Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver er munurinn á einkasölu og fákeppni?

Gylfi Magnússon

Eins og orðin gefa til kynna þá er einungis einn seljandi að tiltekinni vöru eða þjónustu þegar um einkasölu er að ræða. Keppendur eru hins vegar fáir, en þó fleiri en einn, sé um fákeppni að ræða. Einkasala er þýðing á 'monopoly' en fákeppni er þýðing á 'oligopoly'.

Ýmist er talað um einkasölu eða einokun. Fyrra orðið er hlutlaust en hið síðara vísar til þess að það er oftast slæmt fyrir kaupendur að geta ekki snúið viðskiptum sínum nema til eins aðila.

Einnig er til hugtakið tvíkeppni, sem er þýðing á 'duopoly'. Þá keppa tveir aðilar á sama markaði. Ýmist er talað um tvíkeppni eða fákeppni þegar keppinautar eru tveir.

Á Íslandi er fákeppni mjög algeng. Á flestum mörkuðum eru keppinautar sem máli skipta fjórir eða færri. Helsta undantekningin er ýmiss konar sala á þjónustu á vegum smáfyrirtækja eða einyrkja, til dæmis iðnaðarmanna.


Meðal iðnaðarmanna ríkir góð samkeppni vegna þess að keppinautar eru margir og smáir og enginn einn þeirra hefur ríkjandi áhrif á markaðsverð. Hér sést pípulagningamaður að störfum.

Engin algild regla er um það hve margir keppinautar þurfa að vera til að ekki sé talað um fákeppni. Séu keppinautar það margir og smáir að enginn einn þeirra hefur yfirgnæfandi áhrif á markaðsverð, þá telst samkeppni fullkomin. Erfitt er að finna dæmi um fullkomna samkeppni en ýmsir markaðir komast þó nokkuð nálægt því.

Loks er til hugtakið einkasölusamkeppni (e. monopolistic competition). Á mörkuðum þar sem einkasölusamkeppni ríkir hefur hver og einn seljandi einkasölu á tiltekinni vöru eða þjónustu en á engu að síður í samkeppni vegna þess að aðrir selja svipaðar vörur eða þjónustu, en ekki alveg eins. Einkasölusamkeppni er mjög algeng. Til dæmis er oft einn seljandi að tilteknu vörumerki en það keppir við aðrar vörur, sem gera svipað gagn frá sjónarhóli kaupenda, en eru seldar undir öðrum vörumerkjum.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.12.2007

Spyrjandi

Kristófer Jóhannsson, f. 1988

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er munurinn á einkasölu og fákeppni?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2007. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6958.

Gylfi Magnússon. (2007, 13. desember). Hver er munurinn á einkasölu og fákeppni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6958

Gylfi Magnússon. „Hver er munurinn á einkasölu og fákeppni?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2007. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6958>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á einkasölu og fákeppni?
Eins og orðin gefa til kynna þá er einungis einn seljandi að tiltekinni vöru eða þjónustu þegar um einkasölu er að ræða. Keppendur eru hins vegar fáir, en þó fleiri en einn, sé um fákeppni að ræða. Einkasala er þýðing á 'monopoly' en fákeppni er þýðing á 'oligopoly'.

Ýmist er talað um einkasölu eða einokun. Fyrra orðið er hlutlaust en hið síðara vísar til þess að það er oftast slæmt fyrir kaupendur að geta ekki snúið viðskiptum sínum nema til eins aðila.

Einnig er til hugtakið tvíkeppni, sem er þýðing á 'duopoly'. Þá keppa tveir aðilar á sama markaði. Ýmist er talað um tvíkeppni eða fákeppni þegar keppinautar eru tveir.

Á Íslandi er fákeppni mjög algeng. Á flestum mörkuðum eru keppinautar sem máli skipta fjórir eða færri. Helsta undantekningin er ýmiss konar sala á þjónustu á vegum smáfyrirtækja eða einyrkja, til dæmis iðnaðarmanna.


Meðal iðnaðarmanna ríkir góð samkeppni vegna þess að keppinautar eru margir og smáir og enginn einn þeirra hefur ríkjandi áhrif á markaðsverð. Hér sést pípulagningamaður að störfum.

Engin algild regla er um það hve margir keppinautar þurfa að vera til að ekki sé talað um fákeppni. Séu keppinautar það margir og smáir að enginn einn þeirra hefur yfirgnæfandi áhrif á markaðsverð, þá telst samkeppni fullkomin. Erfitt er að finna dæmi um fullkomna samkeppni en ýmsir markaðir komast þó nokkuð nálægt því.

Loks er til hugtakið einkasölusamkeppni (e. monopolistic competition). Á mörkuðum þar sem einkasölusamkeppni ríkir hefur hver og einn seljandi einkasölu á tiltekinni vöru eða þjónustu en á engu að síður í samkeppni vegna þess að aðrir selja svipaðar vörur eða þjónustu, en ekki alveg eins. Einkasölusamkeppni er mjög algeng. Til dæmis er oft einn seljandi að tilteknu vörumerki en það keppir við aðrar vörur, sem gera svipað gagn frá sjónarhóli kaupenda, en eru seldar undir öðrum vörumerkjum.

Mynd:...