtum sem er rannsóknar- og þróunarverkefni sem er unnið í samstarfi þriggja grunnskóla og rannsakenda á Menntavísindasviði. Þá tekur Börkur þátt í rannsóknarverkefninu Educational aspirations, opportunities and challenges for immigrants in university education in Iceland sem er umfangsmikil rannsókn á reynslu nemenda af erlendu bergi af háskólanámi hér á landi.

Meginviðfangsefni Barkar í kennslu og rannsóknum eru þættir sem tengjast skólastjórnun, svo sem hlutverkum stjórnenda, stefnumörkun, forystu, stjórnskipulagi, breytingum og þróun, starfsháttum, stofnanamati og fleiru.

Börkur hefur einnig tekið þátt í umfangsmiklum Norrænum rannsóknarverkefnum eins og Learning Spaces for Inclusion and Social Justice. Success stories from immigrant students and school communities in four Nordic countries sem er samanburðarrannsókn á fjölmenningarlegu skólastarfi sem er metið sem farsælt, Transnational influence on values and practices in Nordic educational leadership sem tekur áhrifa ytri fjölþjóðlegra stofnana á skólastaf á Norðurlöndum, Rektor – En forskningsöversikt 2000 –2010 sem veitir yfirlit um helstu rannsóknir á skólastjórum á Norðurlöndum; og Skoleledelse I Norden þar sem störf skólastjórnenda á Norðurlöndum voru könnuð.

Börkur lauk doktorsprófi frá háskólanum í Alberta í Kanada árið 1987. Sama ár hóf hann störf við Kennaraháskóla Íslands. Hann gegnir nú í stöðu prófessors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Börkur gegndi ýmsum ábyrgðarstörfum við Kennaraháskólann; var kennslustjóri, forstöðumaður rannsóknarstofnunar, deildarforseti framhaldsdeildar auk námsbrautar-stjórnar. Til viðbótar átti hann sæti í ýmsum ráðum og nefndum, svo sem Háskólaráði, deildarráðum og dómnefndum og var starfandi aðstoðararrektor í eitt ár. Börkur sat í Bologna-nefnd Menntamálaráðuneytisins um árabil og átti sæti í verkefnisstjórn sameiningar Kennaraháskólans og Háskóla Íslands. Þá hefur Börkur setið í deildarráði og verið formaður námsbrautarinnar Menntastjórnun og matsfræði á Menntavísindasviði, setið í Gæðanefnd Háskóla Íslands, Afmælisnefnd vegna 100 ára afmælis skólans, og verið formaður Kennslumálanefndar. Þá var Börkur í Háskólaráði Háskólans í tvö tímabil sem fulltrúi háskólasamfélagsins, bæði tímabilin sem varaformaður ráðsins. Börkur er nú formaður fastrar dómnefndar Menntavísindasviðs.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

29.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Börkur Hansen stundað?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2018. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76918.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 29. desember). Hvaða rannsóknir hefur Börkur Hansen stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76918

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Börkur Hansen stundað?“ Vísindavefurinn. 29. des. 2018. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76918>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Börkur Hansen stundað?
Börkur Hansen er prófessor við Deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hans í kennslu og rannsóknum eru þættir sem tengjast skólastjórnun, svo sem hlutverkum stjórnenda, stefnumörkun, forystu, stjórnskipulagi, breytingum og þróun, starfsháttum, stofnanamati og fleiru.

Börkur hefur tekið þátt í fjölda rannsóknarverkefna og vinnur nú að framhaldsrannsókn á á störfum grunnskólastjóra en nú er um aldarfjórðungur frá því að fyrsta rannsókn Barkar og hans samstarfsfélaga var gerð hér á landi á þessu sviði. Þá tók hann þátt í rannsóknarverkefninu Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar sem er ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á starfsemi grunnskóla hér á landi. Börkur tekur einnig þátt í verkefninu Að bera meira úr býtum sem er rannsóknar- og þróunarverkefni sem er unnið í samstarfi þriggja grunnskóla og rannsakenda á Menntavísindasviði. Þá tekur Börkur þátt í rannsóknarverkefninu Educational aspirations, opportunities and challenges for immigrants in university education in Iceland sem er umfangsmikil rannsókn á reynslu nemenda af erlendu bergi af háskólanámi hér á landi.

Meginviðfangsefni Barkar í kennslu og rannsóknum eru þættir sem tengjast skólastjórnun, svo sem hlutverkum stjórnenda, stefnumörkun, forystu, stjórnskipulagi, breytingum og þróun, starfsháttum, stofnanamati og fleiru.

Börkur hefur einnig tekið þátt í umfangsmiklum Norrænum rannsóknarverkefnum eins og Learning Spaces for Inclusion and Social Justice. Success stories from immigrant students and school communities in four Nordic countries sem er samanburðarrannsókn á fjölmenningarlegu skólastarfi sem er metið sem farsælt, Transnational influence on values and practices in Nordic educational leadership sem tekur áhrifa ytri fjölþjóðlegra stofnana á skólastaf á Norðurlöndum, Rektor – En forskningsöversikt 2000 –2010 sem veitir yfirlit um helstu rannsóknir á skólastjórum á Norðurlöndum; og Skoleledelse I Norden þar sem störf skólastjórnenda á Norðurlöndum voru könnuð.

Börkur lauk doktorsprófi frá háskólanum í Alberta í Kanada árið 1987. Sama ár hóf hann störf við Kennaraháskóla Íslands. Hann gegnir nú í stöðu prófessors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Börkur gegndi ýmsum ábyrgðarstörfum við Kennaraháskólann; var kennslustjóri, forstöðumaður rannsóknarstofnunar, deildarforseti framhaldsdeildar auk námsbrautar-stjórnar. Til viðbótar átti hann sæti í ýmsum ráðum og nefndum, svo sem Háskólaráði, deildarráðum og dómnefndum og var starfandi aðstoðararrektor í eitt ár. Börkur sat í Bologna-nefnd Menntamálaráðuneytisins um árabil og átti sæti í verkefnisstjórn sameiningar Kennaraháskólans og Háskóla Íslands. Þá hefur Börkur setið í deildarráði og verið formaður námsbrautarinnar Menntastjórnun og matsfræði á Menntavísindasviði, setið í Gæðanefnd Háskóla Íslands, Afmælisnefnd vegna 100 ára afmælis skólans, og verið formaður Kennslumálanefndar. Þá var Börkur í Háskólaráði Háskólans í tvö tímabil sem fulltrúi háskólasamfélagsins, bæði tímabilin sem varaformaður ráðsins. Börkur er nú formaður fastrar dómnefndar Menntavísindasviðs.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...