Meðalfellsvatn er 2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi vatnsins er tæplega 19 m og meðaldýpi er 4,4 m. Dýpsti hluti þess er í því austanverðu en meginhluti þess er tiltölulega grunnur (2 - 4 m). Vatnasvið Meðalfellsvatns er um 39 km2 . Í það sunnanvert renna smáárnar Flekkudalsá með upptök í Flekkudal í norðanverðri Esju og Sandsá með upptök í norðanverðum Móskarðshnjúkum. Úr Meðalfellsvatni norðvestanverðu fellur áin Bugða sem rennur í Laxá. Í Meðalfellsvatni er töluvert af bleikju og einnig er þar að finna urriða. Auk þess veiðast í vatninu nokkrir laxar árleg. Á Vísindavefnum eru fleiri svör um íslensk stöðuvötn, til dæmis: Heimildir og mynd:
- Flokkun vatna á Kjósarsvæði - Meðalfellsvatn. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis og Háskólasetrið í Hveragerði. 2004.
- Meðalfellsvatn á NAT Norðurferðir. Sótt 6. 3. 2008.
- Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 6. 3. 2008.