Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ég var að ráða krossgátu og lenti í vandræðum með nafn á eiginkonu Bakkusar. Hver var það?

Geir Þ. Þórarinsson

Eiginkona Díonýsosar eða Bakkusar var Aríaðna, dóttir Mínosar konungs á Krít og sú hin sama og hjálpað hafði Þeseifi að ráða niðurlögum Mínótárosar. Þegar Þeseifur hafði drepið Mínótáros flýði Aríaðna með honum frá Krít til að forðast reiði föður síns. En Þeseifur skildi hana eftir á eynni Naxos. Þá kom Díonýsos henni til bjargar. Hann varð ástfanginn af stúlkunni, giftist henni og hafði hana með sér upp á Ólympstind. Aríaðna og Díonýsos áttu saman fjögur börn, Þóas, Stafýlos, Önópíon og Pepareþos.


Málverk af Aríöðnu eftir John William Waterhouse (1849-1917).

Aðrar útgáfur sögunnar eru til en í Ódysseifskviðu Hómers segir frá því í 11. bók að Artemis hafi banað Aríöðnu á eynni Naxos að beiðni Díonýsosar.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Svo er mál með vexti að ég var að ráða krossgátu en festist á einu atriði, hvert var nafn eiginkonu Bakkusar? Átti sá guð yfirhöfuð konu? Ef svo er þá væri gaman að heyra meira um hana.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

31.3.2008

Spyrjandi

Sædís Gröndal, f. 1990

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Ég var að ráða krossgátu og lenti í vandræðum með nafn á eiginkonu Bakkusar. Hver var það?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7266.

Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 31. mars). Ég var að ráða krossgátu og lenti í vandræðum með nafn á eiginkonu Bakkusar. Hver var það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7266

Geir Þ. Þórarinsson. „Ég var að ráða krossgátu og lenti í vandræðum með nafn á eiginkonu Bakkusar. Hver var það?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7266>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ég var að ráða krossgátu og lenti í vandræðum með nafn á eiginkonu Bakkusar. Hver var það?
Eiginkona Díonýsosar eða Bakkusar var Aríaðna, dóttir Mínosar konungs á Krít og sú hin sama og hjálpað hafði Þeseifi að ráða niðurlögum Mínótárosar. Þegar Þeseifur hafði drepið Mínótáros flýði Aríaðna með honum frá Krít til að forðast reiði föður síns. En Þeseifur skildi hana eftir á eynni Naxos. Þá kom Díonýsos henni til bjargar. Hann varð ástfanginn af stúlkunni, giftist henni og hafði hana með sér upp á Ólympstind. Aríaðna og Díonýsos áttu saman fjögur börn, Þóas, Stafýlos, Önópíon og Pepareþos.


Málverk af Aríöðnu eftir John William Waterhouse (1849-1917).

Aðrar útgáfur sögunnar eru til en í Ódysseifskviðu Hómers segir frá því í 11. bók að Artemis hafi banað Aríöðnu á eynni Naxos að beiðni Díonýsosar.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Svo er mál með vexti að ég var að ráða krossgátu en festist á einu atriði, hvert var nafn eiginkonu Bakkusar? Átti sá guð yfirhöfuð konu? Ef svo er þá væri gaman að heyra meira um hana.

Mynd:...