Þar kemur fram að svokallaður dreki (e. hippocampus) gegnir mikilvægu hlutverki í því að festa hluti í minninu. Minningar eru hins vegar ekki geymdar til lengri tíma í drekanum heldur líklega í heilaberkinum og yfirleitt nálægt þeim svæðum þar sem minningarnar erta heilann fyrst. Sjónrænar minningar fara í geymslu nálægt sjónsvæðum heilans sem eru aftan á hnakkablaði en hljóðrænar minningar eru geymdar á gagnaugablaði heilans, nálægt heyrnarsvæðunum. Frekara lesefni um heilann á Vísindavefnum:
- Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?
- Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?
- Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans?
- Er heilastofn og heilabörkur það sama? Ef ekki, hvað er þá heilabörkur?
- Images of Mind: The Semiotic Alphabet by John D. Norseen
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.